Ný saga - 01.01.1987, Page 38

Ný saga - 01.01.1987, Page 38
„EN ÞEGAR DAUIÐINN KEMUR SVO SEM EIN VOLDUG HETJA Þegar hugað er að nánum tengslum manna við dauðann má ekki gleyma margvíslegu umstangi sem fylgdi því að fólk dó heima hjá sér og sem krafðist bæði tíma og fyrir- hafnar. Það þurfti að hlynna að dauðvona fólki, gera að lík- um og loks vaka yfir þeim fram að kistulagningu, tíðast „þrjárnætur inn íbæogþrjár nætur úti í kirkju" eftir því sem Jónas Jónasson frá Hrafnagili’segir. Oft vöktu tveir, oftast stúlk- ur. Ljós var haft, ef nótt var dimm, og mátti það ekki deyja. Ekki var verið yfir líkinu á daginn, en óðara er dimma tók. Þessi siður var svo sjálfsagður lengi, að það mundi ekki hafa verið látið undir höfuð leggjast, ef auðið var annað.26 Þá þurfti oft að flytja lík all- langa leið til að hola þeim nið- ur á réttum stað og gat það tekið sinn tíma í strjábýlu og ógreiðfæru landi. I janúar 1849 voru líkmenn austur á fjörðum sex daga að koma líki tæpa 30 km. leið til legstað- ar.27 Að lokum er kannski ekki úr vegi að minnast á erfi- drykkjurnar en þær voru lengi ein helsta upplyfting manna. „í mínu ungdæmi kynntist ég ekki öðrum veisl- um en brúðkaupsveislum og erfidrykkjum", skrifaði Finn- ur Jónsson á Kjörseyri en hann fæddist árið 1842.28 Ósjaldan mun það hafa borið við að menn fengju sér all- hressilega neðan í því við þau tækifæri en við upphaf 20. aldar taldi Jónas frá Hrafna- gili það „eitt af helstu menn- ingarmerkjum vorrar tíðar, að þessar svallerfisdrykkjur eru nú horfnar að fullu."29 ANDLÁTIÐ Mælt er að nokkru áður en Guðmundur dúllari dó árið 1913 hafi hann sagt: „ég finn, hvað mér líður" og átt við með því að hann skynjaði ná- lægð endalokanna.30 Ekki er fátítt að rekast á slík ummæli í ritum og segir Philippe Ariés fyrirboða dauðans eitt helsta auðkenni á afstöðu Vestur- landabúa til dauðans langt fram eftir öldum. Hér er ekki átt við hina hefðbundnu feigðarboða, þ.e.a.s. þegar ákveðin fyrirbæri voru talin boða feigð, hrafn situr á þekju, ljós í mannlausri kirkju o.s.frv., heldur þann hæfileika að finna á sér ná- lægð dauðans. „En er leið að dauða hans er hann vissi fyrir fram hvenær að mundi bera...". „Hann sá að tíminn var nú orðinn of naumur og ásetti sér nú að vera kyrr og bíða dauða síns"; „sér hún að hún mundi eiga skammt eftir ólifað...". Þetta eru dæmi úr þjóðsögunum.31 Mörg dæmi eru um það að fólk hafi haft vísbendingu um dauða sinn löngu áður en þar að kom. Upp úr miðri 19. öld skrifaði Jón Árnason að forspáir menn væru þá orðnir tor- fundnir en bætir svo við: „Það hefur verið einna almennast að menn hafi á seinni tímum órað fyrir dauða sínum, bæði hvað gamlir þeir mundu verða og sumir jafnvel haft skímu af því hvernig þeir mundu deyja."32 Skyndilegur dauðdagi var jafnan álitinn af hinu illa; þá gafst ekki ráð- rúm til að ráðstafa því sem ráðstafa þurfti og búa sig guð- rækilega undir andlátið. Jón- as frá Hrafnagili segir því lengi hafa verið trúað hér á landi „að góðir menn og guð- Skyndilegur dauði var jafnan álitinn af hinu illa; þá gafst ekki ráðrúm til að ráðstafa því sem ráðstafa þurfti og búa sig guðrækilega undir andlátið. Lfkkista á hesti og tveir menn hræddir fengju hægt andlát, en vondir menn fengju illan dauða og hart andlát."33. I marsmánuði árið 1785 lést uppí Borgarfirði Kristín nokkur Eggertsdóttir prests- ekkja, þá 63 ára að aldri. Við skulum nú líta á hvernig sóknarprestur hennar lýsti andlátinu og aðdraganda þess í líkræðu: (þennan vetur) tók hún að finna til líkamans óstyrk- leika venju fremur, var þó samt oftast á faraldsfæti til þess 21 ta febrúar síðast- liðna, þá henni tók svo mjög að þyngja, að hún þar eftir hélst við sængina, kvartaði hún þá helst um máttleysi, matarólyst, samt höfuð og beinverki og hvörra rneðala sem leitað var þyngdi henni ætíð meir og meir til þess þann 12ta mars, þá hennar kraftar, mál og heilsa var svo að þrotum komið, að hún sjálf tók þeirra rýrnun svosem fyrir guðs eigin aðvörun til sín ráðstafa þínu húsi, þú skalt deyja en ekki lifa, hvar fyrir hún mat það mest að ráðstafa sinni sálu í Jesú blóðundri, lét hún því kalla til sín sóknar- prest sinn, og í hans nær- veru tilbjó sig til að með- taka Jesú líkama og blóð, svosem sitt seinasta vega- nesti, úr þessum ... harma- dal, og það með einum merkilegum og minnis- stæðum undirbúningi; hún kallaði til sín allt heimilis- fólkið, kvaddi það með kossi og bað það forláta sér hvað hún með orði eður verki hefði við það aðgjört. Seinast rétti hún hendina út á móti syni sínum, sem sat við sæng hennar, og með einu viðkvæmu móðurhjarta og grátandi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.