Ný saga - 01.01.2000, Blaðsíða 15

Ný saga - 01.01.2000, Blaðsíða 15
Hnefaleikar á íslandi ræða fór fram hefði Alþingi borist áskorun frá l'undi Læknafélags Reykjavíkur þess efnis að samþykkja frumvarpið. Frummælandi og menntamálaráðherra höl'ðu einnig rætt þá hugmynd liins síðarnefnda að Iþróttasam- bandið tæki sjálft af skarið í málinu án af- skipta Alþingis, en komið sér saman um að ef svo færi væri samt ekki nóg að gert og því skyldi Alþingi taka frumkvæðið að því að banna hnefaleika með lögum.86 Þar með væri málið endanlega runnið úr greipum íþrótta- sambandsins. íþróttasambandið gafst þó ekki upp í við- leitni sinni þótl frumvarpið færi hraðbyri í gegnum neðri deild: „Þegar svo var komið málum, sendi framkvæmdastjórn ÍSÍ hverjum einum af þeim alþingismönnum, er sæti eiga í efri deild, mótmælabréf og skoraði á þá að fella frumvarpið.“87 Þessi mótmælabréf höfðu borist þing- mönnum þegar frumvarpið var tekið til 2. umræðu í efri deild.88 Það var gert þann 18. desember. Alfreð Gíslason gerði grein fyrir því að þingmenn efri deildar hefðu fengið í hendur mótmælabréf I.S.I. Hvað varðaði rökin í mótmælunum taldi Alfreð að stigs- munur en ekki eðlismunur væri á hnefaleik- um áhugamanna og atvinnumanna. Réttur Í.S.Í. sem æðsta aðila um allar frjálsar íþróttir í landinu væri heldur ekki skerlur með frum- varpinu, enda féllu hnefaleikar vart undir íþróttalögin samkvæmt skilgreiningu þeirra á íþrótt. Ef íþróttir væru heilsuspillandi bæri Alþingi að taka í taumana. Þá minnti hann á orð menntamálaráðherra um að forseti íþróttahreyfingarinnar hefði sagst hlynntur því að hnefaleikar leggðust niður en frum- kvæðið ælli ekki að koma frá Alþingi. Þar að auki hefði einn af undirritendum mótmæla- bréfsins nú viðurkennt í sín eyru að hnefa- leikar mættu deyja út á íslandi.89 Var nema von að honum væri spurn: „Er ekki eilthvað kergjublandið í þessum málflutningi sam- bandsstjórnarinnar?“9H Nægur tími hefði ver- ið l'yrir íþróttahreyfinguna til að beila sér í málinu, þ.e. banna hnefaleika, ef hugur fylgdi máli.91 En þótt íþróttasambandið hel'ði hins vegar tekið sig til og bannað hnefaleika sjálft hefði það, líkt og Kjartan .1. Jóhannsson benti á viö 2. umræðu í neðri deild og All'reö Gísla- Mynd 78. Keppendur og starfs- menn á síðasta íslandsmeistaramóti í hnefaleikum sem haldið var í íþrótta- húsinu að Háloga- landi 6. maí 1953. Aftari röð f. v.: Birgir Þorvaldsson, Pétur Wigelund, Páll Valdimarsson, Þorkell Magnússon, Jens Winther, Bjarne Lingás, Jens Þórðarson, Guðmundur Arason, Friðrík Clausen, Björn Eyþórsson, Bragi Stefánsson, Þorsteinn Gíslason. Neðri röð f.v.: Birgir Sigurgeirsson, Sigurður Þorvatds- son, Sigurður H. Jóhannsson, Halldór Friðriksson og Garðar Steinars- son. son benti á nú, hvergi nærri verið nóg: „Eftir sem áður gætu unnendur þeirra [hnefaleik- annaj stol'nað og starfrækt hnefaleikafélög og unnið mikið tjón, þótt þau stæðu utan íþróttasambandsins.“92 Við atkvæðagreiðslu var frumvarpið sam- þykkt nreð 12 samhljóða atkvæðum og vísað til 3. umræðu með sama atkvæðafjölda. Hún i'ór fram 19. desember en enginn tók til máls. Frumvarpið var samþykkt nieð 11 samhljóða atkvæðum og afgreitt sem lög frá Alþingi.93 Forseli íslands, Ásgeir Ásgeirsson, stað- festi lög um bann við hnefaleikum þann 27. desember 195694 og síðan hafa hnefaleikar verið ólöglegir á íslandi. Lokaorð Frá því hnefaleikar bárust fyrst lil íslands hafa verið deildar meiningar um gildi þeirra. Framan af töldu margir íþróttina ljóta og ekki vert að gera slíkar barsmíðar að skemmtun fyrir almenning. Á meðan regla var á æí'ing- urn og keppni í íþróttinni bar þó minna á gagnrýniröddum. Áhugi á íþróttinni var ætíð sveiflukenndur enda skiptust á tímabil vakn- ingar og deyfðar í sögu greinarinnar. Þar hal'ði framboð á æl'ingaaðstöðu og kennslu mikið að segja. Þó ber að laka mið af því að ekki var sjálfgefið að fjöldi þeirra sem stund- aði hnefaleikaæfingar væru keppnisfærir. Keppni í íþróttinni var enda ekki samfelld þar scm þátttaka íþróttafélaga var mismikil. Þeg- ar fram kom umræða um skaðleg áhrif hnefa- 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.