Teningur - 01.05.1987, Blaðsíða 31

Teningur - 01.05.1987, Blaðsíða 31
alhygðar var Hegel í Réttarheimspeki sinni. Hann sýndi fyrstur að ein hliðin á rökhugsun mannsins, og um leið á alhygð hans, er mótun ríkis sem setur lög og þróar stjómsýsluaðferðir til að fram- fylgja þeim. Jafnvel þótt við gagnrýnum harðlega skrifræðið og tækniveldið þá hittum við þar einungis fyrir rönguna á því röklega fyrirbæri sem við erum að draga fram í dagsljósið. Líklega verðum við að ganga feti framar, því að ekki er aðeins um að ræða eina sammannlega stjómmálareynslu, heldur eiga öll stjórn- kerfi sér ákveðinn sameiginlegan feril; um leið og náð er tilteknum áfanga í velferð, fræðslu og menningu, þá sjáum við þau öll óumflýjanlega færast frá ein- ræði til lýðræðis. Við sjáum þau öll leita jafnvægis á milli tveggja nauðsynja; ann- ars vegar að þjappa valdinu saman, eða jafnvel binda það einni persónu, til að gera ákvörðun mögulega - og hins vegar að skipuleggja umræður svo að sem flest- ir geti átt þátt í ákvörðuninni. En ég vil koma aftur að þeirri lögbindingu valdsins sem stjórnsýslan er, vegna þess að stjóm- málaheimspekin lætur sig það sjaldan varða. Þetta fyrirbæri er þó liður í lög- bindingu sögunnar sem alls ekki má van- meta. Segja má að við stöndum and- spænis ríki, nútíma rtki, þegar við mæt- um valdi sem getur komið á fót opinberri starfsemi; kerfi embættismanna sem undirbúa ákvarðanirog framkvæma þær, án þess að bera sjálfir ábyrgð á hinni stjómmálalegu ákvörðun. Þetta er skyn- semdarhliðin á stjómmálunum sem kem- ur svo mjög við gjörvallar þjóðir verald- ar, að hún er sá mælikvarði sem mestu ræður um að ríki geti talist gjaldgengt á alþjóðavettvangi. í fjórða sæti mætti ef til vill tala um tilvist skynsamlegs alþjóðlegs hagkerfis. Sjálf- sagt þarf að ræða það með enn meiri fyrirvara en síðasttalda fyrirbærið, vegna ráðandi mikilvægis einstakra hagkerfa. Samt sem áður gerist ýmislegt á bak við tjöldin. Utan hinna föstu þekktu and- stæðna þróast hagfræðitækni með sönn alþjóðleg einkenni. Þrátt fyrir andstæður kapítalisma og einræðissósíalisma er eitthvað sameiginlegt með aðferðum við óvissuútreikning, tækni í markaðsstjóm, spár og ákvarðanir. Tala má um alþjóð- leg hagvísindi og hagtækni sem löguð eru að ólíkum efnahagsmarkmiðum, en skapa um leið, hvort sem okkur líkarbet- ur eða verr, ákveðin samkenni og virðast hafa í för með sér afleiðingar sem ekki verður vikist undan. Þessi samkenni stafa af því, að mannvísindin setja mark sitt á hagfræðina, engu síður en stjóm- málin; en mannvísindin eru í eðli sínu hafin yfir ríki og þjóðir heimsins. Alhygðin sem á upptök sín í vísindum og ber einkenni þeirra, gegnsýrir alla tækni manna með rökhyggju. Loks má segja að út um allar jarðir breið- ist alþjóðlegir lifnaðarhættir sem birtast í óhjákvæmilegri stöðlun hýbýla og klæða (sami jakkinn rennur út urn allan heint). Þetta ræðst af þeirri staðreynd að lífs- hættir manna lúta lögmálum tækninnar sem taka ekki einungis til framleiðslu, heldur einnig flutninga, samskipta manna, þæginda, frístunda og frétta- flutnings. Hér er um að ræða tæknilega lágmarksmenningu eða öllu fremur neyslumenningu, sem nær til alls heims- ins og getur af sér lifnaðarhætti með alþjóðleg einkenni. II Hvað þýðir svo þessi heimsmenning ? Hún er mjög tvíræð og það er eirimitt tví- ræðnin sem skapar vandann sem við er að glíma. Segja má að hún tákni raunveru- legar framfarir; en samt er nauðsynlegt að skilgreina þetta hugtak vandlega. Um framfarir er að ræða ef tveimur skilyrð- um er fullnægt; annars vegar ef um er að ræða samsafn og hins vegar ef um er að ræða endurbætur. Auðveldara er að koma auga á hið fyrmefnda, þótt mörk þess séu óljós. Hiklaust má segja að um framfarir sé að ræða hvar sem unnt er að greina þá uppsöfnun verkfæra sem minnst var á hér að framan. En þá verður að taka orðið „verkfæri“ í ntjög víðum skilningi sem tekur til eiginlegs tækni- sviðs bæði verkfæra og véla. í þessum skilningi heyrir allt net skipulagðra milli- liða í þágu vísinda, stjómmála og hag- fræði, og jafnvel lifnaðarhættir og fríst- undaefni, undir svið verkfæra. Umbreyting eldri tækja í ný er uppistaða samsöfnunar, sem ennfremur er ástæða þess að til er mannkynssaga. Auðvitað teljast margar aðrar ástæður fyrir sögu mannsins, en óbreytanlegt einkenni þessarar sögu er að verulegu Ieyti háð því að við störfum eins og við séum að verða uppiskroppa með verkfæri; hér er engu glatað og öllu haldið til haga. Þetta er grundvallaratriðið og merki þess sjást á sviðum sem eru víðs fjarri hreinni tækni. Til dæmis em óhöpp og mistök í stjóm- málum viss reynsla sem verður nokkurs konar verkfærasafn fyrir allt mannkyn, Sá möguleiki er fyrir hendi að vanhugsuð áætlun, t.d. í uppbyggingu landbúnaðar, komi í veg fyrir að aðrir geri sömu mistökin, a.m.k. ef þeir láta skynsemina ráða. Þannig á sér stað leiðrétting, betri nýting hjálparmiðla, sem er ein augljós- 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.