Ný saga - 01.01.2000, Blaðsíða 60

Ný saga - 01.01.2000, Blaðsíða 60
Torfi H. Tulinius Þeir höfðu sjálfsmynd, gildismat og aðferðir við að vinna úr veruieikanum sem voru höfð- ingjastéttinni eiginleg félagslega veruleikann sér í liag. Það er athygl- isvert að á tímabilinu sem hér er til athugun- ar á sér einmitt stað slík „yfirtaka" nýs hóps íslenskra höfðingja á því menningarauðmagni sem felst í sagnaritun og áður var í höndum kirkju og konungsvalds. Má vera að sú stefna sem sagnaritunin tók á fyrri hluta 13. aldar skýrist að miklu leyti af baráttu íslenskrar höfðingjastéttar fyrir að skilgreina félags- legan veruleika hennar í sína eigin þágu. Lokaorð: Menningarauðmagn og valdabrölt Synir Hvamm-Sturlu voru af höfðingjaættum: faðir þeirra hafði mannaforráð og sömuleiðis móðurafi þeirra. Því hafa þeir fengið uppeldi höfðingjasona sem tryggði þeim habitus þeirrar stéttar sem mestu réð í íslensku sam- félagi á 13. öld. Þeir höfðu sjálfsmynd, gildis- mat og aðferðir við að vinna úr veruleikanum sem voru höfðingjastéttinni eiginleg. Það kemur því ekki á óvart að þeim skyldi takast að verða höfðingjar, heldur að þeir skyldu all- ir ná svo langt sem raun ber vitni, einkum þó yngsti bróðirinn Snorri. Svarið við þeirri ráð- gátu sýnist vera þríþætt: I fyrsta lagi voru þeir uppi á tímum breyt- inga í Evrópu og á íslandi. í Evrópu gerist það að menntun verður veigameiri meðal leikmanna en fyrr og nær sú þróun einnig til Norðurlanda. A íslandi virðist hafa skapast valdatóm með andláti Jóns Loflssonar sem varð til þess að framgjarnir menn freistuðust til að etja kappi við rótgróna höfðingja. Jafnframt jókst aðdráttarafl norsku hirðar- innar fyrir íslenska höfðingjasyni þegar nteiri friður komst á þar í landi eftir róstur 12. aldar. Um leið hafði Noregskonungur betra tóm til að skipta sér af málum hér á landi. í öðru lagi breyttust aðstæður á íslandi á þann veg að höfðingjar komust í aðstöðu til að sanka að sér meira af öllum þremur teg- undum félagslegs auðmagns en áður var hægt: efnahagslegu auðmagni, táknrænu auðmagni og menningarauðmagni, en þessar þrjár teg- undir auðmagns bjuggu yfir töluverðum „margfeldis-“ eða „samlegðaráhrifum'1 að því Ieyti að hver tegund gaf tækifæri til að ávaxta aðrar. Sturlusynir virðast hafa verið leiknari en aðrir við að koniast yfir þetta auðmagn og nota það sér til framdráttar. I þriðja lagi fóru höfðingjar að nýta betur og á nýjan hátt það menningarauðmagn sem til staðar var í samfélaginu. Hér virðist Snorri hafa haft sérstöðu meðal bræðra sinna og er ekki ólíklegt að uppeldi hans í Odda hafi gert hann meðvitaðri en þeir voru um það hve menningariðja gat styrkt stöðu þess sem ætl- aði að hasla sér völl í samfélaginu. En það fór ekki vel fyrir þeint frændum, Snorra, Sighvati og Sturlu. Þeir komust ekki eins langt og þeir stefndu og féllu fyrir and- stæðingum sínum í baráttunni um völd. En jaínvel þótt það hefði ekki gerst, er allsendis óvíst hvort nokkur þeirra hefði náð takmarki sínu. Þá skorti það táknræna auðmagn sem l'ólst í því að vera af konungsælt, en lifðu á tímum þegar hugmyndafræði konungsvalds- ins var að ná hámarki í gervallri Evrópu, og því takmarkað hve einslaklingur sem ekki var af konungsætl gat klifrað hátt í þjóðfélags- stiganum. Að lokum: Hinn mikli menningarblómi sem varð á Islandi á 12. og 13. öld er réttilega lengdur við vöxt og vægi kaþólsku kirkjunnar á þessum tíma, og hafa fræðimenn á síðustu áratugum unnið mikið og gott starf við að upplýsa okkur um það. En mörg af merkustu verkunum voru samin af leikmönnum sem annaðhvort voru höfðingjar eða voru í nábýli við þá. Þess vegna á líka að skoða bók- menntaafrek þessara tíma í ljósi þess að menningariðja af ýmsu tagi var höfðingjum nauðsynleg í þeirri innbyrðis santkeppni um völd sem var svo ríkur þáttur í lífi þeirra. Tilvísanir * Grein þessi cr liður í stærri rannsókn á félagslegu rými á síðari hluta þjóðveldisaldar sem ég er að vinna að með Benedikti Eyþórssyni sagnfræðinema. Við undirbúning að samningu hennar hef ég notið aðstoðar Benedikts og er ég honum þakklátur fyrir. 1 „og Snorra líkaði illa.“ Slurlunga saga, Áma saga bisk- ups, Hrafns sagu Sveinbjarnarsonar hin sérstaka I—II. Ritstj. Örnólfur Thorsson (Reykjavík, 1988), bls. 253. 2 Sama hcimild. bls. 253. 3 Helgi Þorláksson, „Snorri Sturluson og Oddaverjar", Snorri álta alda minning (Reykjavík, 1979), bls. 76-85. - Sjá einnig Gunnar Karlsson, „Stjórnmálamaðurinn Snorri“, í sama riti, bls. 23-51.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.