Morgunblaðið - 19.01.2011, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2011
Deyr fé, deyja
frændur, en orðstír
deyr aldrei. Þessi orð
eiga vel við þegar við minnumst látins
vinar okkar, Kristins Oddssonar. Vin-
átta okkar hefur verið til fjölda ára og
er því margs að minnast frá þeim tíma.
Aldrei hefur borið skugga á þá vináttu.
Minnumst við margra góðra stunda
bæði í leik og starfi og ferðum okkar í
tjaldi og sumarhúsum, ekki síst í Mána-
þúfu við Varmahlíð í Skagafirði og frá
ferðum okkar til útlanda á vegum
Málningarverksmiðjunnar Hörpu þar
sem Kristinn starfaði í mörg ár.
Í ferðum okkar var góður andi og
skemmtilegur og var Kristinn, sem oft-
ast var kallaður Diddi, en brá sér
stundum í gervi þjónsins Manúels þeg-
ar það átti við, þá manna kátastur og
orðheppnastur svo eftir var tekið. Aldr-
ei lagði hann illt orð til nokkurs manns
og frekar dró hann taum þeirra sem
minna máttu sín. Hann var maður rétt-
lætis og þoldi ekki að einhver væri
beittur órétti og átti það til að beina
hvössu orði til þeirra sem ekki sýndu
sanngirni. Diddi vildi hafa reglu á öllu
umhverfi sínu og tók oft til hendinni til
að svo mætti verða. Hann var snyrti-
menni bæði í útliti og klæðaburði og
óhreinn bíll var ekki að hans skapi. Því
miður missti vinur okkar heilsuna fyrir
nokkrum árum eftir að hann fékk
hjartaáfall en náði samt ótrúlegri heilsu
aftur, en það var ekki síst að þakka eig-
inkonu hans, henni Hansínu sem ann-
aðist hann bæði dag og nótt þrátt fyrir
fullan vinnudag utan heimilis. Án henn-
ar hefði hann tæpast getað verið heima.
Kristinn Oddsson
✝ Kristinn Oddssonfæddist í Reykja-
vík 17. maí 1933.
Hann lést á gjör-
gæsludeild Landspít-
alans við Hringbraut
7. janúar 2011.
Kristinn var jarð-
sunginn frá Guðríð-
arkirkju í Grafarholti
18. janúar 2011.
Kristinn Oddsson
var virkur félagi í Frí-
múrareglunni á Íslandi
og stundaði störf henn-
ar með prýði til margra
ára meðan kraftar ent-
ust, eins og faðir hans
og bræður hafa gert.
En þó vinur okkar sé
horfinn sjónum okkar
um stundarsakir trúum
við því að við eigum eft-
ir að hittast aftur þegar
við verðum kölluð til
Austursins eilífa og þá
verður þráðurinn tekinn upp aftur þar
sem frá var horfið.
Um stund grátum við horfinn vin, og
þá ekki síst Hansína og afkomendur
Kristins. En dagur kemur á eftir nótt.
Við þökkum Didda frænda samfylgd-
ina og óskum honum góðrar ferðar á
þeirri braut sem hann hefur nú lagt út
á.
Trúðu á tvennt í heimi
tign sem æðsta ber:
Guð í alheimsgeimi,
Guð í sjálfum þér.
(Steingr. Thorsteinsson.)
Við vottum Hansínu, börnum og
ættingjum Kristins okkar dýpstu sam-
úð og Guð varðveiti þau.
Gunnar og Hrund.
Þegar ég sest niður til að minnast
Kristins Oddssonar föðurbróður míns
eða Didda frænda, eins og ég hef alltaf
kallað hann, koma fram ljúfar minn-
ingar um góðan dreng og skemmtileg-
ar stundir. Einkum var samband okk-
ar frændanna náið þegar ég var lítill en
Diddi var þá tíður gestur á heimili for-
eldra minna á Seltjarnarnesi og svo í
öllum skemmtilegu útilegunum eftir
að Hansína var komin til sögunnar.
Diddi kom alltaf fram við mig, litla
frænda sinn, af sérstakri virðingu og
væntumþykju. Þetta ásamt einstakri
glaðværð og skemmtilegum sögum
sem hann hafði jafnan á hraðbergi
gerði það að verkum að Diddi var án
nokkurs vafa uppáhaldsfrændi minn.
