Teningur - 01.05.1987, Side 24

Teningur - 01.05.1987, Side 24
sé talað um Blindfuglinn. Hvað viltu segja umfrásögn í Ijóðagerð almennt og andstœðuna milli skáldsagna og Ijóða? Ég held að út af fyrir sig þurfi ekki að vera svo ýkja mikill munur á þessum formum, að minnsta kosti ekki í grund- vallaratriðum. Á undanfömum ámm hef- ur kvamast töluvert úr þeim vegg sem hefur verið reistur milli þessara tveggja forma. Afhverju heldurðu að þú hafir farið yfir ífrásagnarkenndara form? Ég veit ekki hvort þetta var nokkuð sem ég valdi sérstaklega, að læða prósaeig- indum í ljóðin. Ég held frekar að svona lagað komi af sjálfu sér og þá sem afleið- ing af undangengnu ferli sem er meira og minna ómeðvitað. Viðfangsefnin í Maríuglerinu, eru þau frábrugðin því sem þú fékkst við í fyrri bókum? Það má kannski segja frekar að ég sé þar farinn að nota ytri veruleik og atvik til að endurspegla innra ástand. En þar að auki er svo áhuginn tekinn að færast dálítið út fyrir sjálfið og þar með hlýtur framsetn- ingarmátinn að nálgast einhvers konar söguhátt, eða þannig lít ég á það. Blindfuglinn má þá skoða sem framhald Maríuglersins bœði.að því leyti að þar endurspegla atvikin innra ástand og framsetningarhátturinn er mjögfrásagn- arkenndur. Jú. Mér finnst Blindfuglinn að mörgu leyti vera, næstum að segja, rökrænt framhald af titilljóði Maríuglersins. Og auðvitað er það ljóð hluti af bókinni sem heild, svo spumingunni má alfarið svara játandi. Ég hef einhvers staðar sagt að Blindfuglinn sé nokkurs konar sambland af heimsmynd og sjálfsmynd og það er best að ég jórtri þeirri tuggu upp einu sinni enn. En í sambandi við þetta frá- sagnarkennda, sem þú talar um að sé í Blindfuglinum, þá hefur verið sagt við mig að hann sé einhvers konar refill, og í raun held ég að „refilljóð" hefði verið snjallari undirtitill en sá sem ég notaði: Mósaík. Pú talaðir um að menn þyrðu ekki að vera þeir sjálfir. Einlœgni er þá mikils- verður þáttur í skáldskap að þínu mati? Já, ég held að enginn skáldskapur sem nokkurs er virði spretti úr jarðvegi óheil- inda. Ég er sannfærður um að einlægni er einn grundvallarþáttur skáldskapar og það er einungis útbreidd firra að hún þurfi að fletja eitthvað út eða kynda undir lágkúm. Ég álít að það lágstig sem mér fínnst meirihluti skáldskapar standa í núna sé að nokkru leyti tilkomið af þessu viðhorfí, þessari tilhneigingu til að fara undan í flæmingi, þessum ótta við að segja eitthvað sem máli skiptir, þessum hæðnislega feluleik sem þykir svo fínn. Maður verður að passa sig á því að van- rækja ekki það sem er í sjálfum sér. Það sem er eftirsóknarvert er hið einlæga, upprunalega. Mér finnst að mikið skorti á að höfundar gefi sig í verkið í stað þess að leika sér bak við það og skjóta sér und- an ábyrgð. Fjarlægð og írónía er blind- gata að mínu mati. Eftir hverju ertu að leita í kvœðunum? Fyrst og fremst tjáningu. Nú segir sagan að þú sért kominn alveg yfir í prósann og sért að skrifa skáldsögu. Hvað fjallar hún um og hvenær má vœnta hennar? Ég vil nú ekki fullyrða að ég sé alveg fluttur yfir landamærin. En það er víst ekki hægt að neita því að ég sé að baksa við að skrifa eitthvað sem kallast má saga. Hún er á svolítið viðkvæmu stigi núna, eins og þar stendur, svo ég vil kannski ekki fjölyrða um hana að svo stöddu. Ég get kannski sagt að hún sé um dreng í litlum firði og undarlegt hvarf hans, en það er ekkert víst að það sé al veg satt. En það er stefnan að hún komi út í haust. Samkvæmt viðteknum skilningi er þetta ekki skáldsaga, vegna þess að hún nær ekki 200 síðna kvótanum! En mér fannst gaman að fara yfir í þetta sem kall- að er prósi, mér fannst ég kominn í ákveðna sjálfheldu gagnvart ljóðinu og kannski var ég farinn að halda að ég kynni meira en ég gerði. Þessar sögu- skriftir hafa kennt mér að ég kann akkúr- at ekki neitt og það er lærdómur út af fyrir sig. Ég áttaði mig á því til fulls, að kunn- átta ein og sér fleytir manni ekki langt. Það þarf meira til. Hér fellum við talið. Ég lít í kringum mig inni í stofunni. Það er gamall leirbrúsi af hollenskum séníver á skrifborðinu, og lúxólampi, og gamalt telefunken á kommóðu við vegginn. Þar við hliðina er allstór spegill. Ég lít til hliðar, út um gluggann. Þokan er þykk og byrgir alla sýn. Skyndilega heyrast dunur eins og vörubíl sé ekið rétt hjá húsinu svo allt leikur á reiðiskjálfi inni í stofunni. Ég sprett á fætur og fæ ekki betur séð en Gyrðir takist á loft og hverfí inn í spegil- inn. Og þegar ég litast um er ég staddur á götuhomi, það er sólskin og snjóföl á jörðu og engin þoka sjáanleg, og ég kem hvergi auga á bakdyraportið og litla hús- ið á hominu sem mér létti svo við að finna fyrir stundu . . . Gunnar Harðarson 22

x

Teningur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.