Ný saga - 01.01.2000, Blaðsíða 77

Ný saga - 01.01.2000, Blaðsíða 77
Þorskar í köldu stríði gangi mála. Joseph J. Sisco aðstoðarutanríkis- ráðherra Bandaríkjanna ræddi málin við Har- ald Kröyer sendiherra og fór fram á að ekki yrðu stigin nein skrcf sem grafið gætu undan velvilja í garð íslands hjá bandamönnum þeirra og sagði að fjallað væri um málið á æðstu stöðum.47 íslensk stjórnvöld báðu Harald Kröyer að kanna nánar hvað væri á seyði en þá fékk hann þau svör að þar sem Bandaríkjastjórn væri í vinfengi við báða deiluaðila vildi hún forðast að bianda sér efnislega í málið enda teldi stjórnin sig ekki geta komið fram með neina sérstaka tillögu. Hún voni hins vegar að ekki slitni upp úr við- ræðum.48 Annaðhvort hafa íslensku sendi- mennirnir misskilið skilaboð Bandaríkja- manna eða þeir skipt uin skoðun. í Bretlandi var ýmsum og órótt. Miðstjórn breska Verkamannaflokksins sendi til dæmis frá sér ályktun þar sem bresk stjórnvöld voru gagnrýnd og hvött til samninga sem fyrst. Bresk blöð fjölluðu mikið um málið og bentu á að kostnaðurinn við flotaverndin væri gríð- armikill og ekki í neinu samræmi við það sem deilt væri um. Stjórnmálasambandi slitið Fyrir viðræður þeirra Wilsons og Geirs í janúar höfðu íslendingar hótað að slíta stjórnmálasambandi við Breta og átti sú hótun sinn þátt í að koma viðræðununt á. Eftir að viðræðurnar fóru út um þúfur héldu herskipin aftur inn í fiskveiðilögsöguna og eftir mjög hörð átök á miðunum ákvað ríkis- stjórn íslands þann 19. febrúar 1976 að slíta stjórnmálasambandi við Breta. Þar með var málið koinið á mun alvarlegra slig. Bandamenn Breta í NATO voru margir hverjir mjög óánægðir með framgöngu þeirra, einkum þó Vestur-Þjóðverjar og Hollending- ar, og létu þeir það óspart í ljós á vikulegum hádegisverðarfundum fastafulltrúanna með Joseph Luns. Nokkru eftir stjórnmálaslitin, í mars, urðu miklar umræður um málið á ein- um slíkum fundi og gerði Luns fulltrúunum grein fyrir afstöðu sinni í málinu og er Ijóst að hann var orðinn mjög þreyttur á Bretum. Fram kom að Frakkar og Hollendingar höfðu falið sendiherrum sínum í London að gera „demarche“.49 Bretar voru spurðir hvort Bandaríkjamenn hefði á einhvern hátt komið að deilunni en þeir svöruðu: „Eiginlega ekki“ (Not really). Þegar beðið var um nánari skýr- ingu var því svarað að þeir hefðu ekki beitt þrýstingi, „gert demarche“. í þessum umræð- um þagði bandaríski fulltrúinn þunnu hljóði. Nokkru áður hafði kornið frarn á sams konar fundi að stór hluti af afla Breta á íslandsmið- um hefði farið í kattamat og setti fundarmenn hljóða við þá fregn.50 En Bretar sátu ekki aðgerðalausir innan NATO og í lok febrúar lögðu þeir til að eftir- litsmönnum frá bandalaginu yrði komið fyrir um borð í freigátunum og varðskipunum. Þessi tillaga fékk afleitar undirtektir hjá öðr- um NATO-ríkjum sem óttuðust að með þessu drægist bandalagið inn í átökin auk þess sem ábyrgð þessara eftirlitsmanna yrði mikil. ís- lendingar höfnuðu hugmyndinni alfarið.51 Islcnsk stjórnvöld voru og athafnasöm. Einar Agústsson lýsti því til dæmis yí'ir í við- tali við Stavanger Aftenblad að Islendingar væru að hugsa um leigja tundurskeytabáta og flugvélar frá Noregi og bætti því við að stefna Breta gæti leitt til þess að Islendingar segðu sig úr NATO.52 Daginn eftir lagði svo dóms- málaráðuneytið til við utanríkisráðuneytið að leigð yrðu eitt til tvö hraðskreið skip af As- hville-gerð af bandarískum stjórnvöldum og væri í því sambandi hægt að vísa í bókun þrjú í viðaukasamningi frá 22. október 1974 um að efla skuli samstarf landhelgisgæslunnar og varnarliðsins. Skömmu síðar lagði svo ís- Mynd 12. Henry Kissinger utanríksráðherra Bandarikjanna hafnaði beiðni Islendinga um Ashville-herskip. Mynd 13. Herskip af Ashville-gerð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.