Ný saga - 01.01.2000, Blaðsíða 81

Ný saga - 01.01.2000, Blaðsíða 81
Þorskar í köldu stríði Framganga NATO og Bandaríkj astj órnar NATO-ríkin höfðu sett sér reglur um hvernig fara ætti með viðkvæm deilumál þeirra í milli. Þessar reglur dugðu hins vegar skammt í deilu íslendinga og Breta vegna þess að tekist var á um hvorki rneira né minna en lífsbjörg Islendinga og allur almenningur gat ekki sætt sig við neitt minna en fullan sigur. Bretar komu fram af sömu þrákelkni þó hagsmun- irnir væru smávægilegir. í þessari stöðu voru aðferðir bandalagsins til að miðla málum mátllitlar og framkvæmdastjórn þess ófær um að ráða fram úr málinu. Auðvitað var NATO nokkur vorkunn. Bandalagið var ekki skipu- lagt með það í huga að leysa deilumál sem skriffinnunum þar á bæ hefur áreiðanlega fundist vera um keisarans skegg. Of náin afskipti NATO af deilum aðildar- ríkjanna hefðu líka getað leitt til þess að bandalagið flæktist inn í enn erfiðari og hættulegri deilur. Árið 1974 áttu, svo dæmi sé tekið, Grikkir og Tyrkir í heiftarlegum deilum um Kýpur sem enduðu með blóðugri styrjöld og skiptingu eyjarinnar milli grísku- mælandi og tyrkneskumælandi íbúa hennar.- Ilikandi afstaða Bandaríkjasljórnar er líka að mörgu leyli skiljanleg. Hún var, líkt og NATO, í erfiðri stöðu. Deilan stóð annars vegar milli Bretlands, helsta bandamanns Bandaríkjamanna, og hins vegar lykilríkis í vörnum Bandarríkjanna og NATO á norður- slóðum. Bandaríkjastjórn greip því til þess ráðs að láta lítið fyrir sér fara, reyna að hafa alla góða og hvetja til samninga. Auðvitað fór svo á endanunr að hún varð að grípa inn í en það var ekki fyrr en á Oslóarfundinum þegar allt var komið í hnút eftir stjórnmálaslit ís- lands og Bretlands. Það er líka eins og Bandaríkjamenn hafi ekki verið samkvæmir sjálfum sér hvað varð- aði 200 rnílna deiluna og hafréttarmálin. Full- trúar Bandaríkjastjórnar sem fóru með haf- réttarmálin töldu Islendinga til sinna nánustu bandamanna á hafréttarráðstefnunni en þeir sem fóru með málefni norðurhafa og NATO virðast hafa verið mjög tvístígandi.67 Afstaða Sovétríkjanna Ekkert bendir til að pólitískir hagsmunir ein- ir sér hafi ráðið upphafinu á hinum miklu við- skiptum Sovétríkjanna og Islands árið 1953 þótt deilur Islendinga og Breta kunni að hafi átt þar einhvern þátt.68 Opinber stefna þeirra í 12 mílna deilunni var stuðningur við ísland enda höfðu Sovétríkin tekið sér 12 mílna landhelgi. Um seinni deilur gegndi nokkuð öðru máli. Sem úthafsveiðilyjóð voru Sovét- menn andvígir stærri lögsögu er 12 mflum en lýstu sarnt stuðningi við íslendinga vegna sér- stöðu landsins.69 Breskar heimildir benda til þess að Sovét- stjórnin hafi haft takmarkaðan áhuga á að blanda sér í deilur íslendinga og Breta í 12 mílna deilunni70 og hvað 50 mflna deiluna áhrærir benda ummæli Jakobs Maliks á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna til hins sama. Sarntal þeirra Farafonovs og Péturs J. Thor- steinssonar tekur af allan vafa unr að Sovét- ríkin höfðu engan áhuga á að ísland segði sig úr NATO og jafnvægið á Norður-Atlantshafi raskaðist. Það er svo aftur annað nrál hvað hefði orðið uppi á teningnum þar á bæ ef Is- land hefði sagt sig úr NATO og rekið banda- ríska herinn burt. Það er því fjarri öllu lagi að Alþýðubanda- lagið hafi gengið erinda Sovétríkjanna með því að reka harða stefnu í landhelgismálinu eins og pólitískir andstæðingar þess héldu Mynd 18. Þessi skopmynd birtist í enska blaðinu Evening Standard þegar átökin á íslands- miðum stóðu sém hæst. - „Þjónn! Það er sprengjubrot í fiskinum sem ég er að snæða!" 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.