Morgunblaðið - 19.01.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2011
Ekki er vafi á að listakonanBjörk er heil og heiðarleg í
andófi sínu gagnvart kaupum
Magma Energy á HS Orku. Hún af-
henti undirskriftir 45 þúsund kosn-
ingabærra Íslendinga sem styðja
sjónarmið hennar.
En hvað umþá sem
tóku á móti öll-
um þessum und-
irskriftum,
Jóhönnu og
Steingrím?
Áður en hið erlenda fyrirtækikeypti orkuhlutinn umdeilda
hafði Steingrímur fjármálaráð-
herra haft málið á sinni hendi í 9
mánuði með beinum fyrirmælum
frá öðrum stjórnarþingflokknum
um að tryggja að slík sala færi alls
ekki fram. Þingmenn VG uggðu
ekki að sér. Á þeim tíma treystu
þeir enn Steingrími. Hann hreyfði
hins vegar hvorki legg né lið.
Þegar kaupin spurðust varð alltvitlaust í stjórnarliðinu.
Jóhanna hóf þá að skipa nefndirum málið. Það tók langan tíma.
Þær skiluðu ýmsum álitum sem
ekkert gagn hafa gert.
En í fyrradag sungu skötuhjúin„bí, bí og blaka“ með Björk.
Ríkisstjórnin er sammála þérsögðu þau, en „kerfið“ er á
móti.
Greiðslukerfið? Lótuskerfið?Briddskerfið?
Varalesari á Lækjartorgi segirreyndar að Steingrímur J. hafi
í raun sungið: Málið er löngu fyrir
bí, bí og svo blakað eyrunum.
Steingrímur J. og
Jóhanna Sig.
Bí, bí og blaka
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 18.1., kl. 18.00
Reykjavík 1 snjókoma
Bolungarvík -1 skýjað
Akureyri -7 skýjað
Egilsstaðir -6 heiðskírt
Kirkjubæjarkl. -2 alskýjað
Nuuk -6 léttskýjað
Þórshöfn 5 léttskýjað
Ósló -3 léttskýjað
Kaupmannahöfn 3 skýjað
Stokkhólmur 2 skýjað
Helsinki 1 skúrir
Lúxemborg 7 skýjað
Brussel 5 skýjað
Dublin 5 léttskýjað
Glasgow 5 skýjað
London 7 léttskýjað
París 7 skýjað
Amsterdam 5 skýjað
Hamborg 5 skýjað
Berlín 5 skýjað
Vín 7 skýjað
Moskva -16 léttskýjað
Algarve 16 heiðskírt
Madríd 11 heiðskírt
Barcelona 12 léttskýjað
Mallorca 12 skýjað
Róm 11 léttskýjað
Aþena 11 heiðskírt
Winnipeg -30 upplýsingar bárust ek
Montreal -3 snjókoma
New York 0 skúrir
Chicago 0 snjókoma
Orlando 18 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
19. janúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 10:46 16:32
ÍSAFJÖRÐUR 11:15 16:13
SIGLUFJÖRÐUR 10:59 15:55
DJÚPIVOGUR 10:21 15:55
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Mig langaði að hafa allt á sama
stað, til að einfalda heimilislífið og
reksturinn,“ segir Pétur Braga-
son, verkfræðingur sem flutt hef-
ur verkfræðistofu sína, Verkmátt,
í Garðinn, sinn gamla heimabæ.
Um leið flutti fjölskyldan sig
þangað.
Verkfræðistofan var í Keflavík
en Pétur bjó sjálfur í Grindavík. Í
Garði bauðst honum gott skrif-
stofuhúsnæði sem faðir hans á en
staðið hafði autt. Það var helsta
kveikjan að breytingunum. „Það
er gaman að sækja aftur í ræt-
urnar. Í þessu húsi smíðaði ég
kassabíl og dúfnakofa þegar ég
var strákur. Það fylgir því góð til-
finning að fara heim með vinnuna
og fjölskylduna,“ segir Pétur.
Ekki skemmir það fyrir að styttra
er að fara til að sinna aðaláhuga-
málinu, hestamennskunni.
