Morgunblaðið - 19.01.2011, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2011
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Þegar BjörkGuðmunds-dóttir kom
út af fundi með Jó-
hönnu Sigurð-
ardóttur og Stein-
grími J. Sigfússyni
í fyrradag, þar sem rædd hafði
verið andstaða Bjarkar og
fimmtíu þúsund annarra Ís-
lendinga við Magma-mál rík-
isstjórnarinnar, sagði hún að
vandamálið virtist vera „kerf-
ið“. Formenn stjórnarflokk-
anna höfðu sagst hafa fullan
vilja til að taka tillit til sjón-
armiða Bjarkar og félaga, en
skilaboðin voru þau að „kerf-
ið“ þvældist fyrir.
Sama kvöld var fulltrúi rík-
isstjórnarflokkanna, Magnús
Orri Schram, mættur í sjón-
varpið til að ræða umdeilda
einkavæðingu á fyrirtækjum í
eigu Landsbankans, svokallað
Vestia-mál. Magnús Orri tal-
aði með sama hætti og þau Jó-
hanna og Steingrímur hafa
gert við Björk, það er kerfið
sem kemur í veg fyrir að rík-
isstjórnin nái fram vilja sínum.
Nú vill svo til að ríkis-
stjórnin hefur setið í rétt tæp
tvö ár og hefur því haft alla
möguleika til að hrinda stefnu
sinni í framkvæmd í þessum
málum og öðrum. Steingrímur
J. Sigfússon hafði Magma-
málið sjálfur til sérstakrar
skoðunar lengst af þessum
tíma en ákvað að gera ekkert.
Þó að Jóhanna og Steingrímur
telji við hæfi að halda því að
fólki að þau tvö séu enn í
stjórnarandstöðu og enn að
berjast við eitthvert voðalegt
„kerfi“, þá hefur
það ekkert með
raunveruleikann
að gera. Jóhanna
og Steingrímur
hafa sjálf búið til
það kerfi sem þau
og aðrir stjórnarliðar reyna
nú að kenna um vanmátt sinn.
Ef vilji hefði raunverulega
verið fyrir hendi hefði Stein-
grímur ekki sest á Magma-
málið heldur komið því í þann
farveg sem ríkisstjórnin seg-
ist vilja.
Sama máli gegnir um ráð-
stafanir bankanna, ekki síst
Landsbankans sem er í eigu
ríkisins. Ríkisstjórnin hefur
haft alla möguleika á að koma
hlutunum þannig fyrir að eðli-
lega væri að málum staðið í
bönkunum. Þess í stað lætur
hún viðgangast að pukur og
leynimakk haldi áfram og að í
skjóli þess fái gerendurnir í
útrásinni áfram fyrirgreiðslu
langt umfram aðra lands-
menn. Ríkisstjórnin gerir
engar athugasemdir við það
að yfirlýst stefna eða verk-
lagsreglur séu sniðgengnar og
eina ályktunin sem hægt er að
draga af því er að aldrei hafi
verið ætlunin að fylgja þeim
orðum eftir. Þau hafi aðeins
verið sett fram til að slá ryki í
augu almennings. Viðbrögð
forystumanna og talsmanna
ríkisstjórnarinnar nú sýna að
ekkert hefur breyst. Ein-
hverju ósýnilegu kerfi er
kennt um það sem aflaga fer.
Eftir því sem árin líða verður
sá umkenningarleikur æ
brjóstumkennanlegri.
Eftir tveggja ára
stjórnarsetu reyna
þau enn að kenna
öðrum um }
„Kerfinu“ að kenna
Óskiljanlegt erað Alþingi
hafi ekki þegar af-
greitt Icesave-
málið frá sér. Sam-
þykkt þess væri
mikil ögrun við þjóðina eftir af-
gerandi niðurstöðu í mjög svo
marktækri þjóðaratkvæða-
greiðslu. Forsendur málsins
hafa ekki breyst þótt reynt sé
að gera sem mest úr því að af-
arkostir í vöxtum hafi verið
lagfærðir nokkuð. En eins og
bent hefur verið á þá er Ice-
save ekki reikningsdæmi held-
ur spurning um hvað sé rétt og
hvað sé rangt. Þjóðin hefur
svarað þeirri spurningu fyrir
sitt leyti. Á það hefur líka verið
bent að íslenska ríkið hefur
umfram allar skyldur bætt
stöðu Breta og Hollendinga um
hundruð milljarða með því að
neyðarlög sem Alþingi setti
tryggði þeim forgang í þrotabú
Landsbankans. Ef á því yrði
tekin ríkisábyrgð
og neyðarlögin því
næst dæmd ógild
væri þjóðin komin
á vonarvöl. Við þá
áhættu vill ríkis-
stjórnin að bætt verði áhættu
sem reiknimeistarar hennar
meta frá 20 upp í 200 milljarða
króna til viðbótar þeim hundr-
uðum milljarða sem áður voru
nefndir. Þótt horft sé framhjá
áhættunni af neyðarlögunum,
þá er þessi áhætta ein stór-
brotin. Hún myndi þýða að
tekjuskattur 30 þúsund Íslend-
inga í tíu ár færi allur í ólög-
bærar greiðslur. Og þetta er
bara spurningin um rétt og
rangt. Íslendingar bera ekki
sem þjóð ábyrgð á hugsanlegu
tjóni kröfuþjóðanna. Breytir
þar engu þótt RÚV sé svo
óskammfeilið að tala jafnan um
Icesave-skuldirnar, sem meira
að segja Steingrímur og Jó-
hanna gera naumast.
