Ný saga - 01.01.2000, Qupperneq 76

Ný saga - 01.01.2000, Qupperneq 76
Guðmundur J. Guðmundsson Mynd 10. Joseph Luns framkvæmdastjóri NATO gerði allt sem í hans valdi stóð til að leysa landhelgisdeiluna. Mynd 11. Freigátan Scylla siglir á varðskipið Tý í febrúar 1976. Myndin er tekin af enskum fréttamanni og birtist í blaðinu Commercial Fishing. stórtjóni þegar þær lentu aftan á skutnum á þeim. Líklega urðu átökin á miðunum hvað hörðust í tíunda þorskastríðinu. A Islandi magnaðist andúð manna á NATO og jafnvel hörðustu stuðningsmenn bandalagsins töldu það ekki standa sig í stykkinu. Háværar kröfur voru uppi um að ís- land segði sig úr NATO og bandaríski herinn væri látinn fara úr landi þar sem ljóst væri að hann hefði engan áhuga á því að vernda land- ið fyrir utanaðkomandi árás. Bandarísku her- stöðvarnar á Miðnesheiði og Stokksnesi urðu fyrir aðkasti og lokuðu Suðurnesjamenn og Hornfirðingar aðkomuleiðum að þeim með grjóti og bílum. Þar voru að verki stuðnings- menn allra stjórnmálaflokkanna, yfirlýstir stuðningsmenn NATO sem og herstöðvaand- stæðingar. Aðgerðirnar náðu hámarki þann 15. maí 1976 þegar herstöðvaandstæðingar efndu til fjölmennusta Keflavíkurgöngu sem gengin hefur verið og lauk henni um kvöldið með útifundi sem um tíu þúsund manns sóttu. A stjórnmálasviðinu varð þróunin með svipuðum hætti og 1973. Um leið og breski flotinn hafði verið sendur á íslandsmið slitu Islendingar samningaviðræðum og skömmu síðar fór íslenski sendiherrann í Washington á fund Roberts Ingersolls í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna og gerði honum grein fyrir stöðu mála og varaði við aðgerðum Breta. Ingersoll lýsti yfir áhyggjum Bandaríkja- stjórnar af deilunni og lét í ljós ósk um að við- ræður hæfust á ný með aðstoð vinveittra ríkja.41 Á bak við tjöldin reyndu Norðmenn að bera klæði á vopnin, einkum Knut Fryden- lund utanríkisráðherra. Sven Anderson utan- ríkisráðherra Svía ræddi einnig við breska ráðamenn og lagði að þeim að sýna gætni. Bretar virðast einnig hafa leitað hófanna við Svía um að þeir reyndu að miðla málum.42 í desember 1975 kynntu íslendingar málið fyrir aðildarþjóðum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Flestir fulltrúanna þar voru sam- mála um að ógerningur væri að ná fram for- dæmingu á framferði Breta. Ráðið gæti í raun ekki gert annað en hvatt deiluaðila til að sýna stillingu. Forseti Öryggisráðsins, sem reyndar var fulltrúi Breta, hvatti íslendinga til að draga málið til baka og benti á að illdeilur tveggja vestrænna þjóða innan ráðsins þjón- uðu aðeins hagsmunum andstæðinga þeirra. Fulltrúi Kínverja lagði áherslu á að málið yrði leyst innan NATO og á NATO-l'undi í desem- ber bað Callaghan utanríkisráðherra Breta Einar Ágústsson um það sama, málskot til Öryggisráðsins yrði aðeins óvinafagnaður.43 Málið komst líka á dagskrá hjá NATO. Islenska fastanefndin bar fram mótmæli við framkvæmdastjóra bandalagsins Joseph Luns og benti á að framferði Breta bryti í bága við Atlantshafssáttmálann.44 Nefndin lagði til við íslensk stjórnvöld að tekið yrði tilboði Luns um að hann kæmi til Islands og látið yrði reyna á hvort honum tækist að koma sjónar- miðum íslendinga á framfæri í Bretlandi.45 Viðræður í Chequers Það er skemmst frá því að segja að Luns gerði ítrekaðar lilraunir til að miðla málum og tókst meðal annars að koma á fundi forsætisráðherranna Geirs Hallgrímssonar og Harolds Wilsons í Chequers 24.-26. janúar. En allt kom fyrir ekki, þótt nokkuð drægi saman með deiluaðilum varð fundurinn ár- angurslaus. Bilið var einfaldlega of breitt. Slil á stjórnmálasambandi lágu í loftinu. Þarna kom líka í ljós að stjórnarl'lokkarnir voru alls ekki samstiga í málinu. Meðan Geir var að semja í Chequers gal' Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra varðskipunum skipun um að skera á togvíra og meðan samningamenn snæddu hádegismat 26. janúar bárust fréttir um að skorið hefði verið á víra togarans Boston Blenheim. Viðbrögð Breta létu ekki á sér standa: „Tútnaði Callaghan út og varð eins og karfi í andliti, en Wilson hvítnaði.“46 Bandaríkjamenn höfðu miklar áhyggjur af 74
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.