Teningur - 01.05.1987, Qupperneq 15
og sleif uppúr auglýsingunni og hinn
fullkomni grautur gutlar svo eftir fáar
mínútur alskapaður í skaftpottinum.
Gurra hrærir með annarri hendinni, en
lyftir lokinu af kartöflupottinum með
hinni. Gufustrókur gýs uppaf pottinum
og fyllir eldhúsið. Svo setur hún lokið á
aftur, hættir að hræra í grautnum og kjag-
ar útað glugganum og opnar uppá gátt.
Það kular og innum gluggann kemur
gustur og hrekur gufubaðstilfinninguna
úr höfðinu. Það hafði líka verið gufubað
á hótelinu, sem þau höfðu dvalið á um
sumarið, en hún hafði ekki árætt að fara
í gufu og látið sér nægja frásagnir annarra
af þeirri sælu. Hún hafði líka heyrt að
mörgum þybbnum konum yrði ómótt í
gufubaði, jafnvel líkur á hjartaslagi ykj-
ust um einhvem ótiltekinn hundraðs-
hluta. Jú þetta hafði verið sagt í einhverj-
um vísindaþætti í sjónvarpinu og hún
Mudda á loftinu hafði talað um þetta; hún
hafði verið í Ameríku og vissi hvað hún
söng. Þess vegna opnaði Gurra gluggann
og teygar nú að sérkvöldkulið, en það fer
ekki í vitund hennar, heldur sest utaná
svuntuna og langröndóttan kjólinn, sem
kmmpast um mjóhrygginn, vegna þess
hve erfítt hún á með að hnýta slaufur með
hendurnar fyrir aftan bak.
Kvöldkulið; og Gurra teygir höfuðið
útum gluggann. Það er eitthvað undar-
legt við kvöldkulið, sérstaklega hérna í
kjallaranum. Það sest alltaf utaná mann
og óskar heitt að það sé gufugleypir eða
vifta yfir eldavélinni, því þá þarf ekki að
vera með þessa eilífu opingátt, bara til að
kæla niður íbúðina, og Gurra dregur
höfuðið aftur inní eldhúsið, og hallar
glugganum. Svo horfir hún í skímuna frá
ljósastaumum, sem alltaf heldur vöku
fyrir henni, sama hversu vel glugginn er
byrgður. Það er eins og vissan um staurinn
haldi fyrir henni vöku og hún bægir frá
sérhugsuninni. Kjúklingurinn, ætli hann
sé ekki að verða tilbúinn, lækkar straum-
inn og heldur áfram að hræra í grautnum.
Bætir ögn af sykri útí og sönglar.' Svo lít-
ur hún snöggt í ljósið og hugsunin um
staurinn kemur aftur... Fer maðurinn
ekki að koma, allt að verða tilbúið.
Ómögulegt að bjóða honum krásimar
kaldar og hellir baunum í skál, líka í
þessum hryssingi, sem umlukt hefur alla
uppá síðkastið og Gurra kjagar að skáp
sem inniheldur margvíslegt leirtau. Tek-
ur fram lítinn koll og stígur uppá hann, til
þess að geta náð í sparidiskana, sem em
í efstu hillunni. Hún stynur og blæs, og
kollurinn kiknar undan þungahennar. En
hún lætur það ekkert á sig fá, heldurtyllir
sér á tær, svo hún nái góðu taki á diskun-
um. Stígur svo aftur í allan gangflötinn
og dæsir. Hún er orðin rjóð í andlitinu og
traustabrestir kollsins kvalafullir. Svo
stígur hún niður á gólfið með diskana í
fanginu og andar léttar ásamt kollinum.
Tekur skálina með plastávöxtunum af
eldhúsborðinu og setur hana á ísskáps-
homið, leggur svo diskana á rósóttan
dúkinn og raðar flátum og hnífapörum
eftir kúnstarinnar reglum: Fyrir mig og
setur gaffal og skaftlausan hníf sitt hvom
megin við diskinn sinn. Sparihnífapörin
fyrir gestinn. Ef hann sest nú vitlausu
megin. Það er eins og vissan um... ef
hann sest nú vitlausu megin. Verð að
tryggja að hann setjist ekki í homið mitt
og lítur á klukkuna á veggnum, snýr sér
svo skyndilega að eldavélinni og slekkur
undir kartöflunum. Tekur lokið af kar-
töflupottinum og tínir þær í skál eftir að
hafa hellt af þeim vatninu. Hún skeytir
engu um gufuna núna og lætur nægja að
hafa rifuna á glugganum. Skræla, nei og
lausn afhjúpast í huga konunnar. Breiði
viskustykki yfir kartöfluskálina og skell-
ir henni á borðið, halda á þeim hita
og fer inní stofu að ná í fallega stólinn
með plussáklæðinu fyrir gestinn að setj-
ast á. Hann hlýtur að skilja, að hann á að
sitja í svona fallegum stól. Ekki mögu-
leiki að misskilja það og setur stólinn við
borðsendann, en fær bakþanka: Gæti
slest matarsull á stólinn og hún snýst á
hæli og stikar inní svefnherbergið, opnar
kommóðuskúffu og tekur fram upplitað
lak. Breiði þetta yfir stólinn á meðan og
snýr til baka inní eldhúsið, beygir sig fyr-
ir framan eldavélina í leiðinni og lítur á
kjúklinginn, fer hann ekki að koma?
Hann snýst fagurbrúnn á teininum og
konunni verður aftur hugsað til sumar-
leyfisins. Hún brosir að myndmáli höf-
uðsins, réttir úr sér og breiðir lakið yfir
stólinn.
Nú er þetta í lagi og lítur á klukkuna,
slekkur undir grautnum, smakkar og um
hana siglir ánægja. Hún lýkur við að
leggja á borðið og lítur svo yfir það.
Kerti, það verður að vera kerti og hún
leggur af stað útúr eldhúsinu. Fer ekki
maðurinn að koma og stingur sér inní
skáp til hálfs, og gramsar þar um stund.
Held ég eigi, umlar höfuðið inní
skápnum, hlýtur að vera þetta og dregur
undinn rauðan sívalning úr brúnum bréf-
poka. Lokar skápnum og heldur á ný inní
eldhúsið. Teygir sig í kertastjakann í
glugganum og setur kertið í hann, passar
ekki ódámurinn og leitar að álpappír í
hugskotunum, opnar skúffu og tekur úr
henni aflangan kassa með álpappír í, ríf-
ur af rúllunni og vefur um endann á kert-
inu. Soddan upphátt af tungunni og
gleðisvipur færist yfir andlitið. Hann
hlýtur að eiga eldspýtur og sest í homið,
lítur yfir eldhúsið og allt er tilbúið, og
óhætt að slökkva á grillinu, fer að
brenna, ef hann verður mikið lengur í
þessum glóandi hita. Hún rís á fætur og
slekkur á ofninum, en lætur ljósið loga.
Það er eins og vissan um... til að halda
ilmnum félagsskap, sest svo aftur í hom-
ið og lætur þreytuna líða úr líkamanum,
grípur um svuntuhomið og þurrkar þvala
lófana. Fer maðurinn ekki að koma og
líturá klukkuna. Öllu er nú óhætt enn.
Óþreyjufullur, hefur ekki haft tækifæri
lengi, eins og heil eilífð fyrir hana,
skáskýst í höfðinu og sumarleyfið og
vissan um... svo óralangt í burtu. Hún
stendur skyndilega á fætur, opnar skáp
og tekur út sérrýfiösku og glas, lágt
13