Morgunblaðið - 19.01.2011, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.01.2011, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2011 ✝ Kristjón Haralds-son (Jonni) ljós- myndari fæddist á Grettisgötu 20b 26. september 1945. Hann lést á heimili sínu 8. janúar 2011. Móðir hans er Ragnheiður Guð- mundsdóttir forstjóri, f. 18.3. 1924, og faðir hans var Haraldur Gottfreð Kristjónsson stúdent, f. 28.1. 1924, d. 13.8. 1968. Þau skildu. Ragnheiður giftist Karli Jóhanni Ólafssyni (Swede), forstjóra Íslenska pökk- unarfélagins, f. í Svíþjóð 24.10. 1925, d. 29.6. 1990. Systkini Krist- jóns sammæðra eru: Karl, búfræð- ingur, f. 11.3. 1954, Lilja Britta, skrifstofumaður og flugfreyja, f. 28.6. 1957, Kristín Erla, skrif- stofumaður, f. 27.12. 1958, og Eva, ljósmyndari og framkvæmdastjóri, f. 27.12. 1960. Samfeðra eru: Einar Ólafur, f. 19.11. 1954, og Guðrún, f. 19.6. 1956. 1991, og Hlín, menntaskólanemi, f. 13.9. 1993. Fjölskylda Jonna fluttist í Skafta- hlíð 8 árið 1957. Hann gekk í Mið- bæjarskóla og Austurbæjarskóla og lauk gagnfræðaprófi. Þaðan lá leið- in í ljósmyndanám í Iðnskólann í Reykjavík og í meistaranám hjá Leifi Þorsteinssyni í Myndiðn. Jonni stofnaði Studíó 28, auglýs- inga-iðnaðarljósmyndastofu á Laugavegi 28, en flutti síðar á Skúlagötu og var þar lengstum. Hann var öflugur og þekktur í sinni grein í áratugi; myndaði tískufatn- að, plötuumslög og ýmsan varning og sinnti tilfallandi verkefnum. Mynd eftir hann birtist í National Geographic frá Vestmannaeyjagos- inu árið 1973. Síðustu tvo áratugina starfaði hann við hlið móður sinnar og systkina í fjölskyldufyrirtækinu Íslenska pökkunarfélaginu á Kefla- víkurvelli. Í janúar 2008 veiktist Jonni hastarlega og var ekki hugað líf. Það þótti kraftverk að hann náði sér þokkalega á strik með góðu eft- irliti og þjálfun á Grensás og átti hann þrjú góð ár í faðmi fjölskyldu og vina. Útför Kristjóns verður gerð frá Háteigskirkju í dag, 19. janúar 2011, og hefst athöfnin kl. 15. Jonni kvæntist Gerði Berndsen aug- lýsingateiknara, f. 23.3. 1948. Þau skildu. Dætur Jonna og Gerðar eru Ragn- heiður Margrét, f. 5.4. 1972, ritstjóri. Henn- ar sonur er Andri Pétur Magnússon, nemi, f. 24.7. 1997. Áslaug Perla, nemi, f. 4.1. 1979, d. 27.5. 2000. Áður átti Jonni Agnesi Amalíu söng- konu og dans- og lík- amsræktarkennara, f. 19.5. 1965. Móðir hennar er Kristín Jónsdóttir, íslenskukennari, f. 13.2. 1944. Mað- ur Agnesar Amalíu er Arnþór Jóns- son, sellóleikari og varaformaður SÁÁ, f. 20.8. 1957. Börn Agnesar eru Haraldur Ari Stefánsson, menntaskóla- og söngnemi, f. 16.2. 1991, og Kristín Amalía Arnþórs- dóttir, nemi, f. 21.6. 1999. Stjúp- börn Agnesar eru Gunnar, verk- fræðinemi, f. 12.7. 1986, Anna Elísabet, menntaskólanemi, f. 12.8. Í dag kveð ég fallega yndislega son minn, sem las Vísnabókina spjald- anna á milli 19 mánaða gamall með hjálp móðursystra sinna Perlu og Petu. Einnig skemmti hann vinum og vandamönnum með upplestri úr uppáhaldsbókinni sinni, Stubbur er ekki stór, aðeins fjögurra ára. Jonni tók þátt í unglingasundmóti aðeins sjö ára gamall, synti 50 metr- ana á hundasundi, þar sem hann var ósyndur. Þakka þér fyrir 65 árin okkar sam- an. Ég ætla bara að vona að það sé fylgst með fótboltanum í himnaríki! Bið kærlega að heilsa móttöku- nefndinni. Ástarkveðja. Þín mamma. Nú þegar ég kveð pabba er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að ganga götuna með honum, verða honum samferða. Fyrir að hafa átt svona skemmtilegan og óvenju- legan pabba sem kom