Hann hafði náðargáfu til að sjá jafn-
an spaugilegu hliðar mannlífsins og
segja skemmtilega frá. Þegar sá gáll-
inn var á Didda fór hann á flug og
spann gamansögurnar hverja á fætur
annarri þannig að viðstaddir veltust
um í hlátri, jafnvel með tárum og
magakrampa. Hann hefði farið létt
með að slá við öllum uppistöndurum
nútímans þegar hann var í slíkum
ham. Grínið var græskulaust og ekki
til þess fallið að meiða eða gera lítið úr
öðrum. Miklu frekar var grínið á hans
eigin kostnað.
Ég verð að játa það hér og nú að ég
hef notað sumar sögurnar hans Didda
í gegnum tíðina án þess að geta um
uppruna þeirra. Ein þessara sagna er
af því þegar hann söng í bílnum þegar
hann var einn að keyra úti á landi. Að
eigin sögn var söngur hans þá jafnan
svo undurfagur og hrífandi að hann
táraðist svo að hann neyddist til að
fara út í kant og stoppa til að jafna sig.
Það var algert skilyrði að hann væri
einn á ferð og að aðrir heyrðu ekki til
því það skemmdi fyrir gæðum söngs-
ins. Því er við þessa sögu að bæta að
Diddi var vita laglaus eins og títt er í
okkar ætt og ekki vitað til þess að hann
hafi nokkurn tíman getað haldið lagi,
að minnsta kosti ekki þegar aðrir
heyrðu til.
Við frændurnir höfum ekki hist mik-
ið undanfarin ár en ég náði þó að hitta
hann stutta stund á Landspítalanum
rúmri viku fyrir andlátið. Hann var þá
mjög veikur, tengdur við mörg tæki
með næringu í æð og súrefni í nef. Þó
svo að hann ætti erfitt með að tjá sig
var gamli húmorinn enn til staðar og
hann laumaði að okkur spaugilegri at-
hugasemd sem hann fylgdi eftir með
sínu gamalkunna glotti rétt áður en ég
kvaddi hann hinsta sinni.
Með Didda frænda er fallinn frá
góður drengur sem var minn velgjörð-
armaður og ég á mikið að þakka. Hann
var ljúfmenni sem ég tel að geti kvatt
þessa jarðvist sáttur við allt og alla.
Ég, Guðný og dætur sendum þér,
Hansína mín, börnunum og öllu ykkar
fólki okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Oddur Gunnarsson.
Ég var á barnsaldri
þegar ég heillaðist
fyrst af rödd Helgu
Bachmann. Hún barst
til mín úr útvarpinu í
framhaldsleikritinu
Halla og heiðarbýlið eftir Jón
Trausta. Ég sat sem límd við tækið
og fylgdist með harðri lífsbaráttu
ungra hjóna í litlu koti gagntekin af
hljómfegurð raddarinnar.
Ég var nýfermd þegar ég sá
Helgu fyrst á leiksviði. Það var í
Iðnó, í Kviksandi, þar sem hún lék
barnshafandi eiginkonu eiturlyfja-
sjúklings. Sýningin nísti unglings-
stúlku inn að hjartarótum. Mótleik-
ari Helgu, Steindór Hjörleifsson,
hlaut Silfurlampann fyrir leik sinn
en sjálf átti Helga eftir að hreppa
lampann fyrir glæsilega Heddu Ga-
bler nokkrum árum síðar. Og ekki
gleymi ég henni í Höllu konu Fjalla-
Eyvindar né Antigónu þegar ég sá í
fyrsta skipti grískan harmleik. Síðar
lágu leiðir okkar saman á sviði Þjóð-
leikhússins í öðrum grískum harm-
leik, Oresteiu, þar sem hún lék
drottninguna Klytemnestru en ég
var í hópi fúríanna og innhlaupari í
Kassöndru.
