Ný saga - 01.01.2000, Blaðsíða 40

Ný saga - 01.01.2000, Blaðsíða 40
Rósa Magnúsdóttir Mynd 11. Undirskríft Fulbríght- samningsins 1957. Fremrí röð f.v.: Guðmundur I. Guðmundsson utanríkisráðherra, John J. Muccio sendiherra Banda- ríkjanna og Gylfi Þ. Gíslason mennta- málaráðherra. Aftari röð: Henrik Sv. Björnsson, Páll Ásg. Tryggvason, Carl H. Paterson, William Gibson, Knútur Hallsson og Birgir Thorlacius. leikaranna: „Tatjana Nikolaéva og Jane Carl- son geta rétt hvor annarri höndina...",68 en nú sáu Bandaríkjamenn svart á hvítu mögu- leikana sem hámenningin bauð upp á fyrir kröfuharða íslenska áhorfendur. Til að vinna gegn efasemdum íslenskra menntamanna um bandaríska menningu hófu Bandaríkjamenn því að beila sér frekar fyrir heimsóknum bandarískra lista- og menntamanna til ís- lands.6y íslenskir menntamenn voru vand- ræðagripir í augum Bandaríkjamanna þar eð þeir þóltu allt of hallir undir kommúnisma. Heimsóknir þeirra Tatjönu Nikolaévu og Jane Carlson vöktu mikla athygli og sérstak- lega þar eð þær voru á landinu á sama tíma. Menningarsendinefndir frá Sovétríkjunum komu fyrst til íslands árið 1951 og voru ætíð mest áberandi þátturinn í starfi MÍR. Islensk- ar sendinefndir til Sovétríkjanna og Banda- ríkjanna vöktu einnig athygli á íslandi þar eð flestir ferðalanganna skrifuöu greinar í blöð og tímarit um reynslu sína og upplifun er heim var komið. Tíu árum eftir stofnun MÍR horfði Kristinn E. Andrésson til upphafsáranna og lýsti því yfir að menningarsamkeppni Bandaríkjanna og Sovétríkjanna hefði gjörbreytt íslensku menningarlífi. Reyndar eignaði hann MÍR allan heiðurinn af breyttu menningarlands- lagi Islands og taldi starf félagsins hafa orðið til þess að Bandaríkjamenn hleyptu af stokk- unum menningarstríði. Upplýsingaþjónusta Bandaríkjanna í Reykja- vík hóf að kynna sér aðferðir MÍR og líkja eftir þeim: hóf að bjóða hingað menntafólki, skipuleggja ókeypis kvikmyndasýningar, sjá um dreifingu bóka og upplýsingaefnis og senda bestu lislamenn sína lil Islands. Islend- ingar tóku bandarískum listamönnum vel, en aðeins nokkrir þeirra voru jafn góðir og sovésku listamennirnir og örl'áir unnu sér hylli íslensku þjóðarinnar.70 Það er rétt hjá Kristni að aðstreymi lista- manna jókst eftir að MÍR tók til starfa enda er hægt að miða upphaf skipulagðrar menn- ingarbaráttu við stofnun félagsins. MÍR vann á með starfsemi sinni og sannaöi gildi sitt og að mati félagsmanna MIR var mesta viður- kenningin fólgin í því að Bandaríkjamenn hófu einnig að nýta hámenningu í áróðurs- skyni á Islandi. Það má þó ekki gleyma því að menningarhernaður, þ.e. áróður sem rniðar að eflingu vináttu-, menningar- og efnahags- tengsla, hefur lengi verið hluti af utanríkis- stefnu stórvelda en menningaráróður hefur aldrei verið einangraður þáttur utanríkis- stefnu.71 Ríkisstjórnir nota áróðurs- og upp- lýsingastarf lil að réttlæta aðgerðir sínar á öðrum sviðum og beita þeim aðferðum er best henta hverju sinni til að auka skilning og traust þjóða á athöfnum sínum á alþjóðavett- vangi.72 Bandaríkjamenn hófu að beila skipu- lagðri áróðursstefnu í fyrri heimsstyrjöld og upphaflegt markmið upplýsingarstarfsemi Bandaríkjanna var að draga fram kosti bandarísks lýðræðis og bæla ímynd lands og þjóðar á erlendum vettvangi.73 Árið 1950 breyttust þessi viðhorf er Harry S. Truman Bandaríkjaforseti hóf áróöursherferð gegn kommúnisma er hann kallaði Ccimpciign of Truth, eða sannleiksherferðina. Nú skyldi afhjúpa „friðaráróður" Sovétríkjanna og andkommúnískur áróður tók völdin.74 Þessi stefna fékk byr undir vængi eftir að Kóreu- stríðið hófst í júní árið 1950. Hlutverk Upplýsingastofnunar Bandaríkj- anna var að kynna landið sem fulltrúa frelsis, friðar og framfara í heiminum. Allan sjötta áratuginn var unnið að því að skapa Banda- ríkjunum ímynd lýðræðis og stöðugleika75 og tefla þeim fram sem andstæðu við þjóð- félagskerfi Sovétríkjanna, með hvössum andkommúnískum áróðri. Því er nokkuð ljóst að þó að MÍR menn, með Krislin E. Andrés- 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.