Teningur - 01.05.1987, Qupperneq 12

Teningur - 01.05.1987, Qupperneq 12
um þótt hann dræpist? Ja, ekki nema CT/fairtn Skrána... Haföi ekki enn lokið sínum kafla. Hann strauk hendi mjúklega yfir skallann. Var nú eina dæmið á svæðinu. Og alveg sérstakt. Já, einstakt í allri samanlagðri Skránni. Hann fengi margar myndir; undir öllum sjónarhomum. Það var ekki svo lítið. Svo gæti hann kortlagt á sér hausinn, getið uppgötvana sinna og birt niðurstöður mælinganna. Orðið heimsfrægur fyrir óvenjulega athyglis- gáfu og rannsóknarhæfileika. Það væri ekki ónýtt. Yrði að ráða sér umboðs- mann. En skipti þetta nokkxu máli? Var það ekki hundómerkilegt? Yrði heimurinn samur? Breyttist nokkuð þótt hann stykki með þennan fróðleik? Fengi smágrein í blöðin þar sem segði að maður hefði dottið í sjóinn og drukknað. En það var svo algengt. Enginn tæki eftir því. Hann dæsti. Þyrfti að sofa á þessu. Hugleiða þetta. Var hann ekki sömu megin við vegginn og hún? Vom það sömu for- merkin? Hann snérist á hæli og gekk burt frá bryggjunni. Þungt hugsi. Apríl 1978 Yngvi Egilsson BÖRN UM VETUR I Smábörnin meðal fólksins í snjónum niðrá stoppistöð eru svo dúðuð í föt að þau tvístíga þar litlir frankensteinar Svona árla morguns er vindur ekki vakinn og í djúpfrystri kyrrðinni er andgufan útúr hverjum manni óskrifað pláss fyrir orð fígúm í teiknimyndasögu Allt er litlaust ekki einusinni svart og hvítt bara grámyglulegt nema daufgul ljós stauranna sem ná því enganveginn að lýsa upp stöðina II Sólin er að lyfta sér með seigum hjartaslögum yfir lægstu þökin og alltíeinu er fólkið farið að tala saman hábölva seinum vagninum og hasta á bömin sem benda opinmynnt á sólina breyta trjánum í rauð háræðanet sem greinast uppí hvítan og blóðlausan himininn Og enginn tekur eftir hábölvuðum vagninum sem krafsar sig upp götuna eins og handleggur í snjónum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Teningur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.