Teningur - 01.05.1987, Blaðsíða 3
Vindhögg eða vítakast?
Þrjár athugasemdir
í DV þriðjudaginn 14. apríl birtist rit-
dómur Amar Ólafssonar um Tening. Rit-
dómurinn verður að teljast tiltölulega
hliðhollur tímaritinu og er ekkert nema
gott eitt um það að segja. Þó eru nokkur
atriði sem gera má athugasemdir við. Þau
má flest skrifa á sjónarhól ritdómarans,
sem er sjónarhóll fflabeinstumsins við
bakkann á straumi tímans, og þeir sem á
honum standa gera sér ekki alltaf fulla
grein fyrir því hvað þeir em að tala um
þegar út á er komið. Fyrsta atriðið, sem
hér verður vakiðmálsá.varðardómhans
um myndlistarefni blaðsins, annað efn-
isval þess, hið þriðja umsögn hans um
rekstur þess og útgáfutíðni.
Ritdómarinn telur að mest skorti á góða
ritstjóm í myndlistarefni blaðsins. Það
efni segir hann að sé skrifað af myndlist-
armönnum sem taki viðtöl við myndlist-
armenn og útkoman sé stundum aðeins
fyrir innvígða. Það má vel vera. En hon-
um sést yfir að nákvæmlega sömu sögu
má segja um bókmenntaefnið. Þar eru á
ferðinni bókmenntamenn sem taka viðtöl
við bókmenntamenn og útkoman verður
stundum aðeins fyrir innvígða: þá sem
hafa lesið verk viðkomandi höfundar.
Munurinn er eingöngu sá að ritdómarinn
er í þessum hópi, en ekki hinum. Ef hann
hefði sjálfur verið í myndlistarhópnum
hefði hann vafalaust viðhaft sömu orðin
- um bókmenntaefnið. Það er að vísu
rétt, að stuttar greinargerðir sem ætlaðar
væru lesendum sem ekki eru „inni“ í mál-
unum mættu að ósekju vera fleiri, og skal
ritdómaranum þökkuð sú ábending. En
tímaritið er nú einu sinni ætlað þeim sem
hafa áhuga á efni þess, en ekki hinum
sem láta sig það engu skipta.
Annað atriðið varðar glósur ritdómarans
um efnisval tímaritsins. Um það segir
hann að ritið hljóti að „búa að verulegu
leyti að því sem menn koma ekki út ann-
ars staðar". Auk þess telurhann ritstjóm-
ina ekki nógu virka. Þessi orð hans er
ekki hægt að túlka öðruvísi en svo, að
Teningur geti ekki verið neitt annað en
annars eða jafnvel þriðja flokks tímarit.
Við hvaða „efnisleg" rök styðst nú þessi
skoðun hans? Heldur maðurinn virki-
lega, að viðtölin, sem ritstjómin hefur
tekið, séu þess eðlis að hún hafi ekki
komið þeim út annars staðar? Heldur
hann að grein Helga Þorgils Friðjónsson-
ar og erindi Magnúsar Pálssonar séu í
Teningi af því að þeir hafi með engu móti
getað komið þeim út annars staðar?
Heldur hann að sögur Thors Vilhjálms-
sonar og Einars Kárasonar, ljóð Þórarins
Eldjáms og Braga Ólafssonar, grein
Keld Jörgensens, svo dæmi sé tekið, séu
í Teningi af því þessir menn hefðu engan
veginn getað komið þeim á framfæri ann-
ars staðar? Af hverju segir hann þá að
tímaritið hljóti „að verulegu leyti að búa
að [efni] sem menn koma ekki út annars
staðar“?
Þriðja atriðið varðar athugasemdir rit-
dómarans um rekstur tímaritsins og
útgáfutíðni. Það er eins og maðurinn
haldi að ritstjómin hafi ekkert annað að
gera en sitja auðum höndum á kaffihús-
um miðbæjarins. „Lágmarkskunnáttu í
fjármálum" til þess að „þetta ágæta
menningartímarit komist til almennings"
segir hann ritstjómina vanta. Til hvaða
almennings? Teningur hefur ákveðnu
miðlunarhlutverki að gegna fyrir áhuga-
menn um listir og bókmenntir og er ekki
ætlað neitt annað. Að flytja öllum
almenningi menningarefni er í verka-
hring dagblaðanna og það hefúr aldrei
staðið til að hasla sér völl á þeim vett-
vangi. Hitt vita þeir sem eitthvað hafa
komið nálægt útgáfu tímarita af svipuð-
um toga og Teningur, að slík rit verða
ekki rekin á sama grundvelli og mörg
önnur tímarit. Auglýsendur em langt frá
því að vera hrifnir af viðskiptum við
menningartímarit, ekki síst ef þau em ný
af nálinni eins og Teningur, jafnvel þeir
sem koma nálægt menningarmálum. Eða
talar ritdómarinn kannski af áratuga
reynslu af öflun og innheimtu auglýsinga
á vegum menningartímarita? Tímarit
eins og Teningur verða því fyrst og
fremst að reiða sig á stuðningsmenn sína,
áskrifenduma. Og áskrifendumir em fáir
og prentkostnaður hár, því verður ekki
neitað. En þeir em þó nógu margir til
þess að ritið eigi að geta komið út og
staðið undir prentkostnaði óháð auglýs-
ingamarkaðnum - að því gefnu að áskrif-
endumir greiði gíróseðlana sína. En eins
og alkunna er tekur oft sinn tíma að inn-
heimta gíróseðla og útgáfutíðnin verður
þar af leiðandi að ráðast af því fjármagni
sem fyrir hendi er hverju sinni. Það er
líka vitað að sumir gagnrýnendur og list-
fræðingar lyfta ekki litlafingri nema
skoða fyrst tölumar í gjaldskrá stéttarfé-
laga sinna. Þeir vinna ekkert ókeypis.
Þeir em því ekki réttu mennimir til þess
að fara háðsyrðum um þá sem hafa lagt
fram vinnu sína endurgjaldslaust í þeirri
von að það væri þó skömminni skárra að
gera eitthvað heldur en nöldra með hend-
ur í vösum yfir því að enginn geri neitt.
Gunnar Harðarson
1