Morgunblaðið - 19.01.2011, Blaðsíða 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2011
Enn kemur frá Bandaríkj-unum gamanmynd þarsem meginþemað er hinnumdeildi poppviskumoli
að konur séu konum verstar. You
Again fjallar um litla ljóta andarung-
ann Marni, sem var strítt og lögð í
einelti á framhaldsskólaárunum en
hefur blómstrað á vinnumarkaðnum
og náð miklum frama sem almanna-
tengill. Þegar hún snýr aftur heim til
að vera viðstödd brúðkaup bróður
síns uppgötvar hún sér til mikils
hryllings að hin verðandi brúður er
engin önnur en Joanna, stúlkan sem
gerði líf hennar að helvíti í skólanum.
Joanna hins vegar þykist ekkert
muna eftir Marni sem er því svikin
um afsökunarbeiðnina sem henni
finnst hún sannarlega eiga inni. Hún
einsetur sér því að koma upp um hið
sanna eðli Joönnu sem hefur ekki
einungis tekist að heilla bróður Mar-
nie upp úr skónum heldur alla fjöl-
skylduna að auki.
You Again er stjörnum prýdd og
það eru aðalleikararnir sem bjarga
því sem bjargað verður. Söguþráð-
urinn er afskaplega þunnur og kunn-
uglegur og ég beið lengi eftir því að
myndin færi almennilega af stað áð-
ur en það rann upp fyrir mér að hún
myndi sennilega ekki rísa neitt
hærra en hún gerði. Það var gaman
að sjá Sigourney Weaver og Jamie
Lee Curtis í hlutverkum frænku Jo-
önnu og móður Marnie en þær per-
sónur eiga sjálfar í konuerjum og
virðist stóri brandari myndarinnar
vera að allar kynslóðir kvenna elda
grátt silfur. Weaver og Curtis gera
það sem þær geta fyrir sína karakt-
era. Það sama má segja um Betty
White í hlutverki lostasjúku ömm-
unnar, Victor Garber í hlutverki
pabba Marnie, sem ekkert skilur í
þessu konudrama, og Kristin Cheno-
weth sem er frábær í litlu hlutverki
brúðkaupsskipuleggjandans ofvirka.
You Again var svona allt í lagi af-
þreying seinnipartinn á sunnudegi
en þetta er ekki mynd sem maður
sér tvisvar. Það var eitt og eitt atriði
sem hægt var að hlæja að en annars
var þetta voðalega innihaldsrýrt.
Einhvern tímann varð til hugtakið
„konumynd“ og það þótti ekkert sér-
staklega eftirsóknarverður stimpill,
þrátt fyrir að þær myndir sem við
flokkum þannig aftur í tímann séu
sumar af bestu myndum sem gerðar
hafa verið. Nú er eins og það sé fyr-
irfram ákveðið að mynd sem gæti
fallið í þennan flokk þurfi ekki að
vera sérstaklega vönduð. Þetta er
sorgleg þróun.
Flottar Það er gaman að sjá Weaver og Curtis saman á tjaldinu en væri
óneitanlega enn skemmtilegra ef hlutverkin væru bitastæðari.
Bjarga því sem
bjargað verður
Sambíó Álfabakka og
Kringlunni
You Again
bbnnn
Leikstjóri: Andy Fickman. Aðalhlutverk:
Kristen Bell, Jamie Lee Curtis, Sig-
ourney Weaver, Odette Yustman, Betty
White, Victor Garber, Kristin Cheno-
weth. Bandaríkin, 2011. 105 mín.
HÓLMFRÍÐUR
GÍSLADÓTTIR
KVIKMYNDIR
Sænska söngkonan Robyn sópaði til
sín verðlaunum þegar sænsku
Grammy-tónlistarverðlaunin voru
veitt í gær. Plata hennar, Body
Talk, var valin plata ársins 2010,
lagið „Dancing on my own“ var val-
ið lag ársins, hún var útnefnd söng-
kona ársins og upptökustjóri ársins
ásamt Klas Åhlund.
Robyn nýtur mikilla vinsælda í
Svíþjóð og á Norðurlöndunum. Hún
kom m.a. fram á Iceland Airwaves-
tónlistarhátíðinni í Reykjavík sl.
haust. Þá söng hún til heiðurs Björk
Guðmundsdóttur þegar Björk fékk
Polar-verðlaunin í Stokkhólmi á
síðasta ári. Plata hennar er einnig
tilnefnd til Norrænu tónlistarverð-
launanna sem verða veitt í fyrsta
sinn í Osló í næsta mánuði.
Flott Stjarna Robyn skín heldur betur skært um þessar mundir.
Robyn sópaði til sín verðlaunum
Bandaríska leikkonan Nicole Kidman og eiginmaður
hennar, tónlistarmaðurinn Keith Urban, hafa eignast
dóttur. Það var staðgöngumóðir sem eignaðist stúlk-
una en hún er líffræðileg dóttir Kidman og Urbans.
Þetta var upplýst í tilkynningu frá hjónunum á
mánudagdkvöldið.
Litla stúlkan, sem nefnist Faith Margaret Kidman
Urban, fæddist á Centennial-kvennaspítalanum í
Nashville í Tennessee í lok desember.
Fyrir eiga þau Kidman og Urban tveggja ára dótt-
ur, Sunday Rose, sem Kidman gekk með og fæddi. Þá
ættleiddi Kidman tvö börn ásamt Tom Cruise, fyrrver-
andi eiginmanni sínum.
