Morgunblaðið - 19.01.2011, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.01.2011, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2011 Ekki vissi ég að þetta yrði síðasta skipti sem ég sæi þig þegar ég heimsótti þig á spítalann. Ég er glaður að ég ákvað að fara þennan dag en ekki daginn eftir eins og ég ætlaði mér fyrst, því einungis nokkrum klukkustundum eftir þessa heimsókn varstu farinn. Tveimur vikum fyrir þessa heim- sókn mína á spítalann til þín skutl- aðirðu mér til að kaupa brauð fyrir brauðrétt sem mamma var að gera fyrir afmælið hennar Viktoríu. Við enduðum á því að fara í þrjár búðir og bakarí því ég var að leita að ófrosnu brauði. Þetta ófrosna brauð var hvergi til, enda svona brauð bara selt frosið. Ég hafði ekki hugmynd um það enda ekki mjög virkur í eldhús- inu, mitt framlag til undirbúnings þessarar veislu var einmitt bara þessi búðarferð. Ég er glaður að þessi búð- arferð fór eins og hún fór, gaman að rúnta aðeins með afa í síðasta sinn. Ég á svo margar góðar minningar um hann afa minn. Það er erfitt að velja einhverja til að skrifa um en ef það er eitthvað sem stendur upp úr þá eru það áramótin hjá afa. Við fjöl- skyldan förum alltaf til ömmu og afa um áramótin og við systkinin sprengjum flugelda með afa. Þá var afi alltaf búinn að kaupa flugelda sér- staklega til að skjóta upp með okkur systkinunum. Ég er samt alveg viss um að hann hafði jafn gaman af þeim og við. Ég trúi varla að þú sért farinn, elsku afi minn, þín verður sárt sakn- að. Kristófer Arnar Magnússon. Elsku Villi. Ég man svo vel hvað þú, 12 árum eldri en ég, varst duglegur að passa mig þegar ég var lítil. Ég fékk að halda í einn puttann þinn á leiðinni í þrjúbíó að sjá t.d. Elvis Presley. Svo burstaðir þú oft í mér tennurnar, til að geta gert það þá lést þú mig standa ofan á klósettsetunni. Þú hugsaðir alltaf svo vel um mig og til mín. En þú gast líka verið svo Vilberg K. Þorgeirsson ✝ Vilberg KjartanÞorgeirsson fæddist í Keflavík á lýðveldisdaginn, 17. júní 1944. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut í Reykja- vík 8. janúar 2011. Jarðarför Vilbergs fór fram frá Keflavík- urkirkju 18. janúar 2011. stríðinn. Eitt sinn var ég að borða mysing. Þá spurðir þú mig hvort ég vissi úr hverju hann væri gerður. „Úr hverju“ svaraði ég. „Magga, þetta er búið til úr skítnum á milli tánna á svertingjunum í Afríku.“ Þér fannst alltaf svo gaman að vera með börnum. Í haust þegar ég heimsótti þig og þú fylgdir mér að bílnum mínum þá kallaði lítill strákur hinum megin við götuna „Hæ Villi!“, þú veifaðir honum og tókst undir kveðjuna hans og sagðir við mig „Ég lagaði hjólið hans, það var eitthvað bilað, hann er svo ánægður með það að hann kallar alltaf til mín þegar hann sér mig“. Börn gleyma aldrei því hverjir hafa verið góðir við þau. Þú ert einn af þeim, elsku bróðir minn og vinur, minning þín lifir í mínu hjarta og þeirra sem þú hefur snert með kær- leika þínum. Magnea Vilborg Þórsdóttir. Þau kynntust ung, systir mín og mágur, giftu sig snemma og eignuð- ust dæturnar þrjár. Það voru því mörg árin, sem við vorum samferða- fólk í lífinu. Þessa brottför hans Villa bar allt of fljótt að miðað við þær von- ir sem bundnar voru við meðferð sl. árs og allt virtist í stakasta lagi. Alltaf þegar spurt var hafði hann það ágætt að eigin sögn og lét engan bilbug á sér finna. Það er því erfitt að trúa því að hann sé nú farinn fyrir fullt og allt. Hann var glaðsinna og