Loks kom að því að við ynnum
saman undir nýjum kringumstæð-
um. Ég hafði verið ráðin til þess að
skrifa leikrit um eiginkonu Hall-
gríms Péturssonar og setja upp í
kirkjunni sem við hann er kennd á
Kirkjulistahátíð vorið 1995. Leikritið
hlaut titilinn Heimur Guðríðar. Síð-
asta heimsókn Guðríðar Símonar-
dóttur í kirkju Hallgríms. Ég fékk
Helgu til að taka að sér hlutverk
Guðríðar sem gamallar konu. Æf-
ingatímabilið hófst með samlestri í
Hvalsneskirkju á fornum slóðum
Hallgríms og Guðríðar en síðan æfð-
um við í ýmsum kimum Hallgríms-
kirkju uns kom að því að flytja sýn-
inguna inn í sjálft kirkjuskipið.
Helga E. Jónsdóttir var Guðríður
yngri og Þröstur Leó Gunnarsson
Hallgrímur, Elín Edda Árnadóttir
sá um leikmuni og búninga en org-
anisti kirkjunnar Hörður Áskelsson
samdi og flutti tónlistina. Á frumsýn-
ingu var kirkjan fullsetin fólki sem
fylgdist með í andakt þegar inn-
gönguversið hljómaði og gömul kona
vafin skósíðu svörtu sjali gekk inn
langan kirkjuganginn, signdi sig fyr-
ir altarinu, staulaðist upp í kórinn,
settist þar á bekk og hóf upp djúpa
raust sína. Persónuleiki Helgu fyllti
Hallgrímskirkju. Áður en Kirkju-
listahátíð lauk kom ósk frá Vest-
mannaeyjum um að við sýndum leik-
ritið í heimabæ Guðríðar. Þangað
sigldum við með Herjólfi um haustið
og sýndum á allraheilagramessu í
svo troðfullri Landakirkju að Helga
varð að skáskjóta sér inn á milli
kirkjugesta. Sama var uppi á ten-
ingnum í Saurbæjarkirkju á Hval-
fjarðarströnd. Inngangurinn var
fylltur stólum og yngstu áhorfend-
urnir sátu á gólfinu við fætur leik-
aranna. Þannig hófust leikferðalög
sem áttu eftir að vara í fimm ár.
Helga fór þó aðeins með í fyrstu
ferðirnar því snemma árs 1996 tók
hún að æfa í leikriti Edwards Alby,
Þrjár konur stórar, undir stjórn lífs-
förunautar síns, Helga Skúlasonar.
Helga Bachmann
✝ Helga Bachmannfæddist í Reykja-
vík 24. júlí 1931. Hún
lést á hjúkrunarheim-
ilinu Skjóli 7. janúar
2011.
Útför Helgu fór
fram frá Dómkirkj-
unni 18. janúar 2011.
Þar lék hún sitt síð-
asta aðalhlutverk í síð-
asta verkefni þeirra
hjóna saman, en Helgi
lést um haustið. Það
var mikill missir fyrir
íslenskt leikhús en
mestur fyrir Helgu.
Við ævilok hennar er
ég full þakklætis fyrir
kynnin af stórbrotinni
leikkonu.
Blessuð veri minn-
ing Helgu Bachmann.
Steinunn
Jóhannesdóttir.
Snemma á sjöunda áratugnum,
ákvað Leikfélag Reykjavíkur að
taka til sýningar leikritið „Tíminn og
við“ eftir Priestley. Var það ekki að-
eins vegna þess hversu ágætt það
leikrit er, heldur líka vegna þess að
leikhópur félagsins á þeim árum var
mestmegnis ungt fólk og þetta leik-
rit Priestleys bauð uppá mjög góð
hlutverk fyrir hópinn. Mér þótti það
mikið happ að fá að vera með í leik-
riti þar sem mín uppáhaldsleikkona
var í aðalhlutverki. Og ég átti meira
að segja að fá að koma inn á sviðið í
lok fyrsta þáttar, þar sem Helga sat
ein og var að skrifa. Átti ég þá að
horfa á hana í einlægri aðdáun og
segja: „Kay, er andinn allt í einu
kominn yfir þig?“
Og Gísli Halldórsson sem var leik-
stjóri að verkinu, kallaði framan úr
sal: „Þessi sena liggur svo hárrétt að
hana þarf ekki að æfa meir.“ Við
Helga horfðum hvor á aðra og fórum
að skellihlæja, vitandi um það að við
þurftum ekkert að leika. Helga átti
tilbiðjandi aðdáun mína svo kristals-
tæra. Hún hafði eignast hana mörg-
um árum fyrr, þegar ég var heima-
gangur á heimili foreldra hennar á
Óðinsgötu 18. Var vinkona Hönnu,
yngri systur hennar í barnaskóla. Og
heimili þeirra systra var svo fullt af
hlýju og gestrisni við hávaðasama
krakkaorma. Það var óviðjafnanlegt
að koma þangað með Hönnu. Við
fleygðum af okkur skólatöskunum,
settumst við eldhúsborðið hjá Guð-
rúnu, bestu konu sem ég hef kynnst,
og hún gaf svöngum skólasystrum
eitthvað gott að borða, hún vissi sem
var að ég sem alin var upp hjá ein-
stæðum föður, sem sinnti mér og
bróður mínum á allan hátt vel, nema
færni hans í eldamennsku jafnaðist
ekkert á við matinn á Óðinsgötunni.
