Teningur - 01.05.1987, Page 14

Teningur - 01.05.1987, Page 14
Benedikt Gestsson Heimboðið Minnið opnast langt inní hausinn, inní rými fullt af kvíða og glittir í myrkrið á milli. Grunur um að hugsunin sé þar á flögri veitist að manni sem situr á bekk í garðinum aftan við blokkina, grámáluð- um bekk í haustlitum garði. Hann heitir Angar og er húsvörður, tengiliður sam- eignarinnar við aðra íbúa blokkarinnar. Flögrið þreytulegt, eins og augnatillit mannsins og grátt litaraft hans samlagar hann bekknum, gerir hann að engu: Hrap í minninu. Höfuðið nærhlutleysi og vax- tarlagið kynlaust, en hugsunin inní þess- um haus milli áhyggjanna og skrjáfs laufsins. Dæsir og virðir fyrir sér hríf- una, sem liggur í mölinni með tindana uppí loftið; - ooo ætlann rigni? Sagarbl- að fyrir neðan nefið líkt og hógvær ógn við umhverfið, kalt en þó hlýtt. Hreyf- ingarleysi hans algert og mölin á gang- stígnum brakar eins og í kappi við laufið, kvöm sem malar án afláts í hrapinu, í hausnum, í garðinum. Yflr Angari sveif blokkin. Var í honum og með honum alla daga og nætur. Þess vegna fanst honum að aðrir íbúar blokk- arinnar stæðu í eins konar þakkarskuld við sig: Af því að hann stóð í redding- um. Ef einhvers þurfti við; stíflur, máln- ingarvinnu, loftræstinguna, eða ef útvega þurfti faglærðan mann, þá var hann búinn að koma sér upp samböndum útum alla borgina. Eitt símtal og öllu kippt í liðinn á augabragði. Og reikn- ingshaldið þrekvirki, og fékk lúsarlaun fýrir, að innheimta hjá fólki, sem aldrei var heima og aldrei átti peninga, alltaf úti að skemmta sér, eða eyða þeim í sófa- sett og sjónvörp,' og nýjar gardínur að fela myrkraverkiii og koma sér upp einkalífi, sem stjómarskráin mælti með. Stjómarskráin dvaldi augnablik í hausn- um og svo ekki meir. Leiðindafólk. Ekki einu sinni kaffisopa að fá og höfuðið fylltist af liðinni tíð, þegar fólk fékk þó kaffí, ef það leit inn hjá nágrönnum. Hespur og smekklásar fyrir öllum dymm og gapandi kjaftar útum rifuna með sól- gleraugu og hvað er þér á höndum, aldrei friður fyrir mkkumm og innheimtu- mönnum. Heldurðu að maður geti verið að borga í þennan hússjóð á hverjum degi og aldrei sér maður að þessu peninga- drasli sé varið til neinna hluta og svo bara hóta lögfræðingum og loka fyrir raf- magnið í sameigninni. Maður telst góður að geta gefið kellingunni rafmagnsnudd- þvottapoka að stinga sér í, svo hún geti jafnað sig á taugagigtinni, sem hún fær fyrir ekki neitt í frystihúsinu. Maður minn, kondu eftir viku, það hlýtur að vera hægt að redda þessu einhvem veginn. Ha smáséns og lúkan kom útum dyrarifuna, og þreif um hálsmálið. Smáséns kallfauskur, smáséns ha og svitinn og stamið, eins og hvað-gengur- eiginlega-að-þér-maður í andlitinu. Sé ég ekki um sameignina; kosinn til þess á fundi maður. Hverslags eiginlega em þetta móttökumar. Og kjafturinn og sól- gleraugun grettu sig, að hreyta í hann: Sér er nú hver umsjónin og rotnunarþef- urinn orðinn að sjálfstæðri vem héma. Hundskastu til að gera hreint fyrir eigin dymm áður en þú birtist með reikninga hjá heiðarlegu fólki. Og lúkan sleppti takinu og líkaminn hrökklaðist frá dymn- um, til að verða ekki milli stafs og hurðar, hallaði sér að veggnum, þreif kámugan vasaklútinn uppúr vasanum og strauk yfir svitastorkið andlitið. Stundi og másaði, og taldi sig heppinn að hafa sloppið lifandi úr þessum hildarleik. Engin fýla hér og tók upp spreybrúsa: DEÓDÓRANT FOR HOUSES, smell and feel well...úðaði svo vænum slurk á dymar. Gengur eitthvað að manninum, alltaf kvartandi um einhverja lykt. Næst spreyja ég uppí helvítis kokið á honum og Angar lagði af stað niður stigann... ...í ofninum hringsnýst berstrípaður kjúklingur á teini og ímyndar sér að hann sé í sólarlampa. Það lekur af honum fítan í þungum dropum í ofnskúffuna. Hann er hættur að geyspa, en notar síðustu kraft- ana til að hugsa til félaga sinna í kjúkl- ingabúinu. Gurra kíkir inn í ofninn og er harla glöð yfir fagurbrúnni steikinni og er óðara farin að hugsa um þær fáu sæluvik- ur, sem hún hafði átt með vini sínum á sólarströndinni um sumarið. Hún skæl- brosir fyrir framan glerið á hnjánum með sleif í annari hendinni, sem hún notar til að hræra í grautnum, sem á að vera á eftir steikinni. Svo vaggar hún og ropar, og ræskir sig í takt við vaggið, því sælan ásækir hana. Þegar hún hefur litið mynd sælunnar í huga sér, teygir hún aðra höndina í brún eldavélarinnar og sogar sjálfasigupp. Húndæsireftirerfiðið, því hún er í góðum holdum og orðin stirð til hnjánna. Svo hrærir hún í grautnum. Sönglar eitthvað fyrir munni sér, sem minnir hana á ævintýri um galdrapott. En hún óttast ekkert með sinn pott, að minnsta kosti svo langt sem það nær, því hún er að elda pakkagraut. Það er svo þægilegt að þurfa ekkert fyrir þessu að hafa. Eiginlega eldar hann sig sjálfur og Gurra heldur áfram að söngla. Vatn, duft 12

x

Teningur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.