hláturmildur og hafði sérstaklega gaman af að stríða mágkonu sinni, sem hann vissi að tæki slíkt alls ekki illa upp því það var svo gaman að hlæja saman. Það voru alltaf einstaklega hlýjar móttökur þegar skroppið var í Kefla- vík og Villi oft fljótur að munda vöfflujárnið, sem e.t.v. var ekki svo al- gengt meðal húsbænda svona framan af okkar kynnum. En hann vissi að systur myndu þiggja að spá í málin og spjalla á meðan. Og þetta var ekki það eina sem hann tók til hendinni með á annasömu heimili. Ekki stóð á því á árum áður að samþykkja börn að norðan í pössun þegar á þurfti að halda og hafa mágkonu og börn í dvöl á meðan sú fyrrnefnda lærði á bíl í Keflavík, þótt ekki væri kannski vítt til veggja í húsakynnum ungu hjónanna á þeim tíma. Hann var mjög barngóður og í mörgum Reykjavík- urheimsóknum síðar þegar lítið barn var í vöggu spurði Villi alltaf varla kominn inn úr dyrunum: „Hvar er barbíið?“ En stolt hans voru dæturnar og barnabörnin og einstök var sam- heldni fjölskyldnanna, sem allar búa í Keflavík. Villi vann vaktavinnu alla tíð og auðvitað kom það oft fyrir í gegnum árin, að maður hringdi á svefntímanum hans, sem auðheyrt var, en aldrei sýndi hann minnstu óþolinmæði, bara svaraði með sinni alkunnu rósemi. Ekki var hægt annað en verða var við í heimsóknum suðureftir, að það var gestkvæmt á þessu heimili, alltaf einhver að líta inn, ættingjar eða vinir eða nágrannar og mjög oft albræður hans tveir, Gunni Kalli og Siggi, sem nú er báðir horfnir á braut langt um aldur fram. Öllum tekið eins og þeir ættu heima þarna, um það voru þau samhent bæði, Villi og Guðrún Björk. Tvær ferðir saman norður hér áður fyrr og heimsóknir og dvöl í tvígang í fellihýsinu þeirra, bæði á Laugar- vatni og Húsafelli, á síðustu þremur árum voru eins og dýrmæt samveran er alltaf, Villi með sína hlýju og kímni í kringum okkur. Vinátta hans var alla tíð sönn og tær og erfitt að missa kæran vin sem hefði átt að eiga miklu fleiri sólrík sumur framundan. Erla Nanna Jóhannesdóttir. ✝ Högni Albertssonvar fæddur á Krossi 4. september 1928. Hann andaðist á heimili sínu 20. des- ember 2010. Foreldrar hans voru Albert Berg- sveinsson frá Urð- arteigi í Berufirði, f. 16. sept. 1892, d. 1983, og Margrét Höskuldsdóttir frá Höskuldsstöðum á Djúpavogi, f. 11. sept. 1906, d. 1996. Högni ólst upp á Krossi hjá foreldrum sín- um og systkinum. Hann var elstur sinna systkina. Þau eru: Hjördís, f. 13. nóv. 1931. Agnar Berg- sveinn, f. 8. okt. 1935, d. 12. okt. 1937. Jens, f. 9. jan. 1939. Ari, f. 5. febr. 1945. Högni kvæntist Auðbjörgu Stef- ánsdóttur árið 1999. Útför Högna var gerð frá Djúpavogs- kirkju 29. desember 2010. Jarðsett var á Berunesi. Á Krossi var jöfnum höndum stundaður landbúskapur og sjósókn. Þekktir voru þeir Albert á Krossi og synir hans fyrir veiðiskap. Veiddu þeir og verkuðu hákarl og fleiri fiska. Á Krossi var áður fyrr og er enn þurrkhjallur, oftast fyrrum fullur af hákarli og harðfiski. Þeir voru afburðagóðar skyttur og komu oft að landi með hnísur, sel og fugl. Nutu nágrannar þeirra og fleiri oft góðs af fengnum. Kom þessi veiði- mennska sér vel, ekki síst á þeim ár- um, sem lítið var um matbjörg, ekki til frystikistur og fáar pakkaðar mat- vörur til sölu í verslunum. Árin liðu og það kom að því að börn hjónanna á Krossi fluttu burt til ann- arra starfa, öll nema Högni. Hann bjó áfram hjá foreldrum sínum öldruð- um, og síðar annaðist hann þau og rekstur búsins. Faðir hans dó 1983 og móðir hans 1996 og að lokum var Högni einn eftir á Krossi. Á honum var engan bilbug að finna og annaðist hann þau störf sem vinna þurfti. Það fundu þó vinir hans að lífið var honum ekki alltaf auðvelt í ein- verunni. Árið 1998 flutti til hans dug- legt fólk, Auðbjörg Stefánsdóttir og tveir synir hennar, Gunnar og Krist- ján Pálmi. Þau höfðu reyndar stund- um áður komið Högna til hjálpar. Mun þá þungu fargi hafa létt af Högna, er gott fólk kom á heimilið og störfin voru unnin af fleiri höndum. Gaf hann sér nú meiri tíma til að skreppa og sjá sig um í heiminum, lenti m.a. til Noregs. Högni og Auðbjörg gengu í hjóna- band 1999. Högni var víðlesinn og fróður. Hann bjó yfir mikilli þekk- ingu á umhverfi sínu, landi og þjóð, einnig öðrum þjóðum. Hann las mikið og mundi það, sem hann las, hafði stálminni. Högni var náttúrubarn og næmur fyrir þeim kröftum sem búa í um- hverfinu, jafnvel þeim, sem flestum eru huldir.Hann skildi náttúruna öðr- um og meiri skilningi en flestir aðrir gera. Áhugavert var að heyra frá- sagnir hans af ýmsum náttúrufræði- legum fyrirbrigðum, hegðun fiska, fugla og dýra, taminna sem ótam- inna. Það má segja að Högni hafi alltaf verið á ferli og gengið að störfum hvernig sem viðraði. Það var því nokkuð óvænt þegar kallið kom þenn- an desemberdag, þegar birtutíminn er stuttur, en myrkrið varir lengi. Ég er þakklátur fyrir þær stundir, sem ég átti þess kost að setjast hjá Högna og ræða við hann um heima og geima. Ég og mín kona vottum hans nánustu innilega samúð okkar. Góður maður og merkur er á brautu horf- inn. Ingimar Sveinsson Högni Albertsson Kæri tengdapabbi, afi Jón. Heyrið vella á heiðum hveri, heyrið álftir syngja í veri: Íslands er það lag. Heyrið fljót á flúðum duna, foss í klettaskorum bruna: Íslands er það lag. Eða fugl í eyjum kvaka, undir klöpp og skútar taka: Íslands er það lag. Heyrið brim á björgum svarra, bylja þjóta svipi snarra: Íslands er það lag. Og í sjálfs þín brjósti bundnar blunda raddir náttúrunnar: Íslands eigið lag. Innst í þínum eigin barmi, eins í gleði og eins í harmi ymur Íslands lag. (Grímur Thomsen) Þakklæti er mér efst í huga þegar hugsað er til þeirra 38 ára sem við höfum átt samleið. Allt sem þú hefur smíðað handa mér og árin okkar Ella á Rauðalæk með Jónsa lítinn og ykkur Sigrúnu á öruggri bakvakt með okkur. Minningar leita á mann og þar kemur upp heimsókn til okk- ar í Danmörku, árin í Kleifakoti, rússajeppinn og ferðir okkar um há- lendið. Árlegar ferðir í Mývatnssveit blanda af veiðitúr og fjölskyldu úti- legu. Hringferð um Austfirði með ömmu Sigrúnu og Sneglu veiðihundi og skemmtilegu Þórsmerkurferð- inni okkar hér um árið. Þakklæti með veiðiferðir ykkar Ella í Mývatnsveit og Veiðivötn. Þessi samvera ykkar á síðari árum og hálendisferðir voru Ella mjög hjartfólgnar og minnisstæðar. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Í djúpið sígur sólin skær. Húmið blíða á hauðrið fríða draumblæju dökkri slær. Mánabjarma bundinn armi þakkar heimur þeim, sem bjó þreyttu hjarta í svefni ró. (Kristján Jónsson) Þín, Anna Jónína Hauksdóttir. Látinn er Jón Erlendsson, íþróttakennari og mikill áhugamað- ur um eflingu handknattleiksíþrótt- arinnar. Við andlát Jóns rifjast upp mörg áhugaverð minningarbrot úr sögu handknattleiksins. Ég kynntist Jóni Erlendssyni fyrst sem leikmað- ur, þegar hann varð formaður lands- liðsnefndar HSÍ 1968 til 1972 og Hilmar Björnsson, mikill vinur hans og