Teningur - 01.05.1987, Qupperneq 26
Úr ljóðaflokknum BRÉF OG LJÓÐ (1942-1946)
VIII
III
Nú skal ég segja þér eitt
sem skiptir öllu.
Maðurinn breytir um eðli
ef hann breytir um stað.
Hér þrái ég óstjómlega
svefninn sem kemur eins og vinarhönd,
dregur lokumar frá klefa mínum,
hrindir múmum sem lykur mig inni.
Eins og segir í þjóðkunnri líkingu
líð ég inn í svefninn
eins og ljósgeislinn smýgur í kyrrt vatn.
Draumar mínir em stórkostlegir.
í þeim er ég alltaf úti.
Þar er veröldin björt, þar er heimurinn fagur.
Aldrei nokkum tímann
er ég enn orðinn fangi í fyrsta sinn
Aldrei nokkum tímann í draumum mínum
er ég enn fallinn af gnípunni niður í djúpið.
Þín bíða skelfileg svefnrof, segir þú.
Nei, kona góð,
Ég þori að gjalda drauminum það sem draumsins er.
VI
Þar kom.
í dag er haustið kannski liðið.
Villigæsimar flugu hjá rétt áðan með vængjaþyt
sjálfsagt á leið til Iznik-vatns
í lofti eitthvað ferskt
eins og reykjarþefur
Mjallarilmur í lofti ...
Að vera úti núna, úti
á hestbaki á stökki
í átt til fjalla.
Þú kannt ekki að sitja hest, segir þú.
Hlæðu ekki, vertu ekki afbrýðisöm.
í fangelsinu eignaðist ég nýja ást
sem ég elska eins og þig
eða næstum því eins og þig: náttúmna.
Og þið emð báðar mér fjarri.
Vindurinn rýkur og fer
Sami vindur vaggar aldrei tvisvar
Sömu kirsuberjagrein
Fuglamir syngja í trénu
Vængimir þrá að fljúga
Hér em dymar: læstar
Þá er að brjótast út
Þú ert sú sem ég vil
Að lífið sé fallegt eins og þú
Að það sé ástvina, elskað eins og þú
Ég veit að henni er enn ekki lokið
örbirgðarveislunni
en henni lýkur ...
XI
Þar lágum við í því.
Við emm fangar
Ég innan veggja
Þú utan
En hverju skiptir það sem okkur hefur hent?
Hitt er verra
Að bera fangelsið innra með sér
Vitandi eða óvitandi
Er svo komið fyrir fjölda fólks
Fjölda heiðarlegs, vinnusams ágætisfólks
Sem hægt væri að elska eins og ég elska þig.
XVII
Klukkan er níu
Hún var að slá á torginu
Bráðum verður klefadymnum læst.
Þetta hefur verið langur tími: helsti langur í þetta sinn: átta ár.
Að lifa, ástin mín,
Það er starf sem lofar góðu.
Að lifa, ástin mín,
Það er jafn alvarlegt mál og að elska þig.
24