Morgunblaðið - 19.01.2011, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.01.2011, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2011 Útlit fyrir hærra matarverð  Kornrækt heimsins þarf að jafna metið frá árinu 2008  Annars mun lág birgðastaða leiða til verðhækkunar, að mati norsks sérfræðings  Telur landbúnað þurfa að laga sig að nýjum veruleika Baldur Arnarson baldura@mbl.is Heimsframleiðslan á korni þarf að ná 2.300 milljónum tonna í ár til að tryggja að ekki gangi á birgðastöð- una. Að öðrum kosti eru helmings- líkur á hækkandi matarverði í ár. Þetta er mat fræðimannsins Christian Anton Smedshaug, höf- undar bókarinnar „Feeding the world in the 21st century“, en hann hélt erindi um stöðuna í matvæla- framleiðslu heimsins á vegum Bændasamtaka Íslands í gær. Máli sínu til stuðnings bendir Smedshaug á að árið 2008 hafi birgðastaðan af korni numið 521 milljón tonna, 557 millj. tonnum árið 2009 og 524 millj. tonna árið 2010. Til samanburðar hafi neyslan árið 2008 verið 2.181 millj. tonna og stefni í að verða 2.300 millj. tonna í ár. Birgða- staðan hafi með öðrum orðum staðið í stað en neyslan aukist um ríflega 5%, ef fram haldi sem horfi, á tíma- bilinu. Því geti uppskerubrestur sett strik í heimsframboðið eins og dæmi eru um og komið í veg fyrir að takast muni að framleiða 2286 millj. tonn eins og metárið 2008. Ákvæði um birgðir afnumin Inntur eftir því hvers vegna birgðastaðan sé svo viðkvæm fyrir sveiflum fullyrðir Smedshaug að í kjölfar fríverslunarviðræðna á tí- unda áratugnum hafi hægrimenn fengið því framgengt að reglugerðir um lágmarksbirgðastöðu voru felld- ar úr gildi, með þeim rökum að eftir- spurnin væri besti vegvísirinn á framleiðsluþörfina og þ.a.l. á þær birgðir sem þyrfti hverju sinni. Reynslan sé ekki góð og kominn tími til að stækka birgðageymslur. Fram kom í máli Smedshaug á Hótel Sögu í gær að hann liti svo á að þróun í átt til sífellt stærri rekstrar- eininga í landbúnaði væri hvorki í þágu jöfnuðar eða fæðuöryggis. En hvers vegna? „Á tímum víkinganna einkennd- ist landbúnaðarframleiðsla af smáum einingum, staða sem snerist við á miðöldum. Á 18., 19. og 20. öld varð þróunin í hina áttina, í átt til smærri bújarða.“ Önnur kúvending Hann segir þróunina síðan hafa farið í heilan hring. „Á þessari öld er stefnan enn og aftur í hina áttina. Við horfum fram á sífellt stærri rekstrareiningar. Í Danmörku, svo dæmi sé tekið, eru ekki neinar kvaðir á stærð bújarða. Einn maður gæti þess vegna átt allt ræktarland. Afleiðingin er sú að mjög fáir og skuldsettir aðilar fara með yfirráð í dönskum landbúnaði. Skuldirnar nema nú 250 milljörðum danskra kr. og því getur landbún- aður orðið þungur baggi á hagkerf- inu, ef illa fer. Ef hlutfall smærri ein- inga væri hærra í dönskum landbúnaði þýddi það að gjaldþrot einstakra aðila hefðu minni áhrif. Nýir aðilar kæmu í þeirra stað. Þá eru risastórar einingar viðkvæmari fyrir sýkingum en stórar,“ segir Smedshaug og svarar því aðspurður til að hann sé andvígur áherslu Evr- ópusambandsins á stórar einingar. Hann segir reynslu sænskra bænda af inngöngu í ESB ekki hafa staðist væntingar. „Svíar [sem gengu í ESB 1995] mátu stöðuna þannig við inngöngu í sambandið að þeir gætu sótt fram á þeim grundvelli að hafa hreinustu landbúnaðarafurðir álfunnar. Ár- angurinn varð hins vegar rýr. Síðan hefur hlutur landbúnaðar í Svíþjóð hægt og bítandi farið minnkandi.“ Framleiðslan breytist Talið berst aftur að þeirri áskorun sem mannkynið stendur frammi fyrir, að þurfa að brauðfæða þremur milljörðum fleiri munna á næstu fjórum áratugum, að því er áætlað er, á sama tímabili og hratt mun ganga á olíubirgðir í jörðu. Smedshaug hugsar sig um og segir svo að mannkynið geti fram- leitt nógan mat. Hins vegar þurfi að laga framleiðsluaðferðirnar að nýj- um veruleika og bændur að gerast sjálfbærari um orkuöflun, þ.e. koma að framleiðslu lífeldsneytis til að knýja landbúnaðartækin. Sú sjálf- bærni þurfi að verða að veruleika fyrir 2030. Þá muni aukin eftirspurn eftir áburði og tilheyrandi verðhækkun hafa ruðningsáhrif sem komi harðast niður á fátækum ríkjum. Reuters Við hlóðirnar Verðbólga rýrir nú kaupgetu Indverja. Sama þróun hefur kynnt undir ólgu í N-Afríku nýverið, m.a. í Túnis. Smedshaug segir tvíhliða samninga, á borð við hrísgrjónasamning Fillipseyja við Taíland, ýta verðinu upp. 10 km ALDARAFMÆLI FYRSTU LENDINGARINNAR Á SJÓ Heimildir: Vefsíðan www.history.navy.mil, stofnun