Ný saga - 01.01.2000, Blaðsíða 25

Ný saga - 01.01.2000, Blaðsíða 25
Verkið sem tókst að vinna punda á lesendur meiri og samanþjappaðri fróðleik en vel l'er á í frásögn. Þannig leiðist Njáll Sigurðsson út í algera upptalningu þeg- ar kemur að framlagi núlifandi kynslóðar til kirkjutónlistar og nefnir átta kóra og átta stjórnendur þeirra í átta línum (IV, bls. 362). Stundum verður texti sérfræðinganna óþægi- lega sérfræðilegur að efni og orðavali, og má nefna sem dæmi frásögn Einars Sigurbjörns- sonar um frumvarp að nýrri helgisiðabók árið 1897 (IV, bls. 233): Fyrsti hluli frumvarpsins er textar sunnu- daganna. Þar er lagt til að guðspjallaraðir verði þrjár og stuðst við danskar tillögur þar að lútandi. Fyrsta textaröðin er sú forna en tvær eru nýjar. Með hinum nýju guðspjallaröðum var gefið ákveðið val- frelsi við textaval sem fram að því hafði verið bundið við eitt guðspjall. Kollektur áttu að vera þær sörnu og í Handbók 1869 og píslarsagan átti að haldast óbreytt. Nokkuð er líka um endurtekningar efnis- alriða, oft vegna þess að þau koma fyrir bæði í texta aðalhöfundar og sérfræðings eða tveggja sérfræðinga. Örlög hins fræga róðu- kross í Kaldaðarnesi eru þrírakin, í meginmáli Lofts Gultormssonar, myndartexta og sér- fræðikafla Þóru Kristjánsdóttur (III, bls. 105-106, 200). Fyrir sálmabókinni 1801, Aldamótabókinni svokölluðu, er gerð grein í meginmáli Lofts Guttormssonar í III. bindi (bls. 339) og sérfræðikafla el'tir Einar Sigur- björnsson í IV. bindi (bls. 18-21). Yfirtaka safnaða á rekslri sóknarkirkna er rakin í meg- inmáli Þórunnar Valdimarsdóttur (IV, bls. 87-88) og sérfræðikafla Gunnars Kristjáns- sonar um kirkjubyggingar (IV, bls. 208). Kvennal'ræði Ingu Huldar kemur dálítið ann- arlega út því sumt af því sem mikilvægast er sagt um konur og kristni birlist í köflum ann- arra höfunda, og þar kernur auðvitað ekki fram hvort það stendur þar vegna ábendingar hennar eða að frumkvæði höfundarins. Ökunnugur lesandi gæti ályktað að tæpasl hefði verið þörf á sérstökum kvennafulltrúa við verkið. Þetta eru samt smáatriði í samanburði við hitt að ekkert sérsvið hefur orðið óþægilega fyrirferðarmikið og ekkert hefur orðið útund- an, svo að áberandi sé. Innleiðsla kvenna í kristnisöguna er líka of stórt framfaraspor til þess að við gelum látið smáhnökra spilla ánægju okkar af því. í meginatriðum hefur ritstjóra og ritstjórn tekist að stefna þessum stóra og sundurleita hópi höfunda að einu sameiginlegu marki. Það verður að teljast afrek. Gainaldags víðsýni Breski sagnfræðingurinn Lord Acton gaf væntanlegum höfundum að fyrslu úlgáfu Cambrídge Modern History ströng fyrirmæli um hlulleysi:5 our Waterloo must be one thal satisfies French and English, German and Dutch alike; that nobody can tell, without examin- ing the list of aulhors, where the Bishop of Oxl'ord laid down the pen, and whether Fairbairn or Gasquet, Liebermann or Harrison took it up. Edward Carr vitnaði til þessara orða í fyrir- lestri við Cambridge-háskóla árið 1961 lil þess að sýna livað Acton hefði haft barnalega trú á hlutlægni staðreynda, og ekki hel'ur orð- I meginatriðum hefur ritstjóra og ritstjórn tekist að stefna þessum stóra og sundur- leita hópi höfunda að einu sameigin- legu marki. Það verður að teljast afrek AF BÓKUM 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.