Og á þessu góða heimili fékk ég að
kynnast Helgu og fagna með henni
þegar Gunnar Hansen, danski leik-
stjórinn, hafði útvalið hana til að
leika aðalhlutverkið í „Systur Mar-
íu“.
Og Helga trúði okkur Hönnu fyrir
því hvað dýrmætt það hefði verið
fyrir sig þar sem hún eftir námið hjá
Lárusi Pálssyni hefði þreytt prófið
inn í Þjóðleikhússkólann en verið
felld þar. En Gunnar Hansen sá
hæfileika stúlkunnar, og þurfti ekki
að spyrja neina prófnefnd um getu
hennar. Enda hvernig áttu þau að
vita að stúlkan sem þau kusu að fella
yrði seinna ein af okkar stærstu
prímadonnum á íslensku leiksviði.
Elsku Helga, ég minnist eins
kvölds, við vorum að sminka okkur í
litla búningsklefanum í Iðnó og þú
sagðir að mamma þín hefði verið að
spyrja um mig, hún hefði spurt:
Hvernig er það með hana Gunnu
mína, borðar hún alltaf jafn mikið?“
Guð blessi minningu þína, kæra
Helga, og gefi börnum þínum hugg-
un í harmi.
Guðrún Ásmundsdóttir.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en
3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu
birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15
línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er
um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin
fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini,
maka og börn.
Minningargreinar
Elsku Hrabba mín.
Ég sit hérna ein inni í
herbergi og er að reyna að koma
orðum á blað. Uppáhalds fullorðna
frænkan mín bara farin. Bara ekki
til lengur. Ótrúlegt hvað er lagt á
gott fólk eins og þig.
Barátta þín var nú ekki löng en þú
sýndir það allan tímann hversu sterk
þú ert. Þegar við vissum að hverju
stefndi varst það þú sem þerraðir
okkar tár og huggaðir okkur.
Mikið ofsalega sé ég eftir þér. Það
verður tómlegt að koma í Logafold-
ina. Þið mamma voruð svo nánar.
Áttuð okkur Hildi um svipað leyti,
eða með 3ja ára millibili og fannst
mér ég alltaf nánust þér og Hirti af
systkinum hennar mömmu. Eins og
svo oft er sagt, enginn veit hvað átt
hefur fyrr en misst hefur.
Elsku engillinn minn, hvíldu í
friði. Við sjáumst aftur einn daginn
þarna uppi. Bið að heilsa ömmu
Hullu, Hirti og Braga. Sakna þín
alltaf og lofa að passa alla fyrir þig.
Elsku Öddi, Hildur, Anna Gréta,
Gunnar Haukur og allir hinir í fjöl-
skyldunni, ég votta ykkur mína
dýpstu samúð. Megi Guð vera með
ykkur á þessum erfiðu tímum.
Þín systurdóttir
Kamilla Rún.
Hrafnhildur
Gunnarsdóttir
✝ HrafnhildurGunnarsdóttir,
ávallt kölluð Hrabba,
fæddist í Reykjavík
26. nóvember 1955.
Hún lést á líknardeild
Landspítalans í Kópa-
vogi 28. desember
2010.
