Teningur - 01.05.1987, Page 18
Garðar Baldvinsson
Glær
Það er gulleitt mistur yfír torginu og rétt
grillir í húsin næst. Fjær og ofar vofir
kolblá móða. Ungur maður reikar inn í
mistrið þartil hann stendur ofurlítið til
hægri og sést aftan á hann. Hann er í
svörtum möttli með háan hatt í gljáfægð-
um stígvélum sem stinga í stúf við tötra-
lega klædda mannmergðina. Fólk líður
hægt hjá; það virðist ekki stefna að neinu
marki. Þeir einu sem sýnast hafa fastan
punkt í tilverunni eru farandsalamir sem
tvístíga hjá ávöxtum sínum og grænmeti
og góna á vegfarendur græðgislegum
augum. Þeir eru órakaðir, illa tenntir og
þær fáu tennur sem sjást örsjaldan eru
gularog brúnar, uppétnaraf hirðuleysi. í
fjarska sem þó gæti verið mjög nærri birt-
ist kona í vínrauðri kápu með eldrautt hár
og sjal. Sjalið er blátt og minnir á rökk-
vaðan himin með fáeinum blikandi
stjömum að haustlagi. Því er líkast að
konan sé umvafin rauðum hjúp. Hún
stendur kyrr í mistrinu einsog maðurinn.
Þótt við sjáum á bak honum en framan í
konuna þá standa þau ekki gegnt hvort
öðm. Hún horfir beint fram fyrir sig;
augnaráð hennar er tómt og andlitið
sviplaust en þó óráðið. Nokkra stund hef-
ur maðurinn staðið kyrr en stígur nú öðr-
um fæti fram. Og stoppar. Konan færist
undan án þess séð verði að hún hreyfi sig.
Það er komið rökkur í mistraða þokuna.
Rauður hjúpurinn utan um konuna leysist
upp og hverfur án þess að sjáist hvemig
það gerist en við nánari athugun sést að
hann var ofskynjun. Konan í rauðu káp-
unni líður inn í mistrið án þess að hreyfa
legg né lið. Mistrið sem gleypti konuna
leysist sundur, það greiðist leiðin fyrir
augu mannsins, en konan er horfin, sést
ekki meir. Maðurinn lyftir hinum fæti
sínum sem neitar að hlýða til hlítar og
fellur aftur í sama far. í stað mistursins er
komið hálfrökkur og fáir á ferli, fótatak
bermálar og glymur síðan á steinlögðu
strætinu einsog margir hestvagnar séu á
ferð.
Það vargrænleitþoka, græn og gul, eins-
og eiturmistur, einsog...ég veit ekki
einsog hvað. Einhver sagði að það væri
brúnt. Mig minnir endilega það vera gult
og grænt, ekki gulgrænt, heldur einsog
gult og grænt skiptist á í svo fínum tónum
að maður greindi þá ekki sundur. Og
konan var svo falleg þegar hún horfði
þessum stóm tómu augum beint fram fyr-
ir sig einsog hún horfði í dýpstu sálar-
fylgsn manns eða inn í sjálfa sig. Græn-
eyg minnir mig, en þó með örfínum
brúnum deplum. En sjalið varömgglega
grænt í bókinni. Yndisleg sjón. Innundir
sig. Geislaði. Sakleysi. Sekt. Án trúar.
Einsog María mey. Einsog hóra. Mistrið
geislabaugur. Frelsari. Reis hold. Leit á
sessunautinn. Skammaðist mín. Viss um
að allirsæju. Kviknakinöskrarhún: „Þið
emð allir eins. Getur ekki einu sinni
gagnast konu.“ Barið að dymm. Lyfti
öðmm fæti. Máttlaus. Og þá var kátt í
höllinni. Las í blaðinu í dag að sjötíu og
fimm hefðu slasast í jámbrautarslysi.
Þau náðu ekki saman í lokin. Einn farist.
Mistrið einsog geislabaugur. Eiturloft.
Kjamorkusprengja. Hvaða vitleysa, 19.
öldin, Darwin nýkominn fram. Api,
maður. Minnti á mauraþúfu. Vinur minn
á tröppunum. Ljóshærður með blá augu.
Stingandi augnaráð. Tómt. Sakbitið.
„Svona viljiði hafa okkur.“ María.
María. Þórsmörk. Landrek. Darwin.
Ástin. Af hverju hvarf hún svona? Eins-
og dögg. Dögg. Hvar er Dögg? Yndisleg
sjón. Þvílík sjón! Skvap og sviti og tárog
æði í augunum. Dökkur krassaður þrí-
hymingur undir skvapinu. Lyfti upp ein-
um fæti og hún hvarf. Einsog hilling eða
draugur sem situr óvart við borðið í eld-
húsinu þegar maður kemur þangað um
miðja nótt. Það sást enginn ljósastaur á
næstu grösum.
— Sástu myndina í gærkvöldi? En þú?
Mér þótti alveg frábært atriðið á mark-
aðnum þegar hann hélt að hann hefði
Ioksins fundið hana. - Snöggur hvellur
hlátur. - Ég var orðinn hræddur um að
þetta yrði happýending en mikið létti mér
þegar hún hvarf. Það var svona fyrirboði
um að lífið fengi áfram að vera dularfullt
og órætt. Það var einmitt það sem konan
var í þessu atriði, dularfull og óræð. Það
var það sem mér fannst stórkostlegast við
þessa mynd. Jafnvel í lokin voru allir
endar lausir, þótt maður fengi náttúrlega
einhverja lausn; einsog þá að hann skyldi
finna sjálfan sig, átta sig á að hann átti sitt
eigið líf sem hann átti að lifa. Og að hún
skyldi ákveða að fara eigin leiðir. Samt
var allt svo yndislega óráðið, þau áttu
heilt líf framundan. Og flott hvernig
hann renndi saman tveimur öldum.
Hann horfir tómlátur á svip fram fyrir
sig. Blóðið spýtist upp að andliti hans,
hann sveigir höfuðið hægt til hliðar og
kastar fiskinum í gatið. Hann horfir
andartak á félaga sína blóðga í dauðans
ofboði, þrífur hendinni að þorskhausi,
krækir undir kjálkabarðið og í augað,
rykkir að sér, sker leiftursnöggt svo bun-
an stendur næstum því í andlit honum,
þeytir honum í dauðateygjunum niður í
16