Ný saga - 01.01.1987, Page 82
Höfundar eða
skrásetjarar, aðrir
en sögumenn, eru
mikilvægur hluti
af hefðinni og
eiga auk þess
manna mestan
þátt í að móta
hana.
Casals, Leonóra Kristín, Alec
Guinness); sleppt ennfremur
bókum með fleiri en einum
sögumanni (Árni og Lena
Bergmann, alkóhólistar Jón-
asar Jónassonar, viðmælend-
ur Þorsteins Matthíassonar);
og sleppt frásögnum af dul-
ræna sviðinu (Aðalheiður
Tómasdóttir). Samt er af
nógu að taka.
Sumar minningabækurnar
eru hluti af fjölbindaverki.
Halldór E. lýkur tveggja
binda sögu; minningar sr.
Emils og Tómasar Þorvalds-
sonar spanna aðeins uppvaxt-
arárin og gætu þess vegna
orðið lengri en tvö bindi hvor-
ar. Hvað Kristján Albertsson
heldur áfram er ekki gott að
segja. Og Hulda hefur ritað
gríðarlanga bók um minna en
tvo áratugi ævi sinnar; með
sömu frásagnarbreidd á hún
mörg bindi eftir.
Þrettán bækur, flestar
vönduð rit og vel gerð, marg-
ar fróðlegar og efnismiklar,
sumar að makleikum mikið
seldar — og þá líka mikið
lesnar. Þessar bækur og aðrar
þeim áþekkar eru augsýni-
lega verulegur hluti þess sem
ritað er, prentað og lesið um
sögu 20. aldar á fslandi. Og að
sama skapi er ekki lítils um
vert fyrir söguáhuga og sögu-
þekkingu í landinu hvernig til
tekst í þessari grein bókiðju
og hvaða vinnubrögð þar
vinna sér hefð.
Höfundar eða skrásetjarar,
aðrir en sögumenn, eru mikil-
vægur hluti af hefðinni og
eiga auk þess manna mestan
þátt í að móta hana.
Höfundar og skrásetjarar
Bók Emils Björnssonar er
gefin út sem hrein sjálfsævi-
saga: sögumaður einn og
fyrirvaralaust tilgreindur
sem höfundur, enda ber bók-
in með sér að hann er ritfær í
besta lagi. Hlöðver Johnsen
og Jón Steingrímsson eru á
sama hátt höfundar sinna
bóka. Halldór E. Sigurðsson
og Hulda Á. Stefánsdóttir eru
einnig höfundar að minning-
um sínum, en tilgreindir
menn er búið hafi bækurnar
til prentunar. í því þarf í
rauninni ekki að felast miklu
meira en sú þjónusta — og að-
hald um leið — sem bóka-
forlög eiga réttu lagi að veita
hvaða höfundi sem er. Prent-
búnaðarmenn bera a.m.k.
ábyrgð á réttri íslensku og
stafsetningu (og fyrstu próf-
örk?), en væntanlega ekki á
því að gáta efnisatriði. Og það
yfirlætislausa stílöryggi,
sem gerir hægan straum
endurminninga Huldu að
kosti fremur en galla, hlýtur
að vera hennar eigið; annars
hefði Hjörtur Pálsson gert
meira en að búa handrit til
prentunar.
En svo eru átta bækur þar
sem höfundur eða skrásetjari
er annar en sögumaður. í
útlöndum mun tíðkast að fela
skrásetjarann og setja sögu-
mann upp sem höfund, jafn-
vel þótt hann hafi ekki skrifað
einn staf af sögu sinni eigin
hendi; er þá hinn ósýnilegi
höfundur kallar ritvofa
(„ghost writer" á ensku). Hin
íslenska hefð, að líkamna vof-
una undir fullu nafni, er
tvímælalaust heilbrigð og
heppileg; samsvarar þeirri
blönduðu ábyrgð sem sögu-
maður og skrásetjari bera í
raun á afrakstri samvinnu
sinnar. Sögumaður er auð-
vitað að jafnaði meira en
einber heimildarmaður.
Hann hefur ríkan tillögu-
rétt — og að meira eða minna
leyti neitunarvald — um með-
ferð skrásetjarans á efnivið
sínum. En að eigna honum
einum höfundarréttinn gerir í
senn ábyrgð hans óþarflega
þunga, t.d. á orðalagi, og svig-
rúm skrásetjara óþægilega
þröngt. Þó að skrásetjarar
hafi að sjálfsögðu misjafnar
þarfir í því efni. Þórunn
Valdimarsdóttir og Gylfi
Gröndal birta t.d. bæði langa
skrá um prentaðar heimildir;
og er það ekki einungis
hjálpargagn handa forvitnum
lesendum, heldur sjálfstæðis-
yfirlýsing þeirra sem ábyrgra
höfunda og landamerkja-
samningur þeirra við sögu-
menn sína: skrásetjari og ekki
sögumaður ber ábyrgð á þvi
efni sem til heimildarritanna
er sótt. (Aðrir skrásetjarar
nefna ritaðar heimildir án
þess að telja þær upp, og er
þar víst stundum átt við
úrklippusöfn sögumanna eða
annað úr þeirra fórum.)
Skematíska flokkun á
minningabókum er einfaldast
að gera eftir frásagnarhætti:
Ævisaga þar sem höfundur
segir frá sögumanni í 3.
persónu; sjálfsœvisaga þar
sem sögumaður segir frá
sjálfum sér, eða skrásetjari
fyrir hans hönd, í 1. persónu,
og viðtalsbók þar sem sögu-
maður og skrásetjari ávarpa
hvor annan í 2. persónu.
80