Hrafnhildur var
jarðsungin frá Graf-
arvogskirkju 6. jan-
úar 2011.
Föðursystir mín
Hrafnhildur er látin
eftir hetjulega bar-
áttu við krabbameinið
eins og bræður henn-
ar, pabbi sem lést fyr-
ir þremur árum og
Bragi sem lést fyrir
fjórum árum. Það er
sárt að kveðja, nú
þriðja systkinið úr
átta systkina hópi.
Þegar ég kvaddi
Hröbbu frænku mína
varð mér hugsað fyrst
12 ár aftur í tímann.
Við hittumst í kynnisferð um Mjólk-
ursamsöluna, bæði að byrja okkar
fyrsta vinnudag í söludeild, bæði
jafn hissa því við vissum hvorugt af
hinu. Betri samstarfsmann er vart
hægt að hugsa sér. Hrabba var
þeim eiginleikum gædd að vera ein-
staklega fljót að tileinka sér nýja
hluti eins og að keyra á flókið sölu-
kerfi. Til hennar leitaði ég oft þegar
þurfti að gera leiðréttingar. Fljót-
lega var Hrabba farin að leysa
Laufeyju Magg af í sumarfríum í
ábyrgðarmiklu starfi sem snerist
um innkaup á ferskvöru frá mjólk-
urbúum. Hrabba leysti verk sín vel
af hendi, fljótt, örugglega. Nú hefur
Hildur Ýr verið fastráðin á söludeild
MS, hún tekur við kyndli móður
sinnar, gerir að sínum. Það gleður
mig, ég mun styðja hana eftir bestu
getu.
Það voru forréttindi að starfa
með Hröbbu og eiga að vini. Hún
var sanngjörn, vinnusöm, fórnfús,
alltaf til staðar. Hún töfraði fram á
mettíma þvílík veisluborð, lá ekki á
liði sínu við veisluhöld stórfjölskyld-
unnar eða við flutninga. Minnis-
stæður er veturinn sem ég var í 9.
bekk. Ég passaði Önnu Grétu og
Gunnar Hauk, Hrabba var þá ein-
stæð móðir, vinnandi oft á nóttunni
sem sjúkraliði. Ég leit á hana sem
hálfgerða ofurkonu. Að morgni
keyrðu þau mig í skólann. Það lædd-
ist að mér hvenær hún hefði eig-
inlega tíma til að sofa. Hún svaraði
gjarnan aðspurð, ég legg mig ein-
hvern tímann á eftir.
Hrabba var ósérhlífin og lét aðra
ganga fyrir. Hún hafði mjög gaman
af að ferðast innanlands og utan,
þau Örn komu sér upp flottum
útilegugræjum, fellihýsi, síðar hjól-
hýsi, og notuðu mikið. Þegar dró
nær helgi, var Hrabba með allt
klárt, það átti að „leggja í hann“
strax eftir vinnu á föstudegi.
Nú er ofarlega í huga og mun
seint líða úr minni, ferð þar sem fjöl-
skylda pabba heitins hélt til Kína
um páskana 2008. Hrabba var ein-
stök við okkur Pálínu, hún sá það já-
kvæða við okkur, var hvetjandi,
þannig var hún. Í fyrrasumar tóku
Hrabba, Örn og Svana á móti okkur
og mömmu með veglegri matar-
veislu á Flúðum og sameiginleg af-
mælisveisla systranna rétt fyrir jól-
in var yndisleg stund þó að ég hafi
því miður verið fjarri.
Börnin og barnabörnin voru ljós
Hröbbu, líf og yndi, enda hélt hún
vel utan um hópinn sinn.
Hafðu hjartans þökk fyrir allt,
elsku Hrabba.
Ég kveð þig, hugann heillar
minning blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Elsku Örn, Hildur Ýr, Anna
Gréta, Gunnar Haukur, Margrét
Arna, tengdabörn, barnabörn,
tengdafjölskylda. Elsku Svana,
Gunni, Kristján, Þröstur, Jói og föð-
urfjölskyldan öll. Við Pálína og
börnin færum ykkur dýpstu samúð-
arkveðjur. Biðjum Guð að vaka yfir
velferð ykkar. Minningin um ein-
staka konu lifir.
Ríkharður Gunnar Hjartarson.