Morgunblaðið - 19.01.2011, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Ernir
Sagnfræðingur Erla Hulda Halldórsdóttir leggur nú lokahönd á doktorsritgerð um mótun kyngervis á Íslandi.
dóttur og erlendum fræðimönnum.
Erla Hulda segir að ágætt sé að
vitna í rannsóknir breska sagnfræð-
ingsins Lynn Abram um mótun nú-
tímakonunnar í Evrópu frá 1700-
1800. Hún tali um hve misvísandi
skilaboð hafi dunið á konum og erfitt
var að finna sér stað í samfélaginu.
Þó hafi alltaf verið svigrúm til þess
að semja um stað og það hafi ís-
lensku kvenfrelsiskonurnar verið að
reyna. Sjálfsmyndin var því tvístruð
á þessum tíma og þar sem Erla
Hulda lýkur sinni rannsókn standa
konur á þröskuldi nýrra tíma. Þær
voru ekki komnar með réttindin sem
til þurfti en þau eru
innan seilingar og
nást síðan. „Óttinn við
nútímakonuna snerist
líka um hver yrði kon-
an ef hún sneri sér frá
heimilisstörfunum.
Hver átti að taka
þetta hlutverk að sér
og virðist sem karlar
hafi óttast að þeir
þyrftu að sitja heima.
Sigríður Matthías-
dóttir hefur skoðað
nokkuð spurningar
um karlmennsku
þessa tíma. Þar kem-
ur fram að karlmenn hafi verið í
nokkurri krísu þar sem margt var að
breytast í samfélaginu. Þetta var
raunverulegur ótti sem gerir þetta
allt svo flókið. Við eigum líklegast
erfitt með að skilja slíkt í dag þegar
við lítum á heimilið sem sameigin-
legan vettvang kynjanna. En svona
var þetta 100 ár aftur í tímann og
þarf ekki einu sinni að líta svo langt
aftur,“ segir Erla Hulda.
Komnar lengra
Erla Hulda segir konur komnar
miklu lengra í dag en þó séum við
enn dálítið í þeirri sjálfsmyndarbar-
áttu fyrir hvað eigum við að standa.
Flestar eða allar konur vilji láta líta
á sig sem hugsandi manneskjur og
ekki eingöngu holdlegar verur.
Áherslan sé hins vegar dálítið mikið
á útlitið og inngrip í útlit. Það finnist
henni persónulega áhyggjuefni sem
beinist að körlum líka og sé karl-
mennskan spennandi rannsókn-
arsvið sem þurfi að rannsaka meira.
Erla Hulda segir hættulegt að nota
okkar samtímahugtök um kvenfrels-
iskonurnar. Hún hafi sjaldan talað
um 19. aldar kvenfrelsiskonur sem
feminista en finnist skemmtilegasta
hugtakið að kalla þær róttækar
kvenfrelsiskonur.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2011
Vaxandi áhugi er nú hjá Íslendingum
á að efla færni sína í samskiptum
og aðferðum sem stuðla að vexti
ólíkra einstaklinga. Á Fjölsæi 2011
sem haldið verður í Smáranum á
morgun fimmtudag, býðst ein-
staklingum og markþjálfum ókeypis
þátttaka í nýjum viðburði. Um er að
ræða vinnustofu þar sem stjórn-
endum, einstaklingum og mark-
þjálfum er stefnt saman og fyrir
þeim kynnt nýtt hugtak, fjölsæi.
Hugtakið er nýyrði sem var þróað í
markþjálfun og gagnræðum og er
notað til að stuðla að vexti og
breytingum. Markþjálfun og gagn-
ræður eru hvort tveggja kröftugar
aðferðir sem opna nýjar gáttir í
verðmætasköpun og stuðla að já-
kvæðri þróun einstaklinga og skipu-
lagsheilda í gegnum umbreytingar.
Þessar aðferðir verða einnig kynnt-
ar á viðburðinum. Nánari upplýs-
ingar eru á www.evolvia.org.
Áhugasamir geta skráð sig á net-
fangið: evolvia@evolvia.org.
Fjölsæi 2011
Í mark Ýmsar aðferðir má nota til að ná betri árangri í starfi og einkalífi.
Aukin færni í samskiptum
Ef þú vilt breyta dálítið til í
förðun á milli dags og kvölds
þarf það ekki að þýða neinar
stórbreytingar. Það getur t.d.
verið alveg nóg að skipta um
kinnalitinn sem þú notar. Nota
frekar bleika, ljósa og mjúka liti
yfir daginn fyrir náttúrulegt út-
lit en skipta yfir í bronslitaða
eða dekkri liti á kvöldin. Margir
láta duga að setja á sig mask-
ara á daginn svo að á kvöldin er
gott að eiga nokkra fallega liti
til að skella á augnlokin og laga svo maskarann.
Það er jú miklu skemmtilegra að kíkja aðeins út eftir langan dag ef maður er
dálítið frísklegur.