mér og mínum svo oft til að brosa með skemmtileg- um tilsvörum, sögum og sérvisku. Góður, stríðinn, en alveg hrekklaus. Ógleymanlegur einfari sem samt elskaði að vera innan um sitt fólk. Átti sína fáu en tryggu vini sem heimsóttu hann oft í viku áratugum saman; Ás- geir frænda og Þorgeir fremstan í flokki þeir þrír voru heilög þrenning. Þakklæti fyrir að fá að hafa hann lengur eftir erfið veikindi og fyrir að vera börnunum góður, fyndinn og skemmtilegur afi. Hjálpsamur ráða- góður tengdafaðir sem gaman var að fá í heimsókn til spjalls og ráðagerða. Minningarnar streyma fram; þeg- ar ég nýfermd var að byrja að kynn- ast honum og fjölskyldunni. Hve gaman var að hanga í Stúdíó 28 á Skúlagötunni og fylgjast með mynda- tökum og eða hlusta á sögurnar sem hann og samferðafólkið í auglýsinga- bransanum reiddi fram yfir rótsterku kaffi. Mikið fannst mér hann flottur hann pabbi með síða hárið, grænu augun og í Levis-gallabuxum. Ansi lokaður á þessum árum, en svo sér- stakur. Töffari fram í fingurgóma. Hann varð miklu opnari seinna og við ræddum saman í trúnaði. Hann var góður vinur. Svo að passa drenginn minn nýfæddan á Grettó þar sem hann sjálfur hafði alist upp og oft var passað í gegnum árin. Hann elskaði barnabörnin, sagði sögur af þeim og maður fann stoltið; aðdáun okkar ættingjanna var gagnkvæm. Skottan sótt í ballett, farið með hana á veit- ingastað og heim að horfa á „Faulti Towers“. Drengurinn minn fór með afa á billann, í Góða hirðinn að kaupa vínylplötur; það var svo gaman með afa. Aldrei sagði hann nei, heldur „við sjáum til“ og svo kom hann alltaf. Kannski ekki alltaf með bros á vör, en hann kom. Hann svaraði gjarnan í símann með „hvað vildi hann“ og allir í fjölskyldunni veltust um af hlátri yf- ir tilsvörum. Hafði sterkar skoðanir en dómgreind hans var góð og oftar en ekki kom hann með bestu lausn- irnar. Vel lesinn, grúskari fram í fing- urgóma sem safnaði óvenjulegu dóti og engu mátti henda. Ef kaupa átti myndavél eða græju leitaði maður til hans; ef þurfti að taka upp úr sjón- varpinu tók hann upp. Hann sá til þess að barnabörnin fengju allar bíó- myndirnar; afmælis- og jólagjafir voru engu líkar. Valdar af smekkvísi og komu alltaf að góðum notum. Hann skutlaðist, passaði hundana, málaði íbúðir, tengdi og smíðaði. Samband hans og ömmu var einstak- lega náið og fallegt; þau voru sálu- félagar; töluðu saman og hittust dag- lega. Sungu í bílnum og tuðuðu góðlátlega. Samband systkinanna var líka náið; Eva lærði ljósmyndun hjá pabba; seinna unnu hún, amma, Kristín Erla og fleiri saman í fjöl- skyldufyrirtækinu; samstaðan mikil í gegnum súrt og sætt. Pabbi átti sínar sorgir en tókst að ég held að eiga gott líf að mörgu leyti með því að vera í traustu og innilegu sambandi við sitt fólk. Ég þakka hon- um samfylgdina og fyrir að hafa æv- inlega reynst mér og mínum vel. Agnes Amalía Kristjónsdóttir. Elsku pabbi minn. Fyndni, klári, sniðugi, kaldhæðni og hjálpsami pabbi minn. Ég vil ekki trúa því að ég sé búin að missa þig – við sem ætl- uðum að horfa saman á HM í hand- bolta. Við höfum bæði gengið í gegnum mikil áföll í lífinu en líka góða hluti og þeirra vil ég minnast. Þú varst mikil stoð og stytta í mínu lífi. Í mörg ár keyrðirðu mig í vinnuna og Andra Pétur í leikskólann og þú varst alltaf til í að rétta mér hjálp- arhönd. Þegar röðin var komin að mér að halda matarboð fyrir hinn stórbrotna matarklúbb Gúff og græðgi þá gerðirðu þér lítið fyrir og brást þér af bæ svo ég gæti haft afnot af íbúðinni. Okkar