Teningur - 01.05.1987, Qupperneq 10

Teningur - 01.05.1987, Qupperneq 10
Það var strax eftir þetta kossakvöld eða um kvöldið í miðjum klíðum, sem þessar bollaleggingar hófust. Og höfðu staðið hvfldarlítið æ síðan. Kreist hann og kramið innanverðan, ært í honum heil- ann og sproksett miðtaugakerfið; æ ofan í æ. Stundum valdið óbærilegum maga- kvölum og mýkt hægðimar; stundum hert þær. Þá hljóðaði hann innan í sér. Þessar hugsanir voru óþolandi. En hvað ætti hann að gera? Það var spumingin. Hvemig færi hann að þessu? Kom sér aldrei til þess; var oft að því kominn, en þá brosti hún kannske til hans svo blítt... Og hvað gat hann gert? Skemmt brosið? Nei, hann gat það ekki. Hvað myndi hún líka segja? Hvemig brygðist hún við? Hún sagðist elska hann. Hlaut þá að elska hann sköllóttann líka. Eða hafði hann svikist inn á hana með því að segja henni það ekki strax? Hann var viss um að hann elskaði hana þótt hún væri sköllótt. Já, þótt vantaði í hana allar tennumar. Og dýrt að smíða upp í. Hann elskaði hana samt. En þetta vom svik. Veðrið var honum hliðhollt. Þetta sex til átta stiga frost dag eftir dag. Hún sagði að hann væri gáfaður og góður. Var það ekki aðalatriðið? Var það ekki miklu traustari undirstaða ástarinnar en hárið? Eða eitthvað sem kom honum í sjálfu sér ekkert við? Eða átti ekki að gera það, fannst honum. En hann gat aldrei sagt henni það. Ekki beinum orðum. Og hvemig ætti hann líka að bera sig að því; hann sem elskaði hana og vildi ekki særa hana? Átti hann þá ekki að segja henni það af því að hann elskaði hana og hún hann? Var það ekki? En hvemig? Átti hann kannske bara að segja við hana: Heyrðu, elsku hjartans ástin mín eina... ég er með skalla. Átti hann að gera það? Hvað segði hún? Færi hún ekki að hlæja þegar hann bætti því við að það væri meira að segja sjúklegur skalli? Eða gráta? Eða segði hún ef til vill að hún elskaði hann ekki meir? Því miður, hún hefði ekki verið með réttu ráði þennan tíma. Nei. Það gat ekki verið. Eða héldi hún kannske að hann væri að fara með upphaf á nútímaljóði? Já kannske. Hann beið sífellt færis. Leitaði að orða- lagi. En kom sér ekki að því. Gat það ekki. Og tíminn hafði liðið. Ójá. Honum hafði í rauninni aldrei liðið eins vel og aldrei eins illa. Stundum las hann fyrir hana á kvöldin. Henni þótti hann lesa svo vel. Og reyndar var hann fluglæs í hljóði, en illa upphátt; truflaðist ef hann heyrði í sér. Honum hafði helst dottið í hug að talfærin og heymin ynnu illa saman; gæti verið eitthvað í tengslum við sjúkleikann. En hann angraði sig svo sem ekki út af því, nógur var vandinn samt. Það var þá helst þama í Skálanum á kvöldin. Hann æfði sig þegar hún var í bænum, tróð bómull í eyrun og las upphátt; en allt varð einhvem veginn að einni hryglu í hausnum á honum, svo hann hætti því... Hún var líka ánægð. Og var það ekki nóg? Hann las kafla úr Njálu, Eglu og Grettlu og Ölkofraþátt allan. Og fjölda ljóða. Stundum hlýddu þau á útvarp... og andardrátt hvors annars; það var svo gott. Mest las hann Njálu og mest um Njál. Suma kaflana oft. Og lofaði hann mjög í ræðu, hversu snjallur hann hefði verið. Minntist oft á að honum hefði ekki sprottið grön. Kannske væm það gáfu- merki? Allir virtu hann. Höfðu ekkert við hann að athuga annað en það sem engu máli skipti; að hann var skegglaus. En slíkt væri hismi og hégómi. Hann sagði henni að skeggleysi væri ekki algengt, en flestir sem hann vissi um kinnabera væm og hefðu verið mætir menn; eins og Þiðrik af Bem og Bófi hinn skegglausi. Já og Ásmundur Ófeigsson grettis. Sumir væru einnig nauða sköll- óttir. Það væri algengara. Til dæmis leikarinn Salavas. Hún sagði að sér þættu sköllóttir menn ljótir. Hún elskaði hár. Hann sagði að miklu meira skipti það sem menn hefðu að geyma, en það sem héngi utan á þeim. Það sannaðist líka á Njáli. Hann var vitur maður, forspár, heilráður og góðgjam; hógvær, dreng- lyndur, langsýnn og langminnugur. Hann leysti hvers manns vandræði. Samt var hann skegglaus. Skalli skipti þessa eiginleika heldur engu máli. Það væri marg sannað. Sennilega bæri lítill eða enginn hárvöxtur vott um að mikilmenni væri á ferð... En henni þótti allt hárlaust ljótt. Sagði meira að segja að sér þætti það ógeðslegt. Þó væri sennilega skárra skeggleysi en skalli. Það var í eina skiptið sem hann reiddist henni. Eða varð sár. Já, hann varð fremur sár en reiður. Hún skildi hann ekki, hugs- aði hann. Eða til hvers hélt hún eiginlega að hann væri síjarmandi um Njál? Hugs- aði hún ekki? Lagði hún ekki saman tvo og tvo? Hann var sannfærður um að hún væri svo gagntekin af ástinni, svo staur- blind á duldar merkingar og lævísar lík- ingar, að hún hefði enga rænu á samlagn- ingu. Það hlaut að vera skýringin. Hún vissi ekki að hann var með sjúklegan skalla. Hún hefði þá aldrei sagt þetta. Var það? Nei. Um miðjan mars tók að hlýna. Hann barðist gegn því, en fátt var til ráða. Skrúfaði fyrir allan hita í Skálann. Lét kalt vatn renna frjálst úr öllum krönum. Skolaði oft niður. Samt hitnaði. Loftið varð rakt eins og í búningsklefum íþrótta- garpa eða á eynni Krít. Hann var sísveitt- ur. Loks greip hann til þess örþrifaráðs að sitja í eldhúsinu með hausinn inni í ískápnum. Það var hálmstráið. En þótt hann hímdi bara með hausinn og axlirnar í skápnum var honum líka kalt á tánum. Það var ný uppgötvun sem hann gat ómögulega botnað í. Hvemig sem hann velti þessu fyrir sér fundust engar skýringar. Hann hafði ekki fyrr vitað að búkurinn væri svona góður leiðari. Skyldi þetta vera algengt? Nema eitthvað amaði að tánum á honum? Hann þorði ekki að hugleiða til enda þær afleiðingar 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Teningur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.