Icesave-málið snýst
um réttlæti ekki
reiknistokka}
Er Alþingi á villigötum?
Þ
egar þessi pistill er skrifaður hefur
undirrituð varið um það bil 11
klukkustundum sitjandi fyrir
framan skjá. Mér tókst vissulega
að byrja daginn á því að hlaupa
örfáa kílómetra en eftir það tók við nánast
sleitulaus seta. Fyrst fyrir framan borðtölvuna
í vinnunni, svo við sjónvarpið, með fartölvuna í
kjöltunni. Það er merkilegt hvað hægt er að að-
hafast mikið þrátt fyrir að sitja grafkyrr.
Til dæmis kemur fyrir að ég sé að horfa á
sjónvarpsfréttirnar með öðru auganu á meðan
ég leita að Youtube-myndbandi með hinu,
spjalla við þrjá vini á Gtalk, les tvær greinar og
skrifa pistil allt á sama tíma. Rannsókn sem
gerð var við Kaliforníuháskóla fyrir ekki svo
löngu þótti sýna að á þremur áratugum hefði
upplýsingaflæðið sem streymir um augu okkar
og eyru aukist um 350% þannig að meðalmaðurinn tekur
við upplýsingum í 12 klukkustundir á dag.
Ég er sem sagt þrátt fyrir allt undir meðaltalinu þegar
þessi pistill er skrifaður. Ýmislegt hefur verið spáð og
spekúlerað um áhrif þessarar þróunar í „neyslu“ upplýs-
inga og ekki eru allir á sama máli um hvort áhrifin séu góð,
slæm eða bæði. Það er óumdeilanlegt að öll kyrrsetan sem
gjarnan fylgir þessari menningu er slæm fyrir okkur, en
þegar kemur að heilastarfsemi og andlegu atgervi flækist
málið. Því er gjarnan fleygt að virkni heilans sé minni yfir
sjónvarpsglápi en þegar maður liggur í fastasvefni og
kannski er það rétt, alltént finnst mér hugurinn oft vera á
meira iði þegar hann ætti að vera að hvílast
uppi í rúmi heldur en þegar ég fjara út við
sjónvarpið. Við tölvuskjáinn er heilinn hins-
vegar á yfirsnúningi því flestir hafa tileinkað
sér þá netnotkun að skipta stöðugt á milli
glugga og greina á örfáum sekúndum hvort
tenglar vísi á áhugavert efni eða ekki. Að lík-
indum veldur þetta því að heilinn í okkur
breytist bæði til hins verra og hins betra. Ef ég
fer þá óvísindalegu leið að dæma út frá sjálfri
mér þá virðist mér sem athyglisgáfan skerpist,
á sama tíma og athyglisúthaldið veikist, þ.e.a.s.
ég held skemur út. Ef myndskeið er ekki byrj-
að að vera skemmtilegt eftir 5 sekúndur loka
ég glugganum og nenni ekki að eyða tíma mín-
um í það. Blogg og önnur netskrif skanna ég
yfir í flýti og ef ekkert grípur athyglina sný ég
mér að öðru. Þetta þarf samt ekki endilega að
vera slæmt, því þrátt fyrir að talsvert hafi t.d. dregið úr
bóklestri hefur meðalmaðurinn aldrei lesið jafnmikið og í
dag ef lestur á netinu er tekinn saman.
Þess vegna tek ég öllum þessum upplýsingar á öllum
þessum skjáum fyrst og fremst fagnandi, nema þá helst
þegar ég sé litla krakka sem hanga til skiptis fyrir framan
tölvuna og sjónvarpið í frítíma sínum (alveg eins og ég) og
eru að auki látin horfa á dvd-mynd aftan á sætisbakinu í
bílnum. Getur þeim lærst að hafa ofan af fyrir sjálfum sér
þegar þau búa við stöðugt framboð á afþreyingu? Það er
það eina sem ég hef áhyggjur af. Fyrir utan að fá legusár
af allri kyrrsetunni. una@mbl.is
Una Sig-
hvatsdóttir
Pistill
Lífið við skjáinn
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
K
röfu Ramma hf. á Siglu-
firði um að viðurkennt
verði að sjávarútvegs-
ráðherra hafi verið
óheimilt að ákveða
ekki heildarafla sem veiða má af út-
hafsrækju á fiskveiðiárinu var í gær
vísað frá dómi. Karl Axelsson hrl.,
lögmaður Ramma, segir að
úrskurðurinn verði kærður til
Hæstaréttar. Guðrún M. Árnadóttir
hrl. var lögmaður ríkisins í málinu.
Úrskurður um lögfræði
Karl Axelsson segir að niður-
staðan snúist um réttarfarsatriði og
hvort hægt sé að koma kröfunni að á
þessum tímapunkti. Héraðsdómur
hafi sagt nei og vísað málinu frá. Úr-
skurðurinn snúist ekki um efni máls-
ins heldur lögfræði og hann verði
kærður til Hæstaréttar. Málið sé
byggt á lögum um stjórn fiskveiða.
„Við vildum knýja á um að ráð-
herra tæki ákvörðun um kvótasetn-
ingu í úthafsrækju í samræmi við til-
lögur Hafrannsóknastofnunar um sjö
þúsund tonna hámarksafla,“ segir
Karl. „Það gerði hann ekki, heldur
gaf veiðarnar frjálsar. Er líður á fisk-
veiðiárið er líklegt að hann verði að
grípa inn í fari veiðar fram úr mörk-
um þess sem vísindamenn lögðu til.
Þar með væri hann að klippa á veiði-
heimildir sem menn eiga í stofninum.
Svo er spurning hvort hægt er að láta
reyna á lögmætið núna eða hvort það
verður að gera að fiskveiðiárinu
loknu. Það er slæm niðurstaða ef
ekki er hægt að fá ákvarðanir stjórn-
valda prófaðar efnislega fyrir dómi.“
Kröfugerð um almenna
viðurkenningu
Í niðurstöðu Sigríðar Ingvars-
dóttur, dómara við Héraðsdóm
Reykjavíkur, segir að til þess að
viðurkenningarkrafa stefnanda verði
talin uppfylla skilyrði réttarfarslaga
fyrir því að unnt sé að fá úrlausn
dómstóla um hana verði stefnandi að
sýna fram á að hann hafi lögvarða
hagsmuni af því að leyst verði úr
kröfunni með dómi í málinu. Kröfu-
gerðin fjalli ekki um rétt stefnanda í
ákveðnu tilviki heldur felist í henni
krafa um að almennt verði viður-
kennt að ráðherranum hafi verið
óheimilt að ákveða ekki með reglu-
gerð heildarafla sem veiða megi af
úthafsrækju á fiskveiðiárinu. Megin-
reglan, sem gildi við skilgreiningu á
því hvenær málsaðili teljist hafa lög-
varða hagsmuni af því að leyst verði
úr kröfu með dómi, sé sú að dóm-
stólar geti ekki kveðið upp dóma þar
sem niðurstaðan verði aðeins sú að
eitthvað sé almennt ólögmætt.
Í viðurkenningarkröfu stefnanda
felist krafa um að dómurinn láti í ljós
álit á því lögfræðilega ágreiningsefni
hvort ráðherranum hafi verið óheim-
ilt að ákveða ekki heildarafla í úthafs-
rækju, án þess að leyst verði úr því
hver réttarstaða stefnanda sé í því
samhengi sem hér um ræði og án
þess að kveðið verði á um réttindi
hans og hagsmuni sem hann hafi lýst
að hann hafi af því að veiðar á úthafs-
rækju verði takmarkaðar á fisk-
veiðiárinu. Slík kröfugerð sé ekki
tæk og fullnægi ekki því skilyrði að
stefnandi hafi lögvarða hagsmuni af
úrlausn um kröfuna.
Þar með séu ekki uppfyllt skilyrði
laga um meðferð einkamála til að við-
urkenningarkrafa stefnanda njóti
dómstólaverndar.
Umtalsverðar fjárfestingar
Í kæru Ramma kemur fram að
fyrirtækið og fleiri aðilar hafi lagt í
umtalsverðar fjárfestingar vegna
kaupa á aflahlutdeild í úthafsrækju
frá því að henni var fyrst úthlutað í
tegundinni 1988, auk fjárfestinga í
skipum og tækjum. Rammi hafi frá
1990 til 2000 aukið aflahlutdeild sína í
úthafsrækju og áætluð framreiknuð
verðmæti þessara viðskipta nemi
rúmlega 3,3 milljörðum króna.
Úrskurður um rækju
kærður til Hæstaréttar
„Staðan er sú að tilteknir aðilar
vefengja rétt ráðherra til þess
að grípa til aðgerða varðandi
rækjuna eins og gert var. Þá er
vafalaust farsælast að úr því
verði skorið fyrir dómstólum.
Þessi málarekstur snýr óbeint
að eignarrétti og ráðstöfun á
sameiginlegri auðlind þjóð-
arinnar,“ sagði Jón Bjarnason,
sjávarútvegs- og landbúnaðar-
ráðherra, í skriflegu svari við
fyrirspurn um viðbrögð hans við
úrskurði héraðsdóms.
Karl Axelsson hrl., lögmaður
Ramma hf., sagði á vef LÍÚ um
kæruna til Hæstaréttar að mál-
ið snerist um að láta reyna efn-
islega á ákvörðun ráðherrans.
Farsælast að
fá niðurstöðu
SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA
Jón Bjarnason, ráðherra
Rækja Rammi hefur fjárfest í aflaheimildum í rækju á liðnum árum, en
veiðar á úthafsrækju voru gefnar frjálsar í upphafi þessa fiskveiðiárs.