Teningur - 01.05.1987, Síða 9

Teningur - 01.05.1987, Síða 9
Búkurinn, einkum tæmar, þoldi illa frostið. Sama þótt hann dúðaði sig; færi í brúnu sokkana og þá gráu utan yfir og svo framvegis. Já og stóru selskinns- skóna. Alltaf var honum ískalt á tánum. Og á milli þeirra. Hann hafði því mest haldið sig inni við á Grænlandi í lokin. Og var sköllóttur. Það var eftir þetta sem hann réði sig í Skálann. Honum fannst sem það væri hið eina sem hann gæti gert úr því sem komið væri. Hann hafði í rauninni leitað allra úrræða, en engin dugðu. Allskyns meðul, lyf og smuming reyndust hald- laus. Líka undraefnið djeennsébé; en því miður var hann einn af hverjum fjómm sem það verkaði ekki á. Og lyfið minox- idfl sem í senn dró úr blóðþrýstingi og jók hárvöxt. Sofnaði bara af því. Alheims- sambandið hafði sent honum samúðar- skeyti þegar það kom í ljós. Og heildarút- gáfuna af Skrá yfir skölótta menn, með myndum; öll tilbrigði frá því að ljós- myndavélin var fundin upp 1813. Nítján bindi. En hún varenn í smíðum. Reyndar var hann ritstjóri hennar á íslandi og í Færeyjum og auk þess eina dæmið um alopecia arreata á því svæði; varð því að skrifa sjálfslýsingu. Þegar hann gekk í Alheimssambandið hafði hann hins vegar strax fengið senda Skrá yfir skölótta menn fyrir tíma ljós- myndanna. Áttatíu og sjö bindi. Þar vom langir kaflar um þá Egil og Skallagrím. Og sérstakur kafli um Njál, undir afbrigði. Hann hafði einmitt hugsað sér að vinna í og með að Skránni í Skálanum, þegar gæfist tóm. En það færi auðvitað allt eftir veðurfari hvemig honum yrði innan- brjósts; hvort hann hefði í sér döngun til skrifta. Sálin var eins og vond loftvog sem missti jafnvægið við minnstu veðra- brigði svo hending ein réði hvert nálin vísaði. Hann varð því að leggja traust sitt á hverflynda veðurguði sem engin vegur var að henda reiður á; en tóku sér samt stundum hvíldir og höfðu kalt... Og það var einmitt þá, já þama í Skálan- um, sem lífið virtist loks ætla að brosa við honum í alvöru. Eða svo haíði hann haldið. Já, víst hafði hann haldið það. Reyndar verið orðinn viss um það. Næg- ar vom ástæðumar. En. Nei. Hann hafði hugleitt þetta hundraðþúsund sinnum fram og aftur.'En það vantaði botninn. Eða var enginn? Hvemig stóð á þessu? Hann snýtti sér. Hafði sem sé ráðið sig sem skálavörð yfir veturinn. Var einn. Um helgar kom fjöl- menni og renndi sér á skíðum og sleðum og meiddi sig. Þá hafði hann lyftumar í gangi, það var í hans verkahring; og að kynda Skálann. En hún... Hann hengdi hausinn. Kom hún ekki einu sinni í viku? Hvað með það? Hvers vegna þessar hugsanir? Gat hann ekki þurrkað þær burt? Hún kom einu sinni í viku. Já. Þvoði þvotta og skúraði á miðvikudögum. Hann mundi það svo sem. Kom í bítið með rútunni og fór undir kvöld. Já, en svo gisti hún stundum. Um tíma alltaf. Það var í janúar og febrúar. Þá hélt hann að allt væri lukkað; allt væri eins og það ætti að vera. Þau vom ástfangin. Hann elskaði hana. Og hún hann. Og hárið á honum eins og á Hallgerði langbrók, ja nema ögn styttra... Það hafði eiginlega byrjað eitt kvöldið þegar hún bað hann að berja með sér gaddfreðinn þvottinn niður af snúmnum. Hún hengdi nefnilega alltaf úti hvemig sem viðraði. En náttúmlega höfðu þau gefið hvort öðm hýrt auga drjúgan tíma. Svona kíkt framan í hvort annað og roðnað. En ekkert frekar... Hann kunni ekkert á svona lagað eða hafði enga verk- æfingu; einungis af bókum. Og fann reyndar þá sem endranær hversu stórt skref er frá huga til handar og því ekkert undur þótt á ýmsu hefði gengið jafnvel hjá hinum kloflengstu mönnum að stíga það hnjasklítið. Svo var eins og það væri meira búklegt en andlegt í framkvæmd, samkvæmt fræðibókum. Eða að andinn ryddi búklegum hvötum veginn. Það kostaði hann vangaveltur þar sem hann taldi þetta andlegt fyrst og fremst; eða máske eins konar blending... Hann hlúði að henni þegar þau komu inn með þvottinn. Henni var kalt. Lánaði henni sængina sína og sauð ofan í hana kaffi. Svo kysstust þau áður en hún straujaði. Alveg undirbúningslaust. Þvert ofan í allar uppskriftir. Hann mundi það eins og það hefði gerst í gær. Eða væri að gerast... En sá unaður. Og hún strauk lófa í gegnum hárið og sagði að hann væri góður. Já, þannig hófst það og varð æ nánara og indælla eftir því sem fram leið. Hann hugsaði ekki um annað. Þau áttu svo vel saman fannst honum. Hún sagði það líka. Áttu sömu áhugamálin. Líkaði best að vera ein í kyrrð og ró. Horfa á stjöm- umar og tunglið og rendur eftir þrýsti- loftsflugvélar þegar bjart var og heið- skírt. Hann hafði lesið svo margt. Hún sagði að hann væri svo gáfaður og góður. Og líka fallegur. Stundum sagði hún að hárið væri svo mjúkt og fallegt; hún elsk- aði fallegt hár. Það kom illa við hann, sótti sí og æ á hann. Samt lét hann á engu bera. Auðvitað vissi hann að hún yrði að vita þetta, annað kom ekki til greina; um það vom öll fræðirit á sama máli. Engu mátti leyna. Alls engu. Því þá væri allt ónýtt. En ekki var nóg að yrði að segja það hvað sem það kostaði. Það þurfti að koma sér að því... Segja það. Höfundar bókanna höfðu sennilega aldrei lent í því, sem ekki var nema von; þeir vom bara ráðleggjendur. Aðrir praktísemðu. Nú var hann einn þeirra... Það hlyti að falla undir að segja allt, þetta með arreatað. Var það ekki? Jú, hann var viss um það. En verst þótti honum að loksins þegar hann var elskaður skyldi hann vera með hár. Hitt hefði verið auðveldara; þáþyrfti ekki eins miklar útlistanir hélt hann. Mun eðlilegra væri að hár yxi en að það dytti af, að minnsta kosti auðskýrðara um svo ungan mann... 7

x

Teningur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.