Ný saga - 01.01.1987, Qupperneq 34

Ný saga - 01.01.1987, Qupperneq 34
„EN ÞEGAR DAUIÐINN KEMUR SVO SEM EIN VOLDUG HETJA ... fólks á þeim tíma sem þær eru til vitnis um. Samtöl manna á milli um dauðann virðast einatt hafa verið allfrjálsleg; ekki umvaf- inn mistri þagnar og bann- helgi. Þegar flett er íslenskum blöðum frá síðustu öld hnýt- ur maður um það hispurs- leysi sem einkennir andláts- fregnir oft á tíðum. Sumt myndi, ef birtist nú, vekja hneykslun flestra okkar. „Á Álptanesi rotaðist maður til dauðs á svelli um jólin, og segja flestir hann hafi verið drukkinn." Bóndi á besta aldri verður úti: „maðurinn var hneigður til öldrykkju, en ekki vitum vér með vissu hvort hann var drukkinn þessa nótt." Dæmin tvö eru úr þjóðfrelsisblaðinu Þjóðólfi skömmu eftir miðja 19. öld.9 Tilgreina mætti kynstrin öll KONA, SPEGILL, HAUSKÚPA. í öllu lífi er falinn dauði. Þýskt póstkort frá því snemma á 20. öld eftir Charles Dana Gibson. Myndin lýsir við- leitni manna til að túlka dauðann sem hinn eina sanna veruleika. af þvílíkum ummælum, eink- um í þeim tilvikum þegar áfengi var annars vegar. Frá sjálfsmorðum var sagt án nokkurra vafninga: Fannst í „bæjardyrum skorinn á háls og hafði hann gjört það með sláttuljá sínum"; „fannst hann hengdur í lambhúsi eð- ur fjárhúsi sínu."10 Svo mætti lengi telja. Annars eru sjálfsmorð sérstakur kapítuli sem ekki mun verða vikið að frekar. Undirritaður hefur ekki kannað það hvenær opin- skáar andlátsfregnir hverfa úr blöðum en þær eru algeng- ar fram undir lok 19. aldar. Ekki skorti á að almenning- ur væri minntur á dauðann á annan hátt en fyrir tilstilli tíðra dauðsfalla. Kirkjunnar þjónar létu ekki sitt eftir liggja. Allt frá dögum Hall- gríms Péturssonar og fram á tíma Péturs Péturssonar, biskups á seinni helmingi 19. aldar, létu þeir áhrínsorðin bylja á lýðnum; stundum er engu líkara en að dauðinn sjálfur hefði stigið í predik- unarstól. Við skulum nú víkja betur að þessu atriði. „Það er alþekktur sann- leiki, að hið fyrsta stig lífsins er líka hið fyrsta stig til grafar- innar." „Sérhvert augnablik, er vér lifum, er barátta við dauðann." Ósjaldan mátti heyra svona kveðið að orði, bæði í kirkjum og meðan á húslestri stóð. Pétur Péturs- son er höfundur tilvitnaðra orða og við sama tækifæri minnti hann á að „vér deyjum daglega"; að öll vor æfi sé „nokkurs konar langvinnt dauðastríð." Pétri verður í hugvekjum sínum mjög tíð- rætt um dauðann og virðist ósáttur við afstöðu samtíma- manna sinna. „Getum við ekki lengur haft þá sömu skoðun á dauðanum, sem vor- ir guðræknu feður höfðu..."? spurði hann eitt sinn.11 Mottó klerkanna var að maðurinn mætti „á engum aldri lífsins vera óviðbúinn dauðans aðkomu" og „með því dauðastund vor er óviss, þá eigum vér að deyja dag- lega, það er að skilja: vera á hverjum degi undir dauða vorn búnir, aldrei gjöra eða áforma neitt það, sem vér ekki vildum hafa gjört eða áformað, hefðum vér vitað, að dauðinn mundi hitta oss á meðan..."12 Það þurfti reyndar ekki guðfræðing til að syngja eftir þessum nót- um. Magnús Stephensen dómsstjóri og menntafröm- uður hvatti menn til að fara að ráðum Sólons þess griska og „við öll fyrirtæki vor að líta til endalokanna."13 Með þessum heilræðum flutu svo viðvaranir um fallvaltleika lífsins. Jóni Vídalín fórust svo orð: Hvað er maðurinn? Ein vatnsbóla, ein gufa, er sést um stundar sakir og hjaðnar síðan (Jac.4). En hve miklum háska er þessi vatnsbóla, þessi reykur undirorpinn? Þar er ekki svo vesöl skepna í heimin- um, að eigi kunni hún að vinna oss mein, nema Guð sæi fyrir ráði voru. Ein mýfluga kann að taka af oss lífið. Það vér etum og drekkum kann að sálga oss, ef til vill.1^ Sumt í þessu ber keim af hug- myndum sem stundum skjóta upp kollinum í nútímaskáld- skap; stendur a.m.k. nær þeim en sú prestaviska sem við nú eigum að venjast. Þótt formerkin séu önnur má kannski segja að skáldin hafi á vissan hátt tekið við af 32
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.