veiðifélagi, var landsliðsþjálfari. Jón Erlendsson ✝ Jón Erlendssonvar fæddur á Ísa- firði 2. apríl árið 1926. Hann lést á Landakotsspítala 19. desember 2010. Útför Jóns var gerð frá Laugarneskirkju 30. desember 2010. Jón og félagar hans í landsliðsnefnd sýndu mér þann sóma að velja mig í landslið okkar sem keppti bæði í Heimsmeist- arakeppninni í Frakk- landi 1970 og á Ól- ympíuleikunum í München 1972 þar sem Jón var í farar- stjórn liðsins á þess- um keppnum. Jón Er- lendsson tók svo aftur við formennsku lands- liðsnefndar karla 1980-1983, þegar Hilmar varð aftur þjálfari landsliðsins. Jón tók að sér mörg sjálfboðaliða- störf fyrir HSÍ. Fyrir utan lands- liðsnefnd karla sat hann í unglinga- landsliðsnefnd og mótanefnd. Þá vann hann mjög gott starf í fræðslu- nefnd HSÍ, enda einn best menntaði íþróttakennari Íslands með gráðu frá Gymnastik- och Idrottshög- skolan (GIH) í Stokkhólmi, sem var og er einn virtasti íþróttaháskóli Evrópu. Sem formaður HSÍ 1984- 1992 var ég og við í stjórn HSÍ mjög svo lánsöm að fá Jón Erlendsson til starfa sem framkvæmdastjóra sam- bandins 1985 og starfaði hann til ársloka 1987. Kom hann góðu skikki á mótamál okkar. Þá hafði hann góð sambönd víða erlendis sem landsliðsnefndarmaður og farar- stjóri landsliðs okkar í mörg ár. Sérstaklega man ég eftir ferð okkar á þing Alþjóða handknatt- leikssambandsins (IHF) í Senegal 1986, þar sem við lögðum fram mjög svo byltingarkennda tillögu um al- gjöra breytingu á mótafyrirkomu- lagi IHF sem fólst í að halda bara eina A-heimsmeistarakeppni á tveggja ára fresti með 24 þjóðum og þar sem öllum heimsálfunum var tryggt sæti og hætt með svo kall- aðar B og C heimsmeistarakeppnir. Þetta féll nú alls ekki í kramið hjá stjórn IHF, en aðrir voru okkur sammála um að þetta væri það sem koma skyldi og mundi hraða þróun handknattleiks um allan heim. En á þessu þingi IHF voru nokkrir efa- menn sem sögðu að engin þjóð mundi vilja taka að sér að halda HM með 24 þjóðum. Ræddum við Jón- arnir þetta vandamál og lagði ég til að Ísland mundi þá bara lýsa yfir á þinginu að við værum reiðubúnir að sækja um að halda fyrstu slíka heimsmeistarakeppni. Tveimur ár- um síðar, eða á þingi IHF á Ólymp- íuleikunum í Seoul, var Íslandi svo falið að halda fyrstu 24 þjóða A- heimsmeistarkeppnina árið 1995 og hefur þetta fyrirkomulag keppninn- ar haldist óbreytt síðan. Jóns Erlendssonar verður ávallt minnst sem eins mesta frumkvöðuls í eflingu handknattleiksíþróttarinn- ar á Íslandi. Ég votta látnum handboltamanni virðingu mína og dætrum Jóns, þeim Ingileif og Kristínu, fjölskyld- um þeirra, ættingjum og vinum, svo og öllum áhugmönnum um velferð handknattleiksíþróttarinnar, mína innilegustu samúð. Megi algóður Guð styðja okkur öll í sorg okkar. Jón Hjaltalín Magnússon. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELÍNAR DUNGAL, Grensásvegi 58, Reykjavík. Jón Þorvaldsson, Vallý Helga Ragnarsdóttir, Steinunn Þorvaldsdóttir, Finnur Geirsson, Hilmar Hilmarsson, Guðfinna Sævarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR ÁGÚSTSSONAR frá Vík, Tjarnarási 9a, Stykkishólmi. Elín Guðrún Sigurðardóttir, Magdalena Sigurðardóttir, Alfreð S. Jóhannsson, Þór Sigurðsson, Hallfríður Guðrún Einarsdóttir, Oddný Sigurðardóttir, Eiríkur Jónsson, Dagný Sigurðardóttir, Þorvaldur Jónsson, Þorgerður Sigurðardóttir, Kristján Már Unnarsson, Sigríður Sigurðardóttir, Ingjaldur Arnþórsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.