Jákvætt umhverfi
Starfseminni var tekið fagnaði í
Garðinum. Bæjarstjórnin hefur
heimsótt vinnustaðinn og bæjar-
stjórinn lítur oft inn og fleiri
bæjarbúar. „Þetta er jákvætt um-
hverfi fyrir lítið fyrirtæki. Ég finn
að nú er ég á heimavelli,“ segir
Pétur og bætir því við að gott sé
að ýta undir jákvæðnina. „Það er
allt of mikill drungi yfir og þörf á
jákvæðu viðhorfi,“ segir Pétur.
Fyrirtækið er aðeins þriggja
ára gamalt. Starfsemin jókst mjög
á árunum 2009 og 2010. Verkmátt-
ur annaðist verkefnisstjórn við
tvær af stærstu framkvæmdum á
Suðurnesjum síðustu ára, bygg-
ingu Hópsskóla í Grindavík og
stækkun Gerðaskóla í Garði. Þá
vann það að byggingu hausa-
þurrkunar á Reykjanesi.
Fjórir starfsmenn eru hjá Verk-
mætti, verkfræðingar og tækni-
fræðingar. Allir hafa unnið sem
iðnaðarmenn og þrír þeirra eru
iðnmeistarar að auki.
Vinnum það skemmtilegasta
„Við höfum fundið fyrir krepp-
unni eins og aðrir. Ekki sést langt
fram í tímann en verkefnin hafa
verið að koma og ég tel að við
verðum á svipuðu róli í ár og á
síðasta ári. Við höfum verið að
endurskipuleggja reksturinn og
það hjálpar okkur.
Við viljum einbeita okkur að því
sem okkur finnst skemmtilegast,“
segir Pétur. Sjálfur hefur hann
mesta ánægju af því að hanna hús,
reikna út tilboð og stýra verkum.
Kominn á heimavöll
Verkfræðistofan Verkmáttur flutt í Garðinn „Það fylgir því góð tilfinning
að fara heim með vinnuna og fjölskylduna,“ segir Pétur Bragason
Ljósmynd/Víkurfréttir
Verkmáttur Starfsmennirnir á nýja staðnum, Guðmundur Ó. Unnarsson,
Guðni Sigurbjörn Sigurðsson, Þórhallur Garðarsson og Pétur Bragason.
Þrjár kynslóðir
» Afi Péturs, Þorvaldur Hall-
dórsson, stofnaði útgerð
Gunnars Hámundarsonar í
Garðinum 1916.
» Faðir Péturs, Bragi Guð-
mundsson, stofnaði bygging-
arfélag í Garðinum 1977.
» Pétur Bragason hefur nú
flutt verkfræðistofu sína þang-
að.
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Enn er hægt að kaupa miða á vef Handknatt-
leikssambands Svíþjóðar (handball2011.com) á
leiki í milliriðlum, undanúrslitum og leikina um
1. og 3. sæti í heimsmeistarakeppninni í hand-
bolta, en gera má ráð fyrir að þeir seljist upp
þegar nær dregur og ljóst er hvaða lið berjast
um efstu sætin.
Icelandair er með þrjá mismunandi pakka í
boði, þar sem innifalið er flug, flugvallarskattar
og aðgöngumiðar á einstaka leiki íslenska lands-
liðsins. Í fyrsta lagi flug og miða á fimm leiki í
riðlakeppninni og milliriðli. Í öðru lagi flug til
Stokkhólms og miða á þrjá leiki í milliriðli. Í
þriðja lagi flug til Kaupmannahafnar og miðar á
leiki í undanúrslitum og úrslitum.
Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Ice-
landair, segir að reynslan frá undanförnum mót-
um sýni að áhugi almennings á Íslandi á því að
mæta á keppnisstað kvikni skyndilega, þegar vel
gangi hjá íslenska landsliðinu, og Icelandair sé í
viðbragðsstöðu. Fyrir ári hafi til dæmis margir
viljað fara á undanúrslitaleik Íslands og úrslita-
leikina en ekki hafi verið hægt að fá nógu marga
miða á leikina með svo stuttum fyrirvara og því
margir setið sárir eftir heima.
Enn til miðar á HM í Svíþjóð
Ljósmynd/Hilmar Þór Guðmundsson
Gaman Íslenskir áhorfendur á HM í Svíþjóð.