Ný saga - 01.01.1987, Síða 32

Ný saga - 01.01.1987, Síða 32
„EN ÞEGAR DAUÐINN KEMUR SVO SEM EIN VOLDUG HETJA Um viðhorf til dauðans á síðari öldum Gunnar Þór Bjarnason Dauðinn er skand- all." Þessa kjarn- yrtu setningu má lesa í ís- lenskri skáldsögu sem kom út fyrir síðustu jól.1 Það skal ósagt látið hvort hún er dæmi- gerð fyrir viðhorf fólks til dauðans nú á dögum, en skyldu slík orð einhvern tíma hafa hrotið af vörum manna sem byggðu þetta land fyrir 200 árum eða svo? Við íslend- ingar stærum okkur stundum af háum meðalaldri hér á landi; við getum vænst þess að verða að minnsta kosti hálfáttræðir. Menn minnast þess kannski ekki oft að slík- ur velfarnaður er nýr — og reyndar víðs fjarri orðinn að veruleika alls staðar í heimin- um. Hvernig væri að reyna að setja okkur í spor forfeðra okkar sem lifðu á tímum þeg- ar meðalævilengd var ekki nema rúm 30 ár, drepsóttir tíðar, skelfilegur barnadauði fastagestur á svo til hverju heimili og litla sem enga læknishjálp að fá? Það gefur auga leið að slíkar aðstæður mótuðu viðhorf fólks til dauð- ans. Fleira hafði áhrif, ekki síst trúarvitund almennings og sú lífssýn sem markar við- horf fólks á hverjum tíma. Hvað einkenndi afstöðu fólks til dauðans fyrr á öldum? I hverju var hún frábrugðin því sem nú er? Getum við e.t.v. lært eitthvað af viðbrögðum liðinna kynslóða við dauðan- um? Hér á eftir verður fjallað um ýmis atriði sem veitt geta svör við þessum spurningum. Vert er að taka fram að mark- miðið er ekki að kunngera fræðilegar niðurstöður reistar á skipulegri heimilda- könnun heldur að veita inn- sýn í dauðann sem sagnfræði- legt viðfangsefni og varpa ljósi á viðhorf manna til hans. El'nið er umfangsmikið og í stuttri grein er ekki ráðrúm nema rétt til þess að þreifa á því. Afmörkun í tíma er ekki skýr; dæmi eru sótt í íslensk- ar heimildir frá 17. til 20. aldar. Það orkar ætíð tvímæl- is að tala um „hefðbundið samfélag", „áður fyrr", „fyrr á öldum" o.s.frv.; hætt við því að þannig sé gert of lítið úr sérstöðu einstakra tíma- skeiða. Heimur fólks um 1600 var ekki sá sami og um 1800. Þetta er rétt að hafa hugfast. Engu að síður markar þróun- in til nútíma samfélagshátta djúptækustu skilin á viðhorf manna til dauðans. Við samn- ingu þessarar greinar voru rannsóknir erlendra fræði- manna hafðar að leiðarljósi, fyrst og síðast skrif franska sagnfræðingsins Philippe Ariés en hann hefur verið áhrifamesti brautryðjandinn á þessum vettvangi. Sagn- fræðileg umræða um dauð- ann undanfarinn áratug hef- ur að verulegu leyti snúist um þær hugmyndir sem Ariés hef- ur sett fram í ritum sínum.2 LÍF Á BLÁÞRÆÐI „Veðráttan einlægt góð, afli nokkurn veginn, heilbrigði góð svo, jafnvel börnin lifa, en enginn deyr."3 Þessi ummæli Dauðinn og sagnfræðin Sagnfræðingar hafa á undanförn- um árum og áratugum fylgt harð- skeyttri útþenslustefnu í efnis- vali og í æ ríkari mæli seilst til fangaá slóðum sem slarfsbræður þeirra áður lögðu litla eða enga rækt við. Þar á meðal er dauðinn. Franskir sagnfræðingar hafa staðið í fylkingarbrjósti en hvergi helur sagnfræðin staðið í jafn- miklum blóma á síðustu áratug- um sem í Frakklandi. Mesta at- hygli vöktu skrif Philippe Ariés en árið 1977 sendi hann frá sér rnikið rit um viðhorf Vestur- landabúa til dauðans en það geymir niðurslöður hartnær tveggja áratuga umfangsmikillar heimildakönnunar. Það var á ár- unum um og upp úr 1970 sem verulegt líf tók að færast í rann- sóknir sagnfræðinga á dauðanum en auk Frakkanna eru það eink- um Bretar og Bandaríkjamenn sem lagt hafa lóð á vogarskál- arnar. Ekkert lát hefur orðið á út- komu hóka og ritgerða um dauð- ann fyrr á öldum og má því vænta frekari líðinda af þeim vettvangi á komandi árum. I 30
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.