Í tilkynningunni segja þau Kidman og Urban að þau
séu afar þakklát öllum sem hafi stutt þau gegnum
ferlið, einkum þó staðgöngumóðurinni.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem kvikmyndastjörnur
fá staðgöngumæður til að eignast fyrir sig börn. Hjón-
in Sarah Jessica Parker og Matthew Broderick eign-
uðust árið 2009 tvíbura með þessum hætti. Leikarinn
Kelsey Grammer á einnig tvö börn sem stað-
göngumóðir fæddi. Parið lukkulega sást síðast á Gol-
den Globe verðlaunahátíðinni og er óhætt að segja að
þau hafi svifið um á vængjum ástarinnar enda tilefnið
ærið. Urban hefur þá látið hafa það eftir sér að hann
hafi ekki áhuga á að barn sitt verði nýtt í auglýs-
ingaglys.
Kidman eignast
dóttur með stað-
göngumæðrun
Reuters
Sæl Þau Kidman og Urban höfðu greinilega nóg að
gleðjast yfir á Golden Globe-verðlaunahátíðinni.
Leik- og söng-
konuna Jenni-
fer Lopez
dreymir um að
eignast fleiri
börn og segist
mundu verða
yfir sig hrifin
ef hún kæmist
að því á morg-
un að hún væri
ólétt. Lopez á
tveggja ára
gamla tvíbura
með eigin-
manni sínum, söngvaranum Marc
Anthony.
„Um leið og ég eignaðist börnin
hugsaði ég með sjálfri mér að þetta
væri eitthvað sem ég vildi gera þús-
und sinnum til viðbótar. Ég elska
þetta. Þetta er lífið,“ sagði Lopez í
sjónvarpsþættinum Ellen DeGeneres
show og bætti við: „Mér fannst þetta
bara svo yndislegt. Þetta er það sem
lífið snýst um. Ef ég verð ólétt, þá
verð ég mjög hamingjusöm.“
Lopez vill fjölga
mannkyninu enn
frekar
Frjó Lopez er með
þetta.
„BREATHTAKING“ - THE PEOPLE
HHHHH
MYND SEM ÞÚ VERÐUR AÐ SJÁ Í BÍÓ
FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA
FRANK OG CASPER MUNU FÁ ÞIG TIL AÐ GRENJA ÚR HLÁTRI.
FYNDNASTA MYND SEM KOMIÐ HEFUR Í BÍÓ LENGI
ATH. NÚMERUÐ SÆTI
Í KRINGLUNNI
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
ATH. NÚMERUÐ SÆTI Í ÁLFABAKKA (VIP)
HHHHH
- POLITIKEN
HHHHH
- EKSTRA BLADET
HHHH
- H.S.S - MBL
EIN MAGNAÐASTA
ÞRÍVÍDDARMYND ALLRA TÍMA
M A T T D A M O N
HHHH
„ÞETTA ER MYND FYRIR
GÁFAÐ FÓLK SEM ER
NÁTTÚRULEGA FOR-
VITIÐ UM HVAÐ GERIST
ÞEGAR YFIR MÓÐUNA
MIKLU ER KOMIÐ.“
- ROGER EBERT
HHHH
-THE HOLLYWOOD REPORTER
H E R E A F T E R
NÝJASTA MEISTARVERK CLINT EASTWOOD
SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG SELFOSSISÝND Í ÁLFABAKKA OG EGILSHÖLL
SÝND Í ÁLFABAKKASÝND Í EGILSHÖLL OG KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA
FBL. - F.B.
HHHH
MBL. - H.S.
HHHH
SÝND Í EGILSHÖLL
ERU FRÁBÆRAR Í ÞESSARI
BRÁÐFYNDNU GAMANMYND
MARGT GETUR FARIÐ ÚRSKEIÐIS
ÞEGAR GAMLAR ÓVINKONUR ÚR
FRAMHALDSKÓLANUM HITTAST Á NÝ
H.S. - MORGUNBLAÐIÐ
HHHH
Þ.Þ. - FRÉTTATÍMINN
HHH
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍKSÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, AKUREYRI, SELFOSSI OG KEFLAVÍK
SÝND Í EGILSHÖLL
MIÐASALA Á WWW.SAMBIO.IS
KLOVN - THE MOVIE kl. 5:50 - 8 - 10:20 14
KLOVN - THE MOVIE kl. 5:50 - 8 - 10:20 VIP
ROKLAND kl. 5:40 - 8 - 10:20 12
YOU AGAIN kl. 5:50 - 8 - 10:20 L
HEREAFTER kl. 5:30 - 8 - 10:40 12
HARRY POTTER kl. 5:20 - 8 10
LIFE AS WE KNOW IT kl. 10:40 L
/ ÁLFABAKKA
/ EGILSHÖLL
/ KRINGLUNNI
/ AKUREYRI
/ SELFOSSI
ROKLAND kl. 5:30 - 8 - 10:30 12
KLOVN - THE MOVIE kl. 5:40 - 8 - 10:15 14
HEREAFTER kl. 8 - 10:40 12
TRON: LEGACY 3D kl. 8 - 10:40 10
GULLIVER'S TRAVELS 3D kl. 5:30 L
MEGAMIND 3D ísl. tal kl. 5:30 L
KLOVN - THE MOVIE kl. 5 - 7 - 8 - 9 - 10:20 14
YOU AGAIN kl. 5:50 - 8 - 10:20 L
MEGAMIND 3D ísl. tal kl. 5:50 L
ROKLAND kl. 10:10 12
YOU AGAIN kl. 8 L
KLOVN - THE MOVIE kl. 8 - 10:10 14
ROKLAND kl. 8 - 10:20 12
KLOVN - THE MOVIE kl. 8 - 10:10 14
ROKLAND kl. 8 12
YOU AGAIN kl. 8 - 10:10 L
FASTER kl. 10:20 16
/ KEFLAVÍK
VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG!