Ný saga - 01.01.1987, Qupperneq 51
„Sagnfræði
felur ekki í sér
einn sannleik “
Þórunn Valdimarsdóttir ræðir við
Kirsten Hastrup mannfræðiprófessor í
Danmörku
Pað er okkur íslending-
um ávalt gleðiefni
þegar bækur sem fjalla um ís-
lenska fortíð berast utan úr
heimi. Ein slík er Culture and
History in Medieval Iceland:
an Anthropological Analysis
of Structure and Change, eftir
danska mannfræðiprófessor-
inn Kirsten Hastrup sem
starfar við Árósaháskóla.
Bókin kom út árið 1985 og
byggir að hluta á doktorsrit-
gerð hennar frá Oxfordhá-
skóla árið 1979. í henni er
mannfræðin leidd inn á vett-
vang sögunnar — og þar dreg-
ur til tíðinda. Mannfræðileg-
um aðferðum er beitt á sögu
þjóðveldisins, ýmis „módel"
eða líkön, „lárétt", „lóðrétt"
og „miðlæg", eru notuð til að
varpa ljósi á hið fjarlæga
tímabil. Sum mannfræðilík-
önin eru æði tormelt fyrir
óbreytta leikmenn en öll eru
þau forvitnileg. í fyrri hluta
bókarinnar greinir Kirsten
Hastrup ýmsa innviði samfé-
lagsins án tímasamhengis og
fjallar um hugtökin tíma, rúm
og ættir, félagslega og póli-
tíska byggingu og heiminn
utan samfélags manna. I síð-
ari hluta verksins lítur hún á
þróun samfélagsins og ræðir
um vistfræði og fólksfjölda,
félagslegar og trúarlegar
breytingar, þróun lagasetn-
ingar og fall þjóðveldisins.
Bókin er því hvalreki á fjörur
þeirra sem hafa yndi af að
sækja íslenskar miðaldir
heim. Til þess að gefa lesend-
um kost á að kynnast bókinni
og rannsókninni að baki
henni var rætt við Kirsten
Hastrup.
Tengir saman það sem
áður var sundurlaust
Hvernig stóð á því að þú sem
mannfrœðingur valdir ís-
lenskar miðaldir sem við-
fangsefni?
Það er von að þú spyrjir.
Upphaflega ætlaði ég að
skrifa doktorsritgerð um ind-
verskt efni. Ég fór til Indlands
og hóf þar vettvangskönnun.
Borgarastríðið í Pakistan
setti hins vegar strik í reikn-
inginn og rannsóknarleyfi
mitt var afturkallað svo að ég
flæmdist úr landi með hálf-
karað rannsóknarefni í far-
angrinum. Á heimleiðinni
ákvað ég að róa á ný mið og
skyndilega flaug mér ísland í
hug. ísland er á flestan hátt
gjörólíkt Indlandi og ég get
ekki enn úskýrt hvers vegna
það birtist mér fyrir hug-
skotssjónum í stað Indlands.
Eftir að heim kom gat ég þó
lítið sinnt námi vegna anna.
Ég eignaðist fleiri börn, á
samtals fjögur, og kenndi við
háskólann í Árósum, en tók til
við að kynna mér sögu íslands
í frístundum. Áður en ég vissi
af var ég komin á kaf í íslands-
sögu. Hún heillaði mig með
sínu ríkulega heimildarefni.
Var það auðsótt mál að
Kirsten Hastrup
CULTURE
AND
HISTORY
IN MEDIEVAL
ICELAND
An Anthropoiopcal Analysis of
Slnxlire and Change
Tengslin milli
menningar og
sögu eru óvenju-
lega skýrisögu
þjóðveldisins og á
meðan ég fékkst
við tímabilið taldi
ég mig verða
margs visari um
eðli menningar.
skrifa doktorsritgerð i mann-
frœði um sögulegt viðfangs-
efni?
í Oxford þurfti að fá sér-
stakt leyfi til þess. Það fékkst
og því gat þessi bók orðið til.
Það sem ég hef nýtt fram að
færa í henni er einkum sú að-
ferð að skipta verkefninu í tvo
hluta, annar er án tímavíddar
(synchronic) og hinn lýsir þró-
un (diachronic). Þessa skipt-
ingu tel ég nauðsynlega til
þess að hægt sé að skilja eðli
menningar.
Skilja eðli menningar seg-
irðu. Hvernig gekk það með
hliðsjón af þjóðveldinu ís-
lenska?
Tengslin milli menningar
og sögu eru óvenjulega skýr 1
sögu þjóðveldisins og á
meðan ég fékkst við tímabilið
taldi ég mig verða margs vís-
ari um eðli menningar. Ég
nota ísland sem mannfræði-
legt viðfangsefni en jafnframt
er þjóðveldið eins konar
smiðja sem ég geng í til þess
að öðlast skilning á eðli menn-
ingar og tengslum hennar við
gang sögunnar. Þróun menn-
ingar er heillandi viðfangs-
efni fyrir mannfræðina því að
oftast hafa mannfræðingar
fengist við stutt tímabil í sam-
tímanum.
Er ekki fáheyrt að mann-
fræðingar fáist við söguleg
efni?
Það er lítið um það en sá
vettvangur er þó að opnast.
Alan Macfarlane í Cambridge
er t.d. einn þeirra. Hann er
49