samband einkenndist af gagnvirkri greiðasemi; þú lagðir fyrir mig parket og gafst mér start þegar bíllinn minn var óþekkur og ég keypti fyrir þig jólagjafir og rækjusamlok- ur. Þess á milli spjölluðum við um heima og geima – Manchester Unit- ed, Chaplin og allt þar á milli. Þrátt fyrir að það hafi verið hræði- legt áfall fyrir mig að koma að þér látnum held ég að það hafi einmitt verið ég sem átti að gera það. Eins og það var ég sem var með þér daginn sem þú fékkst hjartaáfallið, fylgdi þér upp á spítala og horfði hjálparlaus á þig í dái í átján daga. Ég var svo glöð þegar þú loksins vaknaðir til lífsins og ennþá glaðari þegar þú fórst smátt og smátt að ná þér. Ég veit að ég á að vera þakklát fyrir að hafa haft þig í þessi þrjú ár eftir hjartaáfallið – og ég er það – en ég er líka eigingjörn og vildi fá að hafa þig miklu lengur í lífi mínu. Þú varst líka svo hress og orðinn eins og þú áttir að þér að vera svo mig óraði ekki fyrir því að þú værir á förum. En enginn sér við Ásláki, eins og amma Ragna myndi segja, og nú ertu farinn frá okkur eins og mín yndislega systir Áslaug Perla, Pési frændi, Anika frænka og öll hin. Mér finnst óbærilegt að hugsa til þess að tala ekki við þig á hverjum degi, geta ekki varpað fram einhverri hugmynd og heyra þig segja í gam- ansömum tón; „Nothing good will come of this.“ Ég stend mig að því mörgum sinnum á dag að taka upp símann og ætla að hringja í þig og í hvert sinn sem ég geri það hellist söknuðurinn yfir mig. Ég sakna þín endalaust mikið elsku pabbs. Þín dóttir, Ragnheiður M. Kristjónsdóttir (Rax). Elsku afi. Ég trúi ekki að þú sért farinn svo snöggt. Það var svo margt sem við áttum eftir að gera saman, en svona er víst lífið. Góðir menn koma og góðir menn fara. Ég kveð þig með tárvot augun en á sama tíma er ég virkilega þakklátur fyrir að hafa kynnst þér. Það var sannur heiður. Menn eins og þú eru ekki auð- fundnir. Með þínum einstaka húmor og góð- vild gerðir þú samverustundir okkar svo eftirminnilegar. „May your heart always be joyful. May your song always be sung.“ – (Bob Dylan). Elsku afi, þú varst einstakur mað- ur og ég mun aldrei, aldrei gleyma þér. Hvíldu í friði. Þinn Haraldur Ari. Elsku Jonni, síðan þú fékkst hjartaáfallið í janúar fyrir þremur ár- um hef ég haft ég stöðugar áhyggjur af þér. Fyrir einu og hálfu ári varstu kominn í andlegt og líkamlegt jafn- vægi. Þá var ég sannfærð um að þú myndir lifa í mörg ár enn. Ég held ég hafi verið farin að trúa því að hinn mikli hjartaskaði sem þú varðst fyrir hefði gengið að mestu til baka, sem gerðist ekki. Það kom mér því algjör- lega í opna skjöldu þegar Ragnheið- ur öskraði í símann að þú værir dá- inn. Síðan áfallið; að horfa á þig umkomulausan, látinn á gólfinu. Við vorum gift í mörg ár. Síðan skildum við. Þrátt fyrir það hefur mér alltaf þótt vænt um þig enda eru tilfinningar hvorki svartar né hvítar frekar en nokkuð annað. Ég var alltaf eini kvenmaðurinn í partíum með félögum þínum, Óla á Grettó og fleirum. Þar voru stöðugt heitar umræður um þjóðfélags- og stjórnmál. Það fannst mér óskaplega skemmtilegt. Ég sakna þín nú þegar og mun sakna þín. Hvern á ég að hringja í til að fá upplýsingar um tölvuna? Hvern á ég að tala við af viti um stjórnmál? Eitt af þeim málefnum sem við gát- um alltaf rætt. Ég hef óskað þess í mörg ár að engir fleiri, sem standa mér nær, myndu deyja á undan mér … Ég á engin orð til að lýsa samúð minni með Ragnheiði og Andra Pétri. Gerður Berndsen. Um árabil var ljósmyndastofan Myndiðn Mekka