Ný saga - 01.01.1987, Qupperneq 97
AÐ VITA SANN A SOGUNUM
og hneyksli um 1200 og sömu-
leiðis sé jafnan leitað sam-
þykkis kvenna fyrir ráðahag í
sögunum. Hvorugt segir
Jochens að fái staðist, frillu-
líf i hljóti að hafa verið alltítt á
10. og 11. öld en lítil líkindi
verið til að konur hafi al-
mennt verið spurðar hverjum
þær vildu giftast á þessum
öldum enda enn verið erfitt á
13. öld og lengur að afla þeirri
aðferð fylgis og barðist þó
kirkjan fyrir henni.38 Varð-
andi þetta er helst athugandi
að rétt sé að gera greinarmun
á siðferðilegum áróðri annars
vegar og félagslegum kerfum
hins vegar, höfundar íslend-
ingasagna hafi orðið að segja
frá lagaþrætum og deilum í
samræmi við það kerfi sem
tíðkaðist á 12. öld og fyrr, ef
þeir vildu láta trúa sér, en
hafi hins vegar frekar getað
skáldað urn það hvernig hátt-
að hafi verið um siðferðileg
efni á 10. öld, treyst því að
menn hefðu ekki skýra vitn-
eskju um þau. Svipað má
segja um svonefndar „sterkar
konur", þær sem voru fram-
takssamar og herskáar og eru
margar í Islendingasögunum
en fáar í samtímasögum.39
Þær eru þó engan veginn
óraunverulegar og sóma sér
vel í hetjuheimi sagnanna.
Samantekt
Telja má víst að Jesse Byock
hafi dregið fram mikilvægan
félagslegan þátt betur og
skýrar en áður hefur verið
gert al því að hann notar Is-
lendingasögur sem heimildir
með nýjum hætti. Athuganir
Millers, Bagges og Durren-
bergers á hinum félagslegu
þáttum virðast styðja niður-
stöður Byocks.
Athuganir Odners, Lund-
ens og Millers benda til að ís-
lendingasögur geti verið
mikilvægar heimildir um
hagkerfi á Islandi fyrir 1200.
Hvað svo?
Hvað geta sagnfræðingar
lært af mannfræðingum um
notkun Islendingasagna?
Mannfræðingar munu telja
að ekki þurfi frekari vitna við,
finnist samsvaranir í íslend-
ingasögum við niðurstöður
mannfræði um frumstæð
þjóðfélög eða þá að öðrum
kosti ef fram koma skýr kerfi
og mynstur þótt þau eigi sér
ekki auðsæjar hliðstæður í
öðrum samfélögum. Þetta er
mikilvægt íhugunarefni sagn-
fræðingum og er athugandi
hvort slíkar hliðstæður og
samsvaranir sem hér er lýst
geti uppfyllt kröfur í sagn-
fræði um tvær óháðar heim-
ildir. Er reyndar trúlegt að
margir sagnfræðingar verði
hugsi þegar þeir sjá hvernig
mannfræðingar og surnir
sporgöngumenn þeirra bera
hiklaust saman frásagnarat-
riði í íslendingasögum við hlið-
stæður sem þeir finna td. á
Korsíku eða í Albaníu á 19. og
20. öld. Á hinn bóginn eru
mannfræðingar vanir að
kanna samfélög á vettvangi;
þeim er því nokkuð framandi
að nota ritaðar heimildir eins
og íslendingasögur og eru
háðir því að geta sett þær í
félagslegt og sögulegt sam-
hengi. Mannfræðingar og
miðaldasagnfræðingar ættu
því að geta átt gagnlegt sam-
starf.
Tilvísanir:
l.Jónas Kristjánsson: ,,The
Roots of the Sagas". Sagna-
skemmtun. Studies in Honour
of Hermann Pálsson (1986),
187.
2. Lindow, John: „The Sagas as
Ethnographic Documents".
Alþjóðlegt fornsagnaþing.
Fyrirlestrar I (1973), 9-10.
Óskar Halldórsson: ,, ,,ls-
lenski skólinn" og Hrafn-
kelssaga". Tímarit Máls og
menningar 39 (1978).
3. Meulengracht Sörensen,
Preben: Norrönt nid. Forestill-
ingerom den umyndige mand
i de islandske sagaer (1980),
12-13.
4. Óskar Halldórsson, tilv. rit,
324.
5. Foote, Peter and David M. Wil-
son: The Viking Achievement.
The Society and Culture of
Early Medieval Scandinavia
(1970), xxiv-xxv.
6. Franfois-Xavier Dillmann
sem nýlega varði doktorsrit-
gerð urn galdur (magi) í ís-
lendingasögunum staðfestir
þetta munnlega en segir þó að
samanburður við finnskar
venjur sýni líka allmikinn
mun.
7. Björn Þorsteinsson: íslensk
miðaldasaga (1978), 72.
Durrenberger, E. Paul:
„Chiefly Consumption in
Commonwealth Iceland"
(1986), 11 (handritj.
8. Turner, VictorW: ,,An Anthro-
pological Approach to the Ice-
landicSaga". The Translation
of Culture. Essays to E. E.
Evans-Pritchard (1971), 358.
Textinn er þannig á ensku:
,,My own view is that there
were so many major continu-
ities between the earlier and
later years of the Common-
wealth, at the basic levels of
kinship and territorial
organization, mode of
subsistence, forms of adjudi-
cation and arbitration, and
norms governing relations
between individuals and
groups, that sagas treating of
both the earlier and later
periods can be regarded
equally as models of and for
95