Ný saga - 01.01.2000, Blaðsíða 80

Ný saga - 01.01.2000, Blaðsíða 80
Guðmundur J. Guðmundsson Forystumenn Sjálfstæðisflokks- ins óttuðust ekki síður en aðrir ráðamenn NATO afleiðingar þess ef valdajafn- vægið í norður- höfum raskaðist Bandaríkjastjórn greip til þess ráðs að láta lítið fyrir sér fara, reyna að hafa alla góða og hvetja til samninga Stefna Breta í 200 mílna deilunni var og mjög sérkennileg. Sjálfir voru þeir búnir að taka sér 200 mílna efnahagslögsögu um auð- lindir á sjávarbotni og höfðu ekki lýst and- stöðu sinni við 200 mílna fiskveiðilögsögu. Jafnvel lá í loftinu að þeir myndu lýsa yfir 200 mílna lögsögu þegar hafréttarráðstefna Sam- einuðu þjóðanna hefði gengið frá samþykkt- um þar um. Stefnan gagnvart Islendingum var í fullkominni andstöðu við þetta eins og margir bentu á, bæði innan Bretlands og utan. Að manni læðist sá grunur að dagblaðið Guardian hafi haft rétt fyrir sér þegar það ásakaði Anthony Crosland umhverfis- og síð- ar ulanríkisráðherra um að keyra fram þessa þversagnakenndu stefnu vegna þess að hann var þingmaður fyrir Grimsby en togarar það- an áttu eins og kunnugt er mikilla hagsmuna að gæla á íslandsmiðum.62 Hvað stefnu Breta varðar er þó einna at- hyglisverðust fullyrðing Vestur-Þjóðverja þess efnis að Bretar hafi alls ekki talið ísland eins mikilvægt fyrir NATO og aðrar Vestur- Evrópuþjóðir. Það verður fróðlegt að kanna, þegar bresk skjöl um tíunda þorskastríðið verða gerð opinber, á hverju þetta mat breskra stjórnvalda byggði og hvort aðrir, t.d. Banda- ríkjamenn, hafi verið sama sinnis og það skýri að einhverju leyti aðgerðaleysi þeirra í deilunni. Flestir forystumenn NATO og stjórn- málamenn á meginlandinu voru þó á öðru máli. Joseph Luns kallaði ísland mikilvæg- ustu „fasteign NATO“ á norðurslóðunr og ef Bandaríkjaher missti aðstöðuna hér þyrfti NATO að leggja út í milljarðafjárfestingu til að bæta sér upp missinn.63 Ymislegt bendir og til að innan breska stjórn- kerfisins hafi menn hreinlega ekki gert sér grein fyrir því hve málið var alvarlegt. Hann- es Jónsson var sendiherra í Moskvu meðan á átökunum 1975-76 stóð. Síðari hluta vetrar 1976 kom nýr breskur sendiherra, Howard Smith, til Moskvu. Venjan er sú að nýr sendi- herra heimsæki þá sem fyrir eru og kasti á þá kveðju. Þó mun það vera regla í samskiptunr sendiherra að ef ríki eiga í hernaðarátökum eða alvarlegum deilum sín á milli forðast sendiherrar þeirra að eiga önnur samskipti en þau sem sem brýna nauðsyn ber til. Smith sendiherra boðaði hins vegar komu sína í sendiráð Islands eins og ekkert hefði í skorist en í samræmi við reglur neitaði Hannes að taka á móti honum.64 En hvernig getur staðið á slíku vanmati. Sennilegasta skýringin er hin opinbera afstaða Sjálfstæðisflokksins og málgagna hans, Morgunblaðsins og Vísis.65 Það var ætíð stefna Sjálfstæðisflokksins að tengja ekki þorskastríðin við herstöðina og veru íslands í NATO nema ef NATO gæti aðstoðað okkur við að koma málstað okkar á framfæri og þrýst á Breta um lausn á deilununr. Jafnframt var vendilega haldið fram ýmsurn kostum þess að semja við Breta gegn veiðiheimildum. Þetta var kallaður jákvæður þrýstingur. En þegar þetta bar ekki árangur lenti Sjálfstæðisflokkurinn óhjákvæmilega í vand- ræðum. Hann hafði gefið mönnurn of miklar væntingar gagnvart NATO og þegar jákvæði þrýstingurinn bar ekki árangur hlaut hann að snúast yfir í neikvæðan þrýsting og einkenn- ast al' hótunum eins og hjá Framsóknar- flokknum og öðrum flokkum.66 Meginástæð- an fyrir þessari stefnu Sjálfstæðisflokksins var auðvilað að forystumenn flokksins óttuðust ekki síður en aðrir ráðamenn NATO afleið- ingar þess ef valdajafnvægið í norðurhöíum raskaðist. Almennir flokksmenn litu öðrum auguni á málið. Fyrir þeim var það mun mik- ilvægara að tryggja rétt sinn til að draga björg í bú. Ekki má heldur vanmeta þær deilur sem urðu milli stjórnarflokkanna um stefnuna í samningaviðræðunum 1975-76. Framsóknar- menn voru mun harðari í afstöðu sinni en Sjálfstæðismenn og olli þetta á stundum ringulreið og stefnuleysi sem hefur án efa ruglað bæði viðsemjendurna og bandalags- þjóðirnar í NATO í ríminu. Eins og áður er getið, sagði íslenska samninganefndin undir forystu Ólafs Jóhannessonar í viðræðunum við Breta 15.-16. október 1973, blákalt að af Islands hálfu væri landhelgismálið mikil- vægara en öryggismálin því það væri lífshags- munamál sem framtíð landsins ylti á. Ekkert bendir til að stefna Framsóknarflokksins í 200-mílna deilunni hafi verið önnur. 78
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.