Ný saga - 01.01.2000, Blaðsíða 32

Ný saga - 01.01.2000, Blaðsíða 32
Rósa Magnúsdóttir Margir mennta- og listamenn léðu málstað Sovétmanna krafta sína, eins og t.d. Halldór Kiljan Laxness sem var einn helsti áróðurs- maður þeirra í augum Banda- ríkjamanna Mynd 1. Istensk-ameríska félagið var stofnað að frumkvæði Ragnars Ólafssonar tögfræðings árið 1940. Hann varum árabil i stjórn Máls og menningar og sinnti lögfræðistörf- um fyrir Rússa. Síðar varð hann virkur féiagsmaður ÍMlR. * Menningartengsl Islands og Bandaríkjanna Samskipti Islendinga og Bandaríkjamanna voru afar lítil á fyrri hluta þessarar aldar. Bandaríkjamenn sýndu íslandi ekki mikinn áhuga fyrr en seinni heimsstyrjöldin braust út en sökum hernaðarmikilvægis íslands setlu þeir sér það grundvallarmarkið að tryggja sér varanlega hernaðaraðstöðu að stríði loknu. Flestir íslendingar voru fylgjandi samvinnu við Vesturveldin og gerðu sér grein fyrir mik- ilvægri legu landsins en áttu þó erfitt með aö samþykkja að láta af hendi landsvæði í skipt- um fyrir varnir. íslendingum þótti nýfengnu sjálfstæði ógnað með slíkum skuldbindingum og andstaða við dvöl erlends herliðs hér á landi var á engan hátt bundin við sósíalista.1 Bandaríkjamenn höfðu til mikils að vinna að viðhalda pólitískum og efnahagslegum stöð- ugleika hér á landi. Þeir geröu sér fljótlega grein fyrir því að til að ná þeim markmiðum þyrftu þeir að hafa sig alla við og beita skipu- lagðri upplýsingarstarfsemi. Það olli Banda- ríkjamönnum áhyggjum hversu mikil vinstri slagsíða var hjá helstu menntamönnum þjóð- arinnar, enda nutu þeir mikillar þjóðfélags- virðingar. Margir mennta- og listamenn léðu málstað Sovétmanna krafta sína, eins og t.d. Halldór Kiljan Laxness sem var einn helsti áróðursmaður þeirra í augum Bandaríkja- manna.2 Islenskir sósíalistar samsömuðu sig ætíð Ráðstjórnarríkjunum og höfðu náin samskipti við skoðanabræður sína og -systur í austurvegi. Borgaralega sinnaðir menn í sam- félaginu áltu ekki í eins beinum samskiptum við Bandaríkin. Hugur þeirra beindist meir að Norðurlöndum og Bretlandi, en eftir því sem samskiptin við Bandaríkin jukust varð nokkur breyting hér á og stofnað var til gagn- kvæmra menningartengsla. Upphaf menningarsamskipta íslands og Bandaríkjanna ntá rekja til slofnunar íslensk- ameríska félagsins hinn 8. janúar 1940. Þaö var stofnað að frumkvæði Ragnars Ólafsson- ar lögfræðings, en hann hafði verið við nám í New York veturinn 1938-39. Þar kynntist hann starfsemi The American-Scandinavian Foundation (ASF) er var stofnað áriö 1910 með það að markmiði að sluðla að tvíhliða menningartengslum Bandaríkjanna og Norð- urlanda.3 Islensk-ameríska félagið varð þegar deild í ASF en markmið ASF var að nota menningar- og menntaskipti til að efla stjórn- mála- og vináttutengsl, en það þótti nýstárleg aðl'erð í samskiptum þjóða.4 Sigurður Nordal var fyrsti formaður ís- lensk-ameríska félagsins en í stjórn sálu m.a. Thor Thors, Asgeir Ásgeirsson, síðar forseti, Jónas Jónsson frá Hriflu og Ragnar Ólafsson. Íslensk-ameríska félagiö hafði að megin- markmiði að greiða götu íslendinga til náms í Bandaríkjunum. Einnig skyldi félagið vera vettvangur félagslegra samskipta íslendinga og Bandaríkjamanna búsettra á íslandi og stuðla að auknu samstarfi þjóðanna á sviði viðskipla- og menningarmála.5 íslensk-amer- íska félagið lá þó í dvala l'rá árinu 1941 og hélt ekki fund um sjö ára skeið. Fáir Islendingar höfðu haft bein kynni af Bandaríkjunum þeg- ar félagið var stofnað og var starfið þar af leiðandi takmarkað.6 Kynni Islendinga og Bandaríkjamanna juk- ust mjög á stríðsárunum, bæði vegna fjölda bandarískra hermanna í landinu og einnig ferðuðust íslendingar í auknum mæli til Bandaríkjanna. íslendingar fóru ýmissa er- inda vestur um haf en allflestir til náms eða í viðskiptaerindum. El'tir styrjöldina skapaöist því betri grundvöllur fyrir menningar- og við- skiptalelag íslendinga og Bandaríkjamanna hér á landi en áður.7 Félagið var þó ekki endurreist að l'rum- kvæði Islendinga heldur Bandaríkjamanna. Upplýsingaþjónusta Bandaríkjanna á íslandi leit á það sem sitt helsta afrek árið 1948 að hafa endurreist Íslensk-ameríska lélagið, enda þurfti mikið til. Það tók starfsmenn Upplýsingaþjónustunnar eitt ár að sannfæra Sigurö Nordal um nauðsyn þess aö endur- reisa félagið og það tókst loks í september 1948, en þá var kallaður saman endurreisnar- fundur í Islensk-ameríska lélaginu. Forseli ASF, Lithgow Osborne, hafði þá ritað upplýs- ingafulltrúa Bandaríkjanna brél’ þar sem hann lýsti óánægju sinni með framtaksleysi Islensk-ameríska félagsins og þá staðreynd að einn stjórnarmanna væri kommúnisti.8 Senni- lega liafa Bandaríkjamenn haft horn í síðu Ragnars Ólafssonar en hann tók sæti í stjórn 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.