Morgunblaðið - 19.01.2011, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.01.2011, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2011 ✝ Pétur Jónssonfæddist í Reykja- vík 9. júní 1921. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 6. janúar 2011. Foreldrar hans voru Jón Bjarnason, f. 3.6. 1891, d. 12.10. 1975, og Margrét Grímsdóttir, f. 19.9. 1892, d. 3.10. 1951. Pétur var elstur fjög- urra systkina. Hin yngri eru: Bjarni, f. 1923, d. 1989, Sig- urður, f. 1926, d. 2007, Hrefna, f. 1929. Pétur kvæntist 8.5. 1942 Guð- rúnu Sigríði Konráðsdóttur, f. 4.11. 1919, d. 11.7. 2000. Þau eignuðust 8 börn: 1) Margrét, f. 1942. Eig- inmaður hennar er Illugi Ósk- arsson, þau eiga 4 börn; Pétur Kon- ráð, Eygló, Elínu, og Elías Óskar og 11 barnabörn. 2) Kristín Thea, f. 1945, hún á eina dóttur; Guðrúnu Sigríði. 3) Auður, f. 1947. Eig- inmaður hennar er Gordon Chu- rukian, þau eiga 3 börn; Gordon, Daníel Pétur, Kristu. Barnabörnin eru 4 en þau eru öll búsett í Banda- ríkjunum. 4) Hjördís, f. 1950. Eig- inmaður hennar er Björn Haf- steinsson. Hún á 3 syni; Pétur, Eirík, og Hilmar Frey og 2 barna- börn. 5) Hrönn, f. 1952. Eiginmaður hennar er Jóhann Ei- ríksson. Þau eiga 3 börn; Sævar Þór, Jó- hann Pétur og Jónu Margréti og 5 barna- börn. 6) Þóra, f. 1953. Eiginmaður hennar var Guðni G. Guð- mundsson, d. 1981. Þau eignuðust 3 börn; Ragnheiði, Viðar Örn, Guðnýju Grétu og 6 barnabörn. Sam- býlismaður Þóru er Ólafur Rögnvaldsson, þau eiga eitt barn; Dóru Björk. 7) Sigurður, f. 1957. Eiginkona hans er Sigríður Magnúsdóttir. Þau eiga 3 syni; Magnús Guðberg , Konráð Vigni, Birki Þór og 2 barnabörn. 8) Jón, f. 1959, sambýlismaður hans er Hall- dór Halldórsson. Pétur lauk námi í vélvirkjun og rennismíði frá Iðnskólanum í Reykjavík og vann í Landssmiðj- unni þar til hann stofnaði vélsmiðj- una Afl ásamt félögum sínum. Á ár- unum 1974-1991 var Pétur verknámskennari við málmiðn- aðardeild Iðnskólans í Reykjavík og kenndi vélvirkjun og rennismíði. Útför Péturs fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 19. janúar 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Elsku pabbi minn, nú ertu farinn úr þessu jarðneska lífi og kominn til þíns lífsförunautar, hennar mömmu. Ég mun ætíð minnast morgun- stundanna okkar með söknuði og þakklæti. Við gátum talað um allt á milli himins og jarðar, og vorum við nú ekki alltaf sammála um allt, pabbi minn, en mikið þótti okkur gaman að þrasa um þá hluti. Ég er afar þakklátur fyrir að hafa kynnst þér nánar síðustu ár og þú mér. Við skiljumst nú að, ekki bara sem faðir og sonur, heldur kærir vinir. Takk fyrir allt, pabbi minn. Megi Guð vernda ykkur mömmu og gefa ykkur ánægjulega endurfundi og veita okkur systkinunum styrk til að takast á við missinn og fylla tómarúmið sem þú skilur eftir með kærum minningum um þig. Sjáumst síðar. Þinn sonur, Jón. Kveðja frá samstarfsfólki við Iðnskólann í Reykjavík Enn kvarnast úr hópi starfs- manna sem þróuðu og mótuðu starf Iðnskólans í Reykjavík á áttunda áratug síðustu aldar, nú er fallinn frá Pétur Jónsson vélsmíða- og rennismíðameistari. Pétur hóf störf við skólann árið 1973 en hafði þá um árabil starfað við iðngrein