Ný saga - 01.01.2000, Blaðsíða 50

Ný saga - 01.01.2000, Blaðsíða 50
✓ Islendingar í Alsír Þjóð í kreppu I Alsír býr stolt þjóð í kreppu fátæktar, mann- fjöldasprengingar, borgarstyrjaldar og van- burðugs stjórnarfars. Saga landsins er sérstæð og uni margt merkileg og þar eru ýmsar minj- ar um langvarandi erlend yfirráð, rómversk, tyrknesk, frönsk. Barátta þessarar fyrrum frönsku nýlendu fyrir sjálfstæði sínu er okkur Islendingum auðskiljanleg, einnig barátta fyr- ir endurheimt sjálfsvirðingar sem beðið hefur hnekki í umróti hins óhugnanlega borgar- stríðs. Þó er hið síðara langtum flóknara mál. Það er einfalt að finna til samúðar með þjóð sem á einn sameiginlegan óvin utan lands, erfiðara þegar hann er strákurinn í næsta húsi, sem sker nágranna sinn á háls út af skeggleysi hans eða klæðaburði konunnar. Ognin er í því fólginn að enginn er óhultur, allir fara að tortryggja alla, óttast alla. Fólk hættir að þora út úr húsi, enginn kemur í heimsókn. Og kannski var okkur einmitt svona vel tekið af því það er svo langt síðan þeir hafa fengið langt að komna gesti. Það voru ekki bara við sem spurðum spurninga, einnig þeir höl’ðu sínar. Forstöðumaður Þjóðskjalasafnsins (Archives Nationales d'Algerie), Abdelkrim Badjadja, langaði t.d. að vita hvernig íslendingum lynti við Dani eftir sambandsslitin og við upplýstum hann um að þau samskipli væru afar vinsamleg. Við bentum honum á að einn liður í því að draga úr gagnkvæmri beiskju milli landanna hefði verið sá að Danir skiluðu okkur aftur handritunum á ögurstund. Þeim yrði kannski ögn hlýrra til Frakka ef Frakkar fengjust lil þess að láta einhverjar alsírskar þjóðarger- semar af hendi við þá. Forstjórinn hafði einmitt kvartað undan því að hið tilkomu- mikla Þjóðskjalasafn (húsið) væri mjög fátækt af frumgögnum um sögu þeirra. (Við höfðum áður tekið eftir því að í glæsta og hervarða Þjóðarbókhlöðuna vantaði einkum bækur.) Skjöl sem varða sögu landsins hafa lengst af verið varðveitt í þeim löndum sem Alsír hef- ur lotið á liðnum öldum eða staðið í stríði við, í Istanbúl í Tyrklandi, í Vatíkaninu, Livorno og fleiri stöðum á Ítalíu, í París, Marseille og Aix en Provence í Frakklandi. í Madrid eru skjöl, í London eru skjöl, í Amsterdam og víðar um Evrópu. Hann sýndi mér fagurt Ijós- rit af gömlum samningi milli deyjans í Alsír- borg og Englandskonungs um fangaútlausn sem Elísabet II Englandsdrottning hafði fært safninu að gjöf. Hann myndi glaður þiggja gögn frá íslandi. Fyrndur glæpur - framtíðarfengur Tyrkjaránið er löngu fyrndur glæpur. Eftir heimsókn mína til Alsír er það skoðun mín að íslenskir sagnfræðingar, skjalaverðir og aðrir sem rannsaka vilja þann atburð og eftirköst hans, eigi að hafa samskipti við kollega sína í „Barbaríinu“. Fyrir því væri gagnkvæmur áhugi. Forstöðumaður Þjóðskjalasafnsins telur það hins vegar „mission impossible" að ætla að leita afkomenda Islendinga sem þar lentu í þrælastétl fyrir bráðum 400 árum, þeg- ar fjórðungur íbúa borgarinnar voru hertekn- ir menn og konur frá flestum slrandbyggðum Evrópu. Slík leit er reyndar utan míns áhuga- sviðs. Hins vegar fyndist mér framtíðarfengur að því að nota þann snertiflöt milli landanna sem Tyrkjaránið er lil þess að átta sig betur á þeini menningarheimi sem varð hlutskipti rúmlega 300 landa okkar að renna saman við á 17. öld. Hvernig tókst íslenskum bændum og sjómönnum, íslenskum húsfrúm og mæðr- um, vinnufólki, börnum og unglingum, sem lifðu af umskiptin, að spjara sig sem ófrjálst lólk í nýjum heimkynnum. Hvernig leið því í heitara loltslagi og öðru gróðurfari þegar fram liðu stundir, hvernig tók það breyttum húsakosli, klæðaburði, matarvenjum, að ó- gleymdu því sem dýpra ristir í sálarlífinu og tengist trúnni. Tungumálahindrunin hefur verið hár þröskuldur lengi vel og er vissulega enn, en á meðan franska er mál hinna skóla- gengnu í Alsír eigum við góða möguleika á auknum gagnkvæmum skilningi. Vandi okkar eykst hins vegar ef arabíska verður ofan á sem eina málið í landinu og tunga spámanns- ins er í nýrri sókn. Múhameð á vaxandi lylgi að fagna í veröldinni. Islam eru þau trúar- brögö sem hraðast breiðast út á okkar dög- um. Við munum í auknum mæli þurfa að hafa samskipti við fólk sem játar þá trú. Tyrkjarán- ið er okkar aðgöngumiði að veröld islams. 4H
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.