Ný saga - 01.01.2000, Síða 76
Guðmundur J. Guðmundsson
Mynd 10.
Joseph Luns
framkvæmdastjóri
NATO gerði allt
sem í hans valdi
stóð til að leysa
landhelgisdeiluna.
Mynd 11.
Freigátan Scylla
siglir á varðskipið
Tý í febrúar 1976.
Myndin er tekin af
enskum fréttamanni
og birtist í blaðinu
Commercial Fishing.
stórtjóni þegar þær lentu aftan á skutnum á
þeim. Líklega urðu átökin á miðunum hvað
hörðust í tíunda þorskastríðinu.
A Islandi magnaðist andúð manna á
NATO og jafnvel hörðustu stuðningsmenn
bandalagsins töldu það ekki standa sig í
stykkinu. Háværar kröfur voru uppi um að ís-
land segði sig úr NATO og bandaríski herinn
væri látinn fara úr landi þar sem ljóst væri að
hann hefði engan áhuga á því að vernda land-
ið fyrir utanaðkomandi árás. Bandarísku her-
stöðvarnar á Miðnesheiði og Stokksnesi urðu
fyrir aðkasti og lokuðu Suðurnesjamenn og
Hornfirðingar aðkomuleiðum að þeim með
grjóti og bílum. Þar voru að verki stuðnings-
menn allra stjórnmálaflokkanna, yfirlýstir
stuðningsmenn NATO sem og herstöðvaand-
stæðingar. Aðgerðirnar náðu hámarki þann
15. maí 1976 þegar herstöðvaandstæðingar
efndu til fjölmennusta Keflavíkurgöngu sem
gengin hefur verið og lauk henni um kvöldið
með útifundi sem um tíu þúsund manns
sóttu.
A stjórnmálasviðinu varð þróunin með
svipuðum hætti og 1973. Um leið og breski
flotinn hafði verið sendur á íslandsmið slitu
Islendingar samningaviðræðum og skömmu
síðar fór íslenski sendiherrann í Washington á
fund Roberts Ingersolls í utanríkisráðuneyti
Bandaríkjanna og gerði honum grein fyrir
stöðu mála og varaði við aðgerðum Breta.
Ingersoll lýsti yfir áhyggjum Bandaríkja-
stjórnar af deilunni og lét í ljós ósk um að við-
ræður hæfust á ný með aðstoð vinveittra
ríkja.41 Á bak við tjöldin reyndu Norðmenn að
bera klæði á vopnin, einkum Knut Fryden-
lund utanríkisráðherra. Sven Anderson utan-
ríkisráðherra Svía ræddi einnig við breska
ráðamenn og lagði að þeim að sýna gætni.
Bretar virðast einnig hafa leitað hófanna við
Svía um að þeir reyndu að miðla málum.42
í desember 1975 kynntu íslendingar málið
fyrir aðildarþjóðum Öryggisráðs Sameinuðu
þjóðanna. Flestir fulltrúanna þar voru sam-
mála um að ógerningur væri að ná fram for-
dæmingu á framferði Breta. Ráðið gæti í raun
ekki gert annað en hvatt deiluaðila til að sýna
stillingu. Forseti Öryggisráðsins, sem reyndar
var fulltrúi Breta, hvatti íslendinga til að
draga málið til baka og benti á að illdeilur
tveggja vestrænna þjóða innan ráðsins þjón-
uðu aðeins hagsmunum andstæðinga þeirra.
Fulltrúi Kínverja lagði áherslu á að málið yrði
leyst innan NATO og á NATO-l'undi í desem-
ber bað Callaghan utanríkisráðherra Breta
Einar Ágústsson um það sama, málskot til
Öryggisráðsins yrði aðeins óvinafagnaður.43
Málið komst líka á dagskrá hjá NATO.
Islenska fastanefndin bar fram mótmæli við
framkvæmdastjóra bandalagsins Joseph Luns
og benti á að framferði Breta bryti í bága við
Atlantshafssáttmálann.44 Nefndin lagði til við
íslensk stjórnvöld að tekið yrði tilboði Luns
um að hann kæmi til Islands og látið yrði
reyna á hvort honum tækist að koma sjónar-
miðum íslendinga á framfæri í Bretlandi.45
Viðræður í Chequers
Það er skemmst frá því að segja að Luns
gerði ítrekaðar lilraunir til að miðla málum
og tókst meðal annars að koma á fundi
forsætisráðherranna Geirs Hallgrímssonar og
Harolds Wilsons í Chequers 24.-26. janúar.
En allt kom fyrir ekki, þótt nokkuð drægi
saman með deiluaðilum varð fundurinn ár-
angurslaus. Bilið var einfaldlega of breitt. Slil
á stjórnmálasambandi lágu í loftinu. Þarna
kom líka í ljós að stjórnarl'lokkarnir voru alls
ekki samstiga í málinu. Meðan Geir var að
semja í Chequers gal' Ólafur Jóhannesson
dómsmálaráðherra varðskipunum skipun um
að skera á togvíra og meðan samningamenn
snæddu hádegismat 26. janúar bárust fréttir
um að skorið hefði verið á víra togarans
Boston Blenheim. Viðbrögð Breta létu ekki á
sér standa: „Tútnaði Callaghan út og varð
eins og karfi í andliti, en Wilson hvítnaði.“46
Bandaríkjamenn höfðu miklar áhyggjur af
74