sína, síðast í Landsmiðjunni. Pétur var afbragðskennari, íhug- ull og vandvirkur iðnmeistari sem lagði kapp á að undirbúa nemendur sína sem best undir skapandi ná- kvæmisstörf í öflugum málm- og rafiðnaði. Við skólann starfaði Pét- ur með stórum hópi samhentra starfsmanna við kennslu í einni af fjölmennustu deild skólans, grunn- deild málmiðna, og um árabil var nemendafjöldinn þar á þriðja hundrað sem dreifðist á átta sér- hæfð verkstæði þar sem allir grunnþættir málmiðnastarfa voru kenndir. Þarna nýttist frumkvæði og þekking Péturs sérstaklega vel. Hann hannaði og útbjó fjölmörg smíðaverkefni sem skólinn notaði um árabil við kennsluna og þegar framhaldsdeild í vélsmíði og renn- smíði var stofnuð við skólann árið 1975 var eðlilegt að hann tæki að sér uppbyggingu og stjórnun þar. Lengst af störfuðu saman vinirnir Pétur og Sólon Lárusson við þessa öflugu deild sem tók við nemendum úr grunndeildinni og menntuðu þá áfram að starfsþjálfun og sveins- prófi. Framhaldsdeildin hóf starfsemi sína á Skólavörðuholti en sprengdi það rými fljótlega og flutti þá í verklegar stofur fyrrum Gagn- fræðaskóla verknáms en Fjöl- brautaskólinn við Ármúla var stað- settur í bóknámsálmu húsnæðisins. Báðir voru þeir félagar fastir fyrir og ákveðnir þrátt fyrir að vera ein- stakir ljúflingar við nemendur sína og þegar mennta- og fræðsluyfir- völd borgar og ríkis hugðust breyta húsnæðinu í bóknámsstofur fyrir ört vaxandi fjölbrautaskóla var okk- ar mönnum að mæta. Þeir kölluðu til fjölmiðlafólk og við lá að þeir hlekkjuðu sig við steða og renni- bekki til að mótmæla þeirri ósvinnu að breyta sérútbúinni verknámsað- stöðu í bóknámsstofur. Þetta töldu þeir félagar og við samstarfsmenn þeirra sýna í hnotskurn það skiln- ingsleysi sem löngum hefur verið gagnvart verklegu námi í íslenska skólakerfinu. En það mál leystist í fullum vinskap og um árabil var framhaldsdeildin starfrækt á Smiðjuvegi 9 í Kópavogi undir merkjum Iðnskólans. Pétur var einkar hlédrægur mað- ur og tranaði sér hvergi fram en þegar hann talaði var hlustað með athygli á það sem hann hafði fram að færa. Eitt var víst að það sem hann lagði til var vandlega ígrundað og byggt á traustum grunni, þannig var maðurinn sjálfur traustur, gegnheill og heilsteyptur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Öll verk- efni nálgaðist hann með eðlislægri rósemi og yfirvegun sem hann smit- aði yfir á samstarfsmenn og nem- endur sem nutu þess að starfa með honum. Þegar Pétur hætti störfum við skólann vegna aldurs fækkaði kom- um hans á Skólavörðuholtið því miður en áfram héldu gamlir starfs- félagar nokkru sambandi. Við sem störfuðum með Pétri við skólann viljum þakka fyrir góða kynningu og ánægjulegt og gefandi samstarf og vottum fjölskyldu hans okkar innilegustu samúð. Frímann I. Helgason. Pétur Jónsson Miðvikudaginn 24. nóvember kvaddi þessa jarðvist eftir langa og farsæla ævi elskuleg ömmusystir mín, Þor- björg Gísladóttir, eða Bubba eins og hún var gjarnan kölluð af fjölskyld- unni. Ég hef oft hugsað til hvað ég er heppin að hafa átt og þekkt vel frænku eins og Bubbu. Fyrir utan margar skemmtilegar stundir, hvort sem var í fjölskylduboðum eða heima hjá Bubbu