Morgunblaðið - 19.01.2011, Blaðsíða 36
36 DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2011
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÞEIR
ERU AÐ
LÆRA
ÉG VAR AÐ VELTA
FYRIR MÉR HVAÐA SUÐ
ÞETTA VÆRI
HÉLT FYRST AÐ BLÓMIÐ
VÆRI EITTHVAÐ PIRRAÐ
ÚT Í MIG
ÞAÐ
ER ÖLL
VON
ÚTI!
EKKERT
VATN!
ENGINN
MATUR!
REYNDU
AÐ VERA
BJARTSÝNN,
ÁSTANDIÐ
GÆTI VERIÐ
VERRA
OG YFIR
ÞÚSUND
KÍLÓMETRAR Í
NÆSTA LAND
HVERNIG
GÆTI
ÁSTANDIÐ
VERIÐ
VERRA?!?
VIÐ GÆTUM VERIÐ
TVÖ ÞÚSUND KÍLÓMETRA
FRÁ NÆSTA LANDI
PETER?
ERT ÞETTA ÞÚ?
ÉG HEITI LOGAN, LÍKA
KALLAÐUR WOLVERINE
ÉG ER EKKI PETER, EN
HEPPNIN ER MEÐ ÞÉR Í KVÖLD
ALLAR
SAMAN
NÚ!
ÉG HELD AÐ ÞAÐ
SÉ EITTHVAÐ
AÐ HUNDINUM
MÍNUM
HVER
ERU
EIN-
KENNIN?
HANN
SPARKAR
STANSLAUST
ÚT Í LOFTIÐ
ÞAÐ ER
NÚ
VARLA
ALSLÆMT
ÞAÐ LÍTUR
ÚT FYRIR AÐ
MAGGA GUÐJÓNS
EIGI YFIR
400 VINI!
HVER ER
MAGGA
GUÐJÓNS?
STELPA SEM ÉG
KYNNTIST Í SUMARBÚÐUM
ÞEGAR ÉG VAR YNGRI. HÚN VAR
ALLS EKKI VINSÆL ÞÁ, EN NÚNA
Á HÚN TÍU SINNUM FLEIRI
VINI EN ÉG
ÞÁ VANDAR HÚN NÚ
VARLA VALIÐ
EN ÉG
GERI ÞAÐ EKKI
HELDUR!
Gömul húsgögn
Veit einhver um vand-
virkan mann/konu
sem gerir við gömul
húsgögn, t.d. kistu og
kommóðu?
Upplýsingar óskast
sendar á sigurda56-
@hotmail.com eða í
síma 862-2737.
Um rúgbrauðið
frá Ömmubakstri
Ég ætlaði að kvarta
yfir rúgbrauðssneið-
unum frá Ömmu-
bakstri, sem ég hef
eiginlega gefist upp á
að kaupa, því að bæði eru þær svo
klesstar saman í pakkanum og
molna svo niður í fuglamat, þegar
maður er að reyna að taka eina og
eina úr pakkanum, svo
að þær verða heldur
ókræsilegar til neyslu.
Mér finnst því alveg
ástæða til að vekja at-
hygli á þessu og kvarta
yfir þessu með von um
að fólkið hjá Ömmu-
bakstri taki þetta til
athugunar og geri bet-
ur en þetta því að
þetta getur ekki geng-
ið lengur. Fólk hættir
alveg að kaupa svona
vöru ef það lendir sí-
fellt í þessu. Því vona
ég að úr þessu verði
bætt ef nokkur mögu-
leiki er á.
Guðbjörg.
Ást er…
… að hittast á sérstaka
staðnum ykkar.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Árskógar 4 | Handavinna/smíði/
útskurður kl. 9. Heilsugæsla kl. 10.
Bólstaðarhlíð 43 | Spiladagur, glerlist,
handavinna, kaffi/dagblöð.
Bústaðakirkja | Spil og föndur kl. 13.
Gestur; Heiðar Örn Arnarson, kynnir
Sjúkratryggingar Íslands. Ritningarlestur
og bæn.
Dalbraut 18-20 | Handavinna kl. 9, leik-
fimi kl. 10, Bónus kl. 14.40.
Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8,
vefnaður kl. 9, leikfimi kl. 11.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Göngu-hrólfar ganga frá Nauthólsvík kl.
10. Söngvaka kl. 14. Söngfélag FEB æf-
ing kl. 17.
Félagsheimilið Boðinn | Hópæfingar kl.
10.15, botsía kl. 11. Þorrablót 21. janúar.
Bingó kl. 13.30 ef næg þátttaka fæst 26.
janúr.
Félagsheimilið Gjábakki | Handavinna
kl. 9, leiðb. til kl. 15, botsía kl. 9.30/
10.30, glerlist kl. 9.30/13. Miðasala á
þorrablót kl. 10, borðapantanir frá sama
tíma. Félagsvist kl. 13, viðtalstími kl. 15,
bobb kl. 16.30, línudans kl. 18, sam-
kvæmisdans kl. 19.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Mynd-
list kl. 9.05, ganga kl. 10, postulíns-
málun, kvennabrids, málm- og silf-
ursmíði kl. 13. Íslendingasögur kl. 16.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Vatnsleikfimi kl. 8.15/12.10, kvennaleikf.
