Ný saga - 01.01.2000, Page 81
Þorskar í köldu stríði
Framganga NATO og
Bandaríkj astj órnar
NATO-ríkin höfðu sett sér reglur um hvernig
fara ætti með viðkvæm deilumál þeirra í milli.
Þessar reglur dugðu hins vegar skammt í
deilu íslendinga og Breta vegna þess að tekist
var á um hvorki rneira né minna en lífsbjörg
Islendinga og allur almenningur gat ekki sætt
sig við neitt minna en fullan sigur. Bretar
komu fram af sömu þrákelkni þó hagsmun-
irnir væru smávægilegir. í þessari stöðu voru
aðferðir bandalagsins til að miðla málum
mátllitlar og framkvæmdastjórn þess ófær um
að ráða fram úr málinu. Auðvitað var NATO
nokkur vorkunn. Bandalagið var ekki skipu-
lagt með það í huga að leysa deilumál sem
skriffinnunum þar á bæ hefur áreiðanlega
fundist vera um keisarans skegg.
Of náin afskipti NATO af deilum aðildar-
ríkjanna hefðu líka getað leitt til þess að
bandalagið flæktist inn í enn erfiðari og
hættulegri deilur. Árið 1974 áttu, svo dæmi
sé tekið, Grikkir og Tyrkir í heiftarlegum
deilum um Kýpur sem enduðu með blóðugri
styrjöld og skiptingu eyjarinnar milli grísku-
mælandi og tyrkneskumælandi íbúa hennar.-
Ilikandi afstaða Bandaríkjasljórnar er líka
að mörgu leyli skiljanleg. Hún var, líkt og
NATO, í erfiðri stöðu. Deilan stóð annars
vegar milli Bretlands, helsta bandamanns
Bandaríkjamanna, og hins vegar lykilríkis í
vörnum Bandarríkjanna og NATO á norður-
slóðum. Bandaríkjastjórn greip því til þess
ráðs að láta lítið fyrir sér fara, reyna að hafa
alla góða og hvetja til samninga. Auðvitað fór
svo á endanunr að hún varð að grípa inn í en
það var ekki fyrr en á Oslóarfundinum þegar
allt var komið í hnút eftir stjórnmálaslit ís-
lands og Bretlands.
Það er líka eins og Bandaríkjamenn hafi
ekki verið samkvæmir sjálfum sér hvað varð-
aði 200 rnílna deiluna og hafréttarmálin. Full-
trúar Bandaríkjastjórnar sem fóru með haf-
réttarmálin töldu Islendinga til sinna nánustu
bandamanna á hafréttarráðstefnunni en þeir
sem fóru með málefni norðurhafa og NATO
virðast hafa verið mjög tvístígandi.67
Afstaða Sovétríkjanna
Ekkert bendir til að pólitískir hagsmunir ein-
ir sér hafi ráðið upphafinu á hinum miklu við-
skiptum Sovétríkjanna og Islands árið 1953
þótt deilur Islendinga og Breta kunni að hafi
átt þar einhvern þátt.68 Opinber stefna þeirra
í 12 mílna deilunni var stuðningur við ísland
enda höfðu Sovétríkin tekið sér 12 mílna
landhelgi. Um seinni deilur gegndi nokkuð
öðru máli. Sem úthafsveiðilyjóð voru Sovét-
menn andvígir stærri lögsögu er 12 mflum en
lýstu sarnt stuðningi við íslendinga vegna sér-
stöðu landsins.69
Breskar heimildir benda til þess að Sovét-
stjórnin hafi haft takmarkaðan áhuga á að
blanda sér í deilur íslendinga og Breta í 12
mílna deilunni70 og hvað 50 mflna deiluna
áhrærir benda ummæli Jakobs Maliks á vett-
vangi Sameinuðu þjóðanna til hins sama.
Sarntal þeirra Farafonovs og Péturs J. Thor-
steinssonar tekur af allan vafa unr að Sovét-
ríkin höfðu engan áhuga á að ísland segði sig
úr NATO og jafnvægið á Norður-Atlantshafi
raskaðist. Það er svo aftur annað nrál hvað
hefði orðið uppi á teningnum þar á bæ ef Is-
land hefði sagt sig úr NATO og rekið banda-
ríska herinn burt.
Það er því fjarri öllu lagi að Alþýðubanda-
lagið hafi gengið erinda Sovétríkjanna með
því að reka harða stefnu í landhelgismálinu
eins og pólitískir andstæðingar þess héldu
Mynd 18.
Þessi skopmynd
birtist í enska
blaðinu Evening
Standard þegar
átökin á íslands-
miðum stóðu
sém hæst. -
„Þjónn! Það er
sprengjubrot í
fiskinum sem ég
er að snæða!"
79