Ný saga - 01.01.2000, Blaðsíða 53

Ný saga - 01.01.2000, Blaðsíða 53
Snorri og bræður hans valdaformgerð samlelagsins, ásaml þeim hugtökum hans sem skýra hvernig þessum tengslum er háttað, eru því eitt meginfram- lag hans til félagsfræði nútímans. Þau eru einkar áhugaverð fyrir þann sem fæst við bókmenntasögu. Ástæðan fyrir því er sú að þau skapa nýjan grundvöll til að skilja sam- band bókmenntasköpunar og samfélags- gerðar, og hefur Bourdieu sjálfur vísað veg- inn í því sambandi með rannsóknum sínum á verkum Gustaves Flauberts, skáldsöguhöf- undar frá síðari helmingi 19. aldar.10 Velta má l’yrir sér hvort hugtök Bourdieus séu nothæf til að skýra löngu liðinn veruleika samfélags sem er mjög ólíkt iönvæddum þjóðlelögum síðustu tveggja alda. Ég tel að svo sé og vona að eftirfarandi tilraun til að láta þau varpa Ijósi á framgang og átök Sturlusona muni sannfæra lesendur um að hér sé komin leið sem vert sé að kanna betur í rannsóknum á ís- lensku miðaldasamfélagi. Efnahagslegt auðmagn Þótt kenning Bourdieus byggi á þeirri megin- hugmynd að hinar ýmsu tegundir auðmagns vinni saman á óaðgreinanlegan hátt, er hent- ugt að fjalla um hverja þeirra fyrir sig. í fljótu bragði má ætla að efnahagslegt auðmagn sé undirstaða annars konar auðmagns og því er sjálfsagt að byrja á því. I nýrri bók urn höfðingjaveldi á Islandi á þjóðveldistímanum fjallar Jón Viðar Sigurðs- son um grundvöllinn að veldi höfðingja, m.a. um efnahagslega undirstöðu þess. Telur Jón að skipta megi tekjulindum goða og höfðingja í fjóra llokka: • þingfararkaup sem þingmenn þeirra greiddu þeim, og aðrar sambærilegar greiðslur; • þóknanir fyrir að taka að sér málarekstur í umboði annarra; • ránsfengur, t.d. eigur óvina gerðar upptæk- ar eftir sigur í orruslu; • tekjur af búum höfðingjanna sjáll'ra eða staða sem þeir réðu yfir.11 Jón er á þeirri skoðun að síðasttaldi flokkur- inn hafi skipt langmestu nráli, ekki síst þegar völd tóku að safnast á færri hendur um eða upp úr aldamótunum 1200. A.rn.k. benda heimildirnar til þess að höfðingjar á 13. öld leggi mun meira upp úr því að safna jarðeign- urn og ná undir sig auðugum kirkjustöðunr. Mynd 2. Höfðingjar leituðust við að hafa vopn- færa menn í liði sínu. Einn fylgdarmanna Snorra Sturlusonar var þýskur og hét Herburt. Hann „kunni allra manna best við Buklara". Hér er hann staddur á Alþingi og ættar að höggva Hjaltlend- inginn Eyvind bak- rauf úr liði Magnúsar allsherjagoða. Til að stöðva hann tók Magnús „berum höndum sverðið“ og „skeindist mjög á höndum".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.