Sjálandi kl. 9.15/10, í Ásgarði kl. 11,
bútas./brids kl. 13. Miðar á þorrablót 29.
jan. seldir í dag og föstudag kl. 13-15,
verð kr. 4.000, ekki greiðslukort.
Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur
kl. 9, vatnsleikfimi kl. 9.50. Leikfimi kl.
10. Spilasalur opinn frá hádegi.
Grensáskirkja | Samverustund kl. 14.
Háteigskirkja – starf eldri borgara |
Miðvikud. kl. 10 kaffispjall. Helgistund kl.
11, brids kl. 13, kaffiveitingar.
Hraunsel | Pútt kl. 10, bókmenntakl. 26.
jan. kl. 10.30, línudans kl. 11, bolta-
leikfimi kl. 12, glerbræðsla/handav./
tréskurður kl. 13, bingó kl. 13.30, vatns-
leikfimi kl. 14.40, kór kl. 16, nýir félagar
velkomnir.
Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30 og
9.30. Vinnustofa kl. 9. Samverustund kl.
10.30, lestur og spjall.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Söngur,
bæn og ljúf samvera. Helgi Guðnason
flytur hugvekju. Glæsilegt kaffihlaðborð.
Hæðargarður 31 | Við Hringborðið/
kaffitár kl. 8.50. Stefánsganga kl. 9.
Listasmiðjan kl. 9, postulín. Framsagn-
arhópur Soffíu kl. 9. Gáfumannakaffi kl.
15. Skráning í vefnað, skrautskrift,
spænsku og tónlistarhóp.
Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Kópavogs-
skóla kl. 14.40.
Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun er
keila í Öskjuhlíð kl. 10. Einar Már kynnir
bók sína Fótspor á himnum kl. 13.30 í
Eirborgum. Sjúkraleikfimi kl. 14.30 á
sama stað. Listasmiðjan kl. 13.
Neskirkja | Opið hús hefst í dag kl. 15.
Guðni Th. Jóhannesson, höfundur bók-
arinnar um Gunnar Thoroddsen, kemur
og segir frá ritun, dagbókum Gunnars og
fleiru. Kaffiveitingar í upphafi í boði Nes-
kirkju.
Norðurbrún 1 | Útskurður, vinnustofa kl.
9. Hjúkrunarfr. kl. 10-12. Félagsvist kl.
14-16.
Vesturgata 7 | Sund kl. 10, spænska kl.
13, myndmennt kl. 11.30, Bónus kl. 13,
tréskurður kl. 14.30.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Tréskurður/
smiðjan/bókband/handav. kl. 9, morg-
unstund kl. 10, verslunarferð kl. 12.20,
upplestur kl. 12.30, Dans fyrir alla kl. 14.
Þorrablót 21. jan. kl. 18. Skemmtiatriði
og dans uppl. og skráning í síma 411-
9450.
Það hefur snjóað talsvert fyrirnorðan. Það olli því, að ég
fletti Þingeyskum ljóðum til að rifja
upp hvernig veturinn birtist okkur
þar í vísum og kviðlingum. Eitthvað
hefur gengið á, þegar Grímur Sig-
urðsson bóndi á Jökulsá orti:
Ekki þekki ég þennan hól,
- þetta er hríðin meiri!
Þarna fauk í þetta skjól.
Þau eru töpuð fleiri.
Heiðrekur Guðmundsson skáld,
þá bóndi á Sandi, orti:
Þegar vindur þyrlar snjá,
þagna og blindast álar.
Það er yndi að eiga þá
auðar lindir sálar.
Þessi staka Jóns Þorsteinssonar
bónda á Arnarvatni hefur yf-
irskriftina Hastaðu á snjóinn!:
Sýndu oss aftur almátt þinn,
eins og fyrr við sjóinn;
vak þú hjá oss, Herra minn,
hastaðu nú - á snjóinn!
Kristján Ólason skrifstofumaður
á Húsavík orti:
Hríms og mjalla hvíta lín
hylur kalinn svörðinn.
Hún er að búa um sárin sín
svona, blessuð jörðin.
Þórarinn Sveinsson bóndi í Kíla-
koti orti Tobbuvísur um peysu, sem
kölluð var Tobba. Þetta er ein
þeirra:
Ygli Norðri úrga brá,
af því ég má grobba:
Öruggt skjól ég á mér þá
innan í þér, Tobba.
Páll Ólafsson bóndi á Sörlastöð-
um orti:
Hvítum feldi fósturjörð
fannaveldi hylur.
Gerir eldum átök hörð
illra kvelda bylur.
Páll Sigurðsson bóndi í Skógum
orti:
Norðri fer með napran gust
nokkuð brúnasiginn.
Kemba á sig bratta bust
brúnamiklu skýin.
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Hastaðu nú á snjóinn!