bandaríska sjóhersins, U.S. Naval Institute Í gær, 18. janúar, var öld liðin frá því flugkappinn Eugene Ely lenti tvíþekju á stuttri lendingarbraut á skipi bandaríska sjóhersins, USS Pennsylvania. Lendingin markar upphaf flughernaðar á sjó á 20. öldinni. Stór flugmóðurskip komu síðar. Grafík: Brice Hall/RNGS Lendingin 14. nóvember 1910 Flugmanninum Eugene Ely tekst fyrstummanna að taka á loft frá skipi 18. janúar 1911 Ely lendir flugvél á þilfari skips og brýtur þannig blað í flugsögunni 8. maí 1911 Bandaríski sjóherinn kaupir fyrstu flugvélina og með því hefst flug- hernaður á sjó vestanhafs Eugene B. Ely 19. október 1911 Ely lætur lífið þegar flugvél sem hann stýrir brotlendir í Macon í Georgíu Bandaríkin San Francisco SAN FRANCISCO San Francisco- flói Veðhlaupa- hringur í Tanforan Hemlunarbúnaður var gerður úr vírum sem vélin krækti í þegar hún kom til lendingar en vírarnir voru tengdir sandpokum á skipum Lítil lendingarbraut er reist til bráðabirgða á stöplum fyrir ofan byssustæði á þilfarinu Útbreiddur strigi átti að koma í veg fyrir að flugvélin færi í sjóinn, ef hún færi út af brautinni Herskipið USS Pennsylvania Tvíþekjan var af gerðinni Curtiss Model D og var nefnd eftir Glenn Curtiss, einum af frumherjum flugsins, sem átti í samstarfi við bandaríska sjóherinn til að sýna að flugvélar gætu tekið á loft og lent á skipum á sjó Ely tekur á loft frá veðhlaupa- hring í Tanforan skömmu fyrir kl. 11.00 að staðartíma og tekur stefnuna að herskiptinu USS Pennsylvania í San Franciscoflóa 1 Uppstreymi Ely lendir í óvæntu upp- streymi er hann nálgast lendingarbrautina en bregst skjótt við og nær að rétta tvíþekjuna af 2 Lending Elys er vel heppnuð en hann tók á loft frá brautinni síðar um daginn 3 Smedshaug, sem er dr. í umhverf- isfræðum og starfsmaður bænda- samtakanna í Noregi, bendir á að Indverjar muni á næstu árum fara að flytja inn meira af landbún- aðarvörum en þeir flytji út. Á næstu áratugum sé því spáð að Indland fari fram úr Kína sem fjölmennasta ríki heims og því megi ekki mikið út af bregða í ind- verskum landbúnaði til að illa fari. Til að anna eftirspurn þurfi öll ríki heims að nýta svigrúm sitt til landbúnaðarframleiðslu. Annars fari eftirspurn fram úr framboði. Indland tifandi tímasprengja STÆRSTA LÝÐRÆÐISRÍKIÐ VIÐKVÆMT FYRIR SVEIFLUM Í pontu Christian Smedshaug Túnisborg. AFP. | Mohammed Ghannouchi, forsætisráðherra Tún- is, og Foued Mebazaa, sem gegnir embætti forseta til bráðabirgða, sögðu sig úr flokki sínum eftir mikil mótmæli gegn ráðherraskipan í nýrri bráðabirgðastjórn landsins. Leiðtogarnir halda stöðum sínum í bili en þeir voru flokksbræður Bens Alis, fráfarandi forseta, sem hrökkl- aðist úr embætti eftir 23 ár á valda- stóli, en nýju stjórninni er ætlað að lægja öldur og undirbúa kosningar. Þrír ráðherrar sem eiga rætur að rekja til helstu verkalýðshreyfingar- innar í Túnis sögðu sig hins vegar úr bráðabirgðastjórninni í gær, í mót- mælaskyni við að átta ráðherrar úr fyrri stjórn skyldu taka sæti í nýju stjórninni. Áður hafði verkalýðsfélag þeirra, UGTT, ákveðið á fundi að styðja ekki bráðabirgðastjórnina. Stutt ráðherraseta „Við segjum okkur úr stjórninni eftir að hafa ráðfært okkur við verkalýðsfélagið,“ sagði Houssine Dimassi, ráðherra atvinnumála í nýju stjórninni, innan við sólarhring eftir að Ghannouchi kynnti stjórn- ina. Með honum úr stjórninni fór Ab- deljelil Bedoui, ráðherra sem starf- aði á skrifstofu forsætisráðherrans, og Ben Gueddour, sem fara átti með samgöngumál fram að kosningum. Þá lét Mustapha Ben Jaafar af embætti heilbrigðisráðherra. Til frekari tíðinda dró í stjórnmálum landsins þegar stjórnarandstæðing- urinn Moncef Marzouki sneri úr ára- langri útlegð í París og lýsti því yfir að hann hygði á forsetaframboð. Hann gaf lítið fyrir nýju stjórnina, sem væri „yfirvarp“ fyrri valdhafa og gæfi falsvonir um breytingar. Stjórnin er ekki fulltrúi fólksins Ines Mawdud, 22 ára gamall nemi, mótmælti bráðabirgðastjórninni. „Ég er hræddur um að bylting- unni okkar verði stolið frá mér og þjóðinni. Fólk fer fram á aukið frelsi, þvert á það sem stjórnin stendur fyr- ir. Það eru þeir sem kúguðu þjóðina í 22 ár,“ sagði Mawdud og átti við gömlu ráðherrana í nýju stjórninni. Leiðtogar víkja úr flokki sínum  Forsætisráðherra og forseti láta undan Reuters Mótmælaalda Öryggisvörður og hópur mótmælenda í Túnisborg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.