og Sigurði á Tómasarhag- anum og síðar Dalbrautinni, var svo margt sem mér fannst ég læra og upplifa í gegnum þau hjónin. Bubba var ömmusystir mín, en hún var stundum meira eins og aukaamma fyrir mörg okkar barna- barna Fanneyjar systur hennar. Hún var yngst af 10 börnum foreldra sinna, Guðnýjar og Gísla, en þau voru aðeins þrjú sem komust á efri ár, Guðmundur Hagalín sem var elstur, amma mín Fanney sem var í miðjunni og Þorbjörg sem var yngst. Þau voru af vestfirsku kjarnakyni og það hefur án efa sett sitt mark á þau þrjú að vera ein eftir af þessum stóra barnahóp. Nú eru þau öll farin og óneitanlega tómlegra eftir. Bubba var nett að vexti en eins og systir hennar, jafnframt ákveðin og sterk kjarnakona að mörgu leyti. Hún var aðeins á ellefta ári þegar mamma mín, Edda, fæddist á heimili foreldra hennar og kom það víst í hennar hlut að passa frænku sína litla. Enda voru þær alla tíð síðan mjög nánar sem gerði það að verkum að samskiptin voru mikil og Bubba Þorbjörg Gísladóttir ✝ Þorbjörg Gísla-dóttir fæddist að Ytrihúsum í Dýrafirði 16. ágúst 1917. Hún andaðist á hjúkr- unarheimilinu Drop- laugarstöðum 24. nóvember síðastlið- inn. Úför Þorbjargar var gerð frá Hall- grímskirkju í Reykja- vík 3. desember 2010. og Sigurður voru stór hluti af okkar fjöl- skyldu. Það var alltaf tilhlökkunarefni að koma á til Bubbu og Sigurðar enda var frænka rausnarleg og mikil húsmóðir og ekki í rónni fyrr en hægt var að koma einhverju góðgæti ofan í mann. En mest var gaman að spjalla við hana um alla heima og geima. Þau Sigurður voru einstaklega samhent hjón og lifðu löngu og farsælu hjóna- bandi í yfir 60 ár sem má nú teljast afrek út af fyrir sig. Það var alveg yndislegt að sjá hvað þau voru ern og virk saman langt fram eftir aldri og fóru lengi vel í sund nánast daglega. Frænka kímdi nú einu sinni og sagði að þau hefðu nú eiginlega þurft að kynnast svolítið upp á nýtt þegar Sigurður fór á eftirlaun og þau fóru að eyða öllum stundum saman á dag- inn líka. Þau fylgdust alltaf vel með gangi mála hjá allri stórfjölskyldunni en þeirra eigin börn, barnabörn og barnabarnabörn áttu eðlilega hug þeirra mestan, enda myndarhópur sem þau voru mjög stolt af og báru velferð þeirra allra fyrir brjósti alla tíð. Þegar heilsunni fór að hraka fluttu þau á Droplaugarstaði saman og bjuggu þar saman þar til Sigurð- ur lést árið 2006 hann var Bubbu mikill missir en það stóð hún af sér með reisn eins og önnur áföll og naut lífsins á meðan heilsan leyfði. En lífið hefur sinn gang og nú var hennar tími kominn. Ég minnist frænku minnar með miklum söknuði en er jafnframt þakklát fyrir að hafa átt hana að svo lengi. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur sendi ég yfir hafið til frænd- fólksins heima, sértaklega til Guð- nýjar, Gísla Heimis, Helga Mána sem og barnabarna og langömmu- barna og tengdabarnanna. Kristrún Þ. Stardal. ✝ Hugheilar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug, samúð og ómetanlegan stuðning við andlát og útför ástkærs sonar míns, SIGURBJÖRNS KRISTJÁNS HÁKONARSONAR. Guðbjörg Sigurðardóttir og fjölskyldur. ✝ Bróðir okkar, RAGNAR JÚLÍUSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi fimmtudaginn 23. desember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Systur hins látna. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORSTEINN B. GUÐMUNDSSON kennari, Skeiðarvogi 105, sem andaðist miðvikudaginn 12. janúar, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju föstudaginn 21. janúar kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningar- sjóð Félags aðstandenda Alzheimerssjúklinga, FAAS. Sigríður Sólveig Jóhannsdóttir, Heiður Þorsteinsdóttir, Sveinn Bárðarson, Hlynur Þorsteinsson, Gunnur Kristín Gunnarsdóttir, Hugrún Þorsteinsdóttir, Kristján Reynir Pálsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR LÁRUSSON fv. útgerðarmaður, Víkurbraut 30, Höfn í Hornafirði, sem lést á dvalarheimilinu Skjólgarði miðvikudag- inn 12. janúar, verður jarðsunginn frá Hafnarkirkju föstudaginn 21. janúar kl. 13.00. Ásgeir Sigurðsson, Guðmundur Sigurðsson, Vilborg Jóhannsdóttir, Hilmar Sigurðsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Dagbjört Sigurðardóttir, Finnur Jónsson, Aldís Sigurðardóttir, Guðmundur Eiríksson, Karl Sigurðsson, Svava Eyjólfsdóttir, Grétar Sigurðsson, Sigríður Sigurðardóttir, Sæmundur Gíslason, barnabörn og barnabarnabörn. Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Föstudaginn 17. janúar var spilað á 19 borðum. Meðalskor var 312. Úrslit urðu þessi. N/S Oliver Kristóferss. – Magnús Oddsson 390 Unnar Guðmundss. – Gróa Guðnad. 383 Kristín Óskarsd. – Gróa Þorgeirsd. 372 Ragnar Björnsson – Pétur Antonss. 340 A/V Nanna Eiríksd. – Skúli Bjarnason 355 Örn Einarsson – Oddur Halldórss. 352 Sverrir Jónsson – Óli Gíslason 351 Ægir Hafsteinss. – Sverrir M. Sverriss. 348 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Sveit Baugs Reykjanesmeistari Kópavogsbúar sem spiluðu und- ir nafni Baugs urðu Reykjanes- meistarar í brids en 12 sveitir spiluðu um titilinn um sl. helgi. Í sigursveitinni spiluðu Birgir Örn Steingrímsson, Þórður Björnsson, Ingvaldur Gústafsson, Bernódus Kristinsson og Úlfar örn Friðriksson. Sveit Aðalskoðunar í Reykja- vensbæ varð í öðru sæti og sveit Hrundar Einarsdóttur Hafnarfirði þriðja. Mótið var jafnframt undan- keppni fyrir Íslandsmót og var spilað um sjö sæti. Þar sigraði sveit Vestra, varð langefst í mótinu með 207 stig. Málning varð í öðru sæti með 189 stig. Efstu sveitirnar í Reykjanes- mótinu urðu svo í sætum 3-5 og Pétur og úlfarnir og GSE urðu jafnar í 6. og 7. sæti. Jóhannes Sigurðsson og Pétur Júlíusson urðu efstir í Butler- útreikningi mótsins með 1,17. Júl- íus Sigurjónsson og Þröstur Ingi- marsson voru með 0,91 og í 3. sæti Jóhann Ævarsson og Jón Árnason með 0,85. Keppnisstjóri var Guðni Sig- urðsson. Bridsdeild Breiðfirðingafélagsins Sunnudaginn 16.1. var fyrsta spilakvöld í fjögurra kvölda tvímenn- ingskeppni. Hæsta skor í N/S: Lilja Kristjánsd. – Óskar Sigurðsson 256 Ari Gunnarsson – Snorri Markúss. 245 Örn Einarsson – Björn Árnason 225 Austur/Vestur Birna Lárusd. – Sturlaugur Eyjólfss. 251 Oddur Hanness. – Árni Hanness. 248 Birgir Kristjánss. – Jón Jóhannss. 243 Spilað er í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, á sunnudögum kl. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.