Teningur - 01.05.1987, Page 13

Teningur - 01.05.1987, Page 13
SKRIFAÐ í BÖRKINN LJÓÐIÐ Sá síðasti var goðumlíkur en það gerði allt bara enn verra Dafne! hvíslaði hann með logandi augu og fálmandi hendur ég hljóp en fæturnir þreyttust urðu harðir sem tré hann náði mér í lundi við tjömina eitthvað gerðist ég vildi það ekki það þaut í laufi Líf meðal trjáa vildi ég var það þetta Nú heyri ég ekki einum til heldur öllum þeir koma á vorin heitir af ást að rótgrónu tré augun logandi og hendur skera stúlkuleg nöfn í brjóstið á mér ÁBYRGÐARSENDING Til Patten og Plath Þú hefur sent mér yndislega gjöf pappakassa fullan af ljóðum Ég tíni þau upp eitt af öðru þau eru marglit og falleg og lita á mér hendumar Ég horfi alsæll á þau svífa einsog blöðmr uppí loftið En eftir því sem ég kem dýpra í kassann grynnkar ánægja mín Er þetta bara tómur kassi fullur af ljóðum Er ekkert á botninum Ég er hættur að strjúka og sleppa ljóðunum gref bara í pappakassann einsog óður maður Ljóðin missa lit sinn verða grá og ljót og meiða mig en mér er sama Ég hætti ekki fyrren ég veit hvað er á botninum Einsog svo oft í vetur er ég flúinn inní hús undan veðrinu En nú af öfugum ástæðum úti er steikjandi hiti Það er mnnin upp miðbaugssól og malbikið er sólgult einsog eyðimörk reynitrén em pálmar og þrestirnir bara hillingar Héma í gluggatóttinni liggur bröndótt tígrisdýr og mjálmar inntil mín gegnum rimlana sem rúður gluggans mynda Ég horfi á móti út á hitabeltisheiminn læstan í búri sínu þartil sólin verður svo sterk að allt rennur saman í einn gulan og heitan flöt sem bræðir rimlana og fyllir húsið gulum hita Ég svitna og titra síðan er það farið Kveiki mér í sígarettu og geng útað glugganum Búrið er autt

x

Teningur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.