Teningur - 01.05.1987, Síða 41

Teningur - 01.05.1987, Síða 41
Myndir: Kristinn P. Magnússon telja okkur trú um að þessi della séu bækur, við hins vegar erum á þeirri skoð- un að... og svo endalaust framvegis... Ég hef sennilega jaðrað við að detta ofan í beiskjupyttinn á þessum árum. Gat: Þú tekur sem sagt krítík nœrri þér. - Jú vitaskuld, og mér svíður hún enn, en ég hef þó reynt. Og það er betra að reyna, og þora að reyna, heldur en að koma fram af W.C. á Borginni á sjötugs- aldri með aðra buxnaskálmina límda rennvota við lærið og snjóhvítt hárið allt út á hlið, með sár á enninu eftir að hafa nýskallað miðstöðvarofn og segja við eitthvert steinandlit: ég hefði vel getað orðið skáld í gamla daga, en ég bara þorði aldrei að taka skrefið. Það er betra að fá alla heimsins skelli heldur en að hafa ekki þor til að standa við sín hjartans mál og nú skulum við fara að hægja á þessu viðtali, mér finnst ég vera farinn að tala mig upp á eitthvert dellustig. Gat: Tölum þá aðeins um Ljóstoli. - Ljóstollur var nokkurs konar millibils- bók. Hún var voðalega harður skóli fyrir mig, en hún er frekar einangrað verk - verk sem er frekar um kaffibolla en stóra stofu. Hún er 1. persónu saga með alveg föstu sjónarhorni sem þarf að markast af þessari 1. persónu rödd. Eins og hjá rúss- unum, svona köllum eins og Leskov. Krítíkin á þá bók var að hún hefði verið of rosaleg og ég svaraði því alltaf til að hún væri ekki of svakaleg vegna þess að hún væri í 1. persónu: þetta var rödd sem sagði frá með öllum sínum séreinkenn- 39

x

Teningur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.