Teningur - 01.05.1987, Side 16

Teningur - 01.05.1987, Side 16
plúpp hljóö og gullinn vökvinn rennur í glasið. Sest svo aftur í homiö og ber glas- ið uppað litlausum vörunum... þá hringir bjallan. Utanfrá götunni í húminu og gegnum grænt garðhliðið, hægt og lágt ískur, eins og syngi í strekktri línu og hönd sem sleppti taki og leit til baka með ussss- hljóði. Klikk og hliðið hallaðist aftur. Fínpússaðir lakkskór sem glóðu í takt við lýsinguna frá ljósastaumum, eins og vissán um... og uppeftir veggnum með stöku tým og myrkri bakvið mislitar gar- dínur. Skeljasandur og hrafntinna að gleypa ljósið og skuggi sem lagaði sig að útlínum trappanna; svo kyrrstaða... .. ■Durrrrrr kom frá skránni og þungi lík- amans lagðist á hurðina, svo fótur yfir þröskuldinn, inní birtuna á ganginum og hurðin lokaðist fyrir ósýnilegu afli. Gott kvöld, barst úr sveittu koki í miðjum stiganum og blóðhlaupin augun flöktu að manninum, og um hann hátt og lágt. Ekkert svar og maðurinn í stiganum að ókyrrast og hnúamir að hvítna á handrið- inu, og röddin endurtók hikandi, en með sama kurteisistóninum: Gott kvöld og lægra gott kvöld oní bringuna, og lyfti hægri hendinni að strjúka yfir ennið. Hvem ætlar þú að finna og röddin hélt áfram að titra og fætumir báru manninn afturábak ofar í stigann, án þess hann ætlaði sér það sjálfur, langaði þó til þess að vera horfinn og skipta sér ekki af því sem honum kæmi ekki við. Að fólk mætti koma hér að vild - einhver hefði nú opnað fyrir honum . Hann hafði heyrt durrrrið í skránni, svo þetta hlaut allt að eiga sér eðlilegar skýringar. Kannski að selja happdrættismiða, eða merki fyrir góðgerðafélagið, jafnvel opinber starfs- maður í áríðandi erindagjörðum og rétt að taka ofan, og afsakið ætlaði ekki að trufla, er bara á leiðinni niður í kjallara, var von á mér, en þetta er allt í lagi, fer bara seinna, það má bíða einhvem tíma. Og maðurinn færðist aftur niðurí miðjan stigann og hélt áfram að rökræða við sjálfan sig um ábyrgð þá sem hvíldi á honum og vissara að telja inní húsið, svona á kvöldin að minnsta kosti, ja svona innan ákveðinna marka, mætti ekki verða óþarfa nauð á fólkinu, sem væri þreytt og þyrfti að hvflast, en hefði samt ekkert á móti góðum málefnum og líka skárra en bannsettir krakkamir, sem vaða innum allt á skítugum skónum með öskrum og óhljóðum í bjölluati, eða selja einhver blöð sem gerðu ekkert annað en að koma róti á kyrran hugann. Kyrrð og ró væri nauðsynleg og höndin fór aftur yfir ennið, sem krypplaðist eins og þvottabretti og skarkaði í, eins og undir- spil við gamalt lag sem allt í einu kom upp í hugann og hann færði sig neðar í stigann og hélt ömggu taki í handriðið svo hann ekki félli framfyrir sig. Átti erindi sjáðu til og ljósræma skaust fram á ganginn niðrí kjallara um leið og hurðin opnaðist og vaggandi skuggi, og svo andlit sem gægðist fyrir dyrustafinn. Er nokkur þama, ertu kominn og brosið strekkti á kinnunum og augun tindmðu á lakkskónum og uppeftir dökkum buxum og frakka með hendur í vösum. Komstu að utan, hvað er þetta maður, er ekki allt í lagi og sjálfvirkur ljósabúnaðurinn slökknaði um leið og hann lagði af stað niður stigann, og ljósræman varð skírari og líkaminn allur kominn framá ganginn að fagna honum með útrétta handleggina og brosið að stirðna, svo óralangt í burtu og maðurinn kominn í miðjan stigann á niðurleið í þennan sjóðheita faðm, sem iðaði og tinaði, og maðurinn kominn nið- ur og hendumar úr vösunum tóku um axl- ir hennar og kinnin þvöl lagðist á brjóstið og lítið tár í augnhvarminum og hendum- ar spenntust um hann og þrýstu honum að mjúkum og iðandi líkamanum. Horfðust svo í augu og hún eins og að hafa endur- heimt mann úr lífsháska. Hélt þú myndir aldrei koma og gerðu svo vel með hand- ahreyfingu inní íbúðina. Það er allt löngu tilbúið. Hélt þú myndir aldrei koma og hún viknaði við tilhugsunina. Kondu, kondu og taktu af þér, það er langt síðan.., heyrðist einhver segja lágum rómi og hurðin féll að stöfum... Gegnum rifu á gardínunni sást flöktandi kertaljós, lágvær tónlist og glamur í borðbúnaði, og öðm hvom raddir karls og konu, til skiptis, hlátur í sefjandi umbúðum barst útum gluggann og sam- lagaðist kvöldkulinu. Skeljasandur og hrafntinna glampandi frá ljósinu og gluggum næstu húsa, inní bakgarðinn, þar sem sölnað grasið gleypti lauf trjánna, sem svifu eittog eitt til jarðar, og biðu eftir hrífunni að raka þau saman og troða í svartan plastpoka. Bekkurinn auður og grár, og feitur rassinn að tylla sér og hvfla sig í erfiðinu. Svo hreyfing á gardínunni og dregið fyrirrifuna, og ekk- ert kerti lengur að flökta í eldhúsinu og hrífan lenti í mölinni og einn og einn dropi fór að detta niðurúr himninum, að klessa laufin - ooo hann hlaut að rigna. Maðurinn á bekknum og gjóar uppí næsta glugga, en allt dregið kyrfilega fyrir og hæðin of mikil til að gaumgæfa innihald gardínanna í kyrrstöðu. Rign- ingin jókst og hrífan með tindana uppí loftið fagnaði pásunni og garðurinn auð- ur, en augu blokkarinnar stjörf og neit- uðu að upplýsa leyndarmálin, sem flögr- uðu um hausinn og vildu út, en yrðu að bíða næsta dags, að gera sér erindi; og hún Mudda sagði og Gurra sagði og Luffa og Guji, og ástandið hjá þeim á fyrstu hæðinni. Almáttugur minn að geta í eyðumar og drekkja forvitninni og skítkastinu, og skipta sér ekki af því sem manni kemur ekki við, aðeins að lofa ímynduninni að leika sér og brostin blóðhlaupin augun fyllast af rigningu og hrífan í mölinni með tindana uppí loftið. 14

x

Teningur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.