Ný saga - 01.01.2000, Blaðsíða 79

Ný saga - 01.01.2000, Blaðsíða 79
Þorskar í köldu stríði Knuls Frydenlunds utanríkisráðherra, voru viðræður hafnar á ný og í þetta skipti náð- ist samkomulag eflir að Henry Kissinger og Hans Dietrich Genscher utanríkisráðherra Vestur-Þýskalands höfðu þrýst á Breta. Hér var annaðhvort að duga eða drepast fyrir íslensku ríkistjórnina. Þeim Geir og Einari mátti vera það fullljóst eftir hina fjöl- mennu Keflavíkurgöngu að í deilunni við Breta dygði ekkert annað en fullnaðarsigur ef Bandaríkjamenn ættu að halda herstöðvum sínum á landinu og Island að vera áfram inn- an NATO. Niðurstaða viðræðnanna var samningur til sex niánaða um veiðar tæplega 30 breskra togara innan 200 mílna lögsögunnar en síðan skyldi veiðum Breta á íslandsmiðum hætt. Tollasamningar fslendinga við Efnahags- bandalagið tóku að fullu gildi og stjórnmála- samband tekið upp á ný. Þetta var í raun full- komin uppgjöf af hálfu Breta enda var á borð leggjandi að 200 mílna efnahagslögsaga yrði samþykkt á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna og þeir hel'ðu enga möguleika á að berjast fyrir söguleguni rétti sínum á íslands- miðum. Það er fyrst þarna sem vart verður að stjórnvöld í Bandaríkjunum beiti sér verulega til að leysa deiluna og þvinga Breta til að gefa eftir.58 Afstaða Breta Það vekur athygli hve bresk stjórnvöld voru reiðubúin að beita mikilli hörku í deilum sínum við íslendinga, bandamenn sína í NATO. í fjögurra mílna deilunni, 1952-56, settu Bretar löndunarbann á íslenskan l'isk og héldu því til streitu löngu eftir að Ijóst var að málið var tapað. Vegna löndunarbannsins lenti stór hluli af viðskiptum íslendinga hjá Sovétríkjunum, höfuðandstæðingi NATO. Flest bendir til að Bretar hafi látið áhyggjur bandamanna sinna í NATO vegna þessa sem vind um eyru þjóta. Málið var loks leyst með aðstoð OEEC.59 Ekki hefur tekist að finna neina haldbæra skýringu á þessari makalausu þrákelkni aðra en þá að gamla heimsveldinu hafi sviðið það svona sárt að lúta í gras fyrir dvergríki. Annað var uppi á teningnuni í deilunni 1958-61. Frá byrjun töldu Bretar að þeir stæðu nteð pálmann í höndunum gagnvart al- þjóðalögum og að íslendingar væru ekki ein- huga í afstöðu sinni. Innbyrðisdeilur íslend- inga væri hægt nýta til að ná fram hagkvænr- urn samningum. Yfirlýsingar íslensku ráð- herranna í samningaviðræðunum 1960 bentu og til þess að þeir væru tilbúnir að semja á þeim nótum sem Bretar lögðu til en gætu það ekki vegna pólilískra aðstæðna innanlands.60 Þegar breskir ráðamenn höl'ðu áttað sig á því að viðreisnarstjórnin hafði ekki þingmeiri- liluta fyrir samkomulagi af því tagi sem Bret- um var skapfelll lét hún minni hagsmuni víkja fyrir rneiri og fórnaði hagsmunum togaraút- gerðarinnar við Island l'yrir vígstöðuna gagn- vart Sovétríkjunum á Norður-Atlantshafi. Þetta gerðist þó ekki fyrr en að fullreyndu. í átökunum 1972-76 gengu Bretar fram á ystu nöf pólitískt og hernaðarlega. í bæði skipl- in munaði mjóu að aðgerðir þeirra hrektu Islendinga úr NATO og neyddu þá til að vísa bandaríska hernum úr landi. I 200-mílna deil- unni slitu Islendingar stjórnmálasambandi við Breta, en það eru hörðustu aðgerðir sem ríki grípa til í milliríkjadeilum, el' stríðsyfirlýsing er l'rátalin. Þetta mun eina dænti þess að vest- ræn ríki hafi rofið stjórnmálasamband sín á milli meðan á kalda stríðinu stóð. Bretar misnotuðu einnig aðstöðu sína hjá NATO. Nimrod-þoturnar sem áttu að i'ylgj- ast með ferðum sovéskra herskipa voru not- aðar til að njósna unt ferðir íslensku varðskip- anna og l'lotaaðgerðirnar bundu á íslands- miðum milli 20 og 30 freigátur sem áttu að vera reiðubúnar til átaka við sovéska l'lot- ann.61 Mynd 16. Samningaviðræður i Osló. Frá vinstri Matthías Bjarna- son sjávarútvegs- ráðherra, Einar Ágústsson utan- ríkisráðherra og Anthony Cross- land utanrikis- ráðherra. Mynd 17. Knut Frydenlund utanríkisráðherra Noregs kom að landhelgisdeilunni með margvis/egum hætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.