Frísklegt útlit
Skipt yfir í dekkri liti á kvöldin
Vanir söngmenn
Pétur útskrifaðist úr Söngskóla
Sigurðar Demetz undir handleiðslu
Kristjáns Jóhannssonar sl. vor.
Hann hefur m.a sungið með Karla-
kór Reykjavíkur, Hljómeyki, Mót-
ettukórnum, karlakórnum Voces
masculorum og Kór Íslensku óp-
erunnar og komið fram sem ein-
söngvari.
Jón Svavar útskrifaðist árið 2007
frá óperudeild Universität für Musik
und darstellende Kunst í Vín. Hann
hefur starfað sem tónlistarmaður á
Íslandi undanfarin ár, haldið ein-
söngstónleika og hefur m.a. sungið í
Íslensku óperunni og einsöng með
Sinfóníuhljómsveit Íslands í tvígang
á þessu ári..
Lilja lauk námi við Tónlistar-
háskólann í Utrecht, Hollandi, og
starfar nú sem meðleikari hjá nem-
endum í Söngskóla Sigurðar De-
metz. Hún hefur starfað sem með-
leikari með starfandi söngvurum en
einnig hefur hún starfað sem söngv-
ari með ýmsum kammerkórum. Hún
hefur líka starfað sem píanókennari.
Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 21.
Tekið skal fram að ekki verður hægt
að borga aðgangseyri með korti.
Facebook: Sykur og rjómi
Bríet Bjarnhéðinsdóttir fæddist
hinn 27. september 1856 á
Haukagili í Vatnsdal í Austur-
Húnavatnssýslu. Hún var ís-
lensk baráttukona fyrir rétt-
indum kvenna, útgefandi og
ritstjóri og var kosin bæj-
arfulltrúi í bæjarstjórnarkosn-
ingunum í
Reykjavík 1908.
Hún bauð sig
fyrst kvenna
fram til Alþingis
og hefði ekki ver-
ið fyrir ný lög um
útstrikanir hefði
Bríet orðið fyrsta
konan til að taka
sæti á Alþingi.
Hún var gift
Valdimar Ás-
mundssyni, rit-
stjóra Fjallkon-
unnar.
Bríet Bjarn-
héðinsdóttir
ÍSLENSK BARÁTTUKONA
Barátta
Bríet
beitti sér
fyrir rétt-
indum
kvenna.
Það er afar góð leið að byrja dag-
inn á því að fá sér handfylli af hörf-
ræjum út á hafragrautinn, jógúrt-
ina eða morgunkornið. Hörfræ eru
stútfull af mikilvægum næringar-
og steinefnum, meðal annars E-
vítamíni sem örvar ónæmiskerfið.
Einnig eru hörfræ og hörfræjaolía
rík af alpha-linolenic acid (ala),
sem er nauðsynleg fitusýra og til-
heyrir hópi omega 3 fitusýra. Til að
njóta þessara góðu eiginleika verð-
ur að mala fræin en það má t.d.
gera í kaffikvörninni. Sumum
finnst auðveldara að skella í sig
hörfræjaolíu og þá er bara að byrja
daginn á einni skeið af slíku en
bæði olían og fræin geymast vel í
ísskáp.
Hörfræ og hörfræjaolía
Full af næringarefnum
Hörfræ Gott er að byrja daginn á einni
skeið af olíu eða fræjum.
20 dagar 20.01.2011 - 9.02.201120% afsláttur á öllum veitingum
opnunartími 18:00 – 22:00
Laugavegur 130 ofan við Hlemm
MSG
20 ára afmæli
The Best ThaiFood
2009
2010
S: 692-0564www.thaimatur.com www.yummiyummi.net
kynnum nýjan matseðil
Hjá Banthai eru allir réttir matreiddir frá grunni úr ferskum hráefnum til þess
að viðhalda þeim gæðum sem við viljum bjóða okkar viðskiptavinum uppá. Vegna
þessa getur oft verið bið eftir matnum - en ef hópar ákveða að velja sér nokkra
rétti til þess að snæða saman þá styttist sú bið verulega. Endilega hafið það í
huga þegar þið pantið.
Ferðafélag íslands • www.fi.is • fi@fi.is • Sími 568 2533
Lifandi myndir
í Mörkinni 6
Ferðafélag Íslands heldur bíómyndakvöld
í Mörkinni 6 miðvikudag kl. 20.00.
Sýndar verða tvær kvikmyndir eftir Pétur Steingrímsson
sem ekki hafa verið sýndar opinberlega áður.
Sú fyrri: Hæsti tindurinn heillar, er tekin í göngu á
Hvannadalshnúk í einmuna veðri vorið 2010.
Einstakar myndir af hæsta fjalli Íslands.
Eftir hlé verður sýnd mynd úr gönguferð
um Jökulsárgljúfur sumarið 2004.
Popp og kók.
Aðgangseyrir: 1.000 kr.