ljósmyndunar á Ís- landi. Þangað leituðu ungir og upp- rennandi ljósmyndarar og drukku í sig fróðleik og þáðu faglega leiðsögn þeirra góðu manna Leifs og Ævars sem áttu og ráku Myndiðn. Þeir fé- lagr voru ósparir á heilræðin og að- stoðuðu okkur á alla lund og það þrátt fyrir að við sem þangað komum værum þá þegar keppinautar þeirra. Slíkur var þroski þeirra. Því er mér hér tíðrætt um Mynd- iðn að einmitt þar 1973 kynntist ég Kristjóni Haraldssyni „Jonna“ fyrst en hann var þá kominn á seinnihluta námssamnings hjá Myndiðn. Mál þróuðust á þann veg að skömmu síðar hófst samstarf okkar Jonna og rekstur á ljósmyndastof- unni Studio 28 sem við síðan rákum sameiginlega til ársins 1978 að leiðir skildi. Jonni starfrækti þó Studio 28 áfram í mörg ár. Þetta voru spennandi tímar og allt að gerast, heimili, börn, þak yfir höf- uðið og fyrirtækið. Við vorum ungir og ákafir og feng- um snemma mörg verkefni á sviði ljósmyndunar. Það var mikið að gera og oftar en ekki unnið fram á rauða- nótt. Þrátt fyrir að talsvert væri spjallað og kaffidrykkja og reykingar stundaðar af kappi gætti Jonni þess að ljúka því sem lofað var og varð tví- mælalaust kjölfestan í okkar sam- starfi. Hann bjó yfir haldgóðri reynslu þegar kom að tækniúrlausn- um og var afar góður félagi. Hann ljósmyndaði mikið í stúdíói og var flinkur ljósmyndari. Þótt samstarfinu lyki átti ég ávallt hauk í horni þar sem Jonni var og urðu fagnaðarfundir þá við hittumst. Æðruleysi kemur upp í hugann þegar ég minnist Jonna. Þrátt fyrir andstreymi, sáran dótturmissi og síð- ar alvarleg veikindi hans sjálfs bar hann aldrei vandræði sín á torg. „Nú munaði mjóu“ sagði hann þó fyrir nokkrum árum þegar ég heimsótti hann á Landspítalann þar sem hann lá og var vart hugað líf eftir alvarlegt hjartaáfall. Svona var Jonni, hæfi- lega kaldhæðinn húmoristi og gull af manni. Ég kveð Jonna með ljúfa minningu í huga og bið afkomendum hans og öðrum ættingjum allrar blessunar. Kristján Pétur Guðnason. Kristjón Haraldsson ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, MAGNEA JÓNSDÓTTIR, Miðbraut 33, Seltjarnarnesi, lést fimmtudaginn 6. janúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir fá starfsmenn Hrafnistu í Boða- þingi fyrir frábæra umönnun og vináttu. Hún var Magneu og hennar fjölskyldu ómetanleg. Einnig fær starfsfólk B-2 í Fossvogi sérstakar þakkir. Guðmundur Jóhannsson, Hulda Guðmundsdóttir, Jóhann O. Guðmundsson, Jón Guðmundsson, Guðmundur, Óttar og Magnea Björg. ✝ Hjartkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma okkar, VIGDÍS THEODÓRA BERGSDÓTTIR, Dósý, Bjarnastöðum, Vatnsdal, lést á heimili sínu mánudaginn 17. janúar. Ellert Pálmason, Pálína Bergey Lýðsdóttir, Bjarni Kristinsson, Hekla Birgisdóttir, Pálmi Ellertsson, Oddný Rún Ellertsdóttir, barnabörn og fjölskyldur þeirra. ✝ Móðir okkar og amma, FANNEY HJALTADÓTTIR frá Hólmavík, Smáraflöt 6, verður jarðsungin frá Garðakirkju, Garðabæ föstudaginn 21. janúar kl. 15.00. Ásthildur Benediktsson, Guðmundur Benediktsson, Benedikt Benediktsson, Diane Benediktsson, Courtney Mary Benediktsson, Brittany Nicole Benediktsson, Fanney Anna Benediktsson, Hjalti Ingimundur Þórðarson,Helga Bahr, Þorsteinn Hjaltason, Sara Níelsdóttir, Arna Þorsteinsdóttir, Sigurlaug Hjaltadóttir, Böðvar Sveinsson, Hjalti Böðvarsson, Guðmundur Þórðarson, Kristín Magna Guðmundsdóttir, Fanney Guðmundsdóttir, Þórður Guðmundsson, Bjarni Guðmundsson, Linda Viðarsdóttir, Kristín Emilía Bjarnadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.