Teningur - 01.05.1987, Qupperneq 43

Teningur - 01.05.1987, Qupperneq 43
ið eftir. Sem var kannski óvart að þakka pabba hennar sem var Cervantes. Hún er cervantísk bók í raun og veru. Og ef mað- ur beitir söguaðferð hans þá er maður undir mjög fínu stýri. Ek: Cervantes sjálfur gat ekki stoppað vagninn. Þetta átti jyrst að vera smá- saga, don Kíkóti trítlar af stað með vopnin, en svo er bara svo gaman að hann verður að senda hann afstað aftur og þá fer sáfeiti með honum. Hvernig er með Rögnvald? Er þetta nema fyrsti kaflinn? - Nei það er ekkert hægt að halda áfram, því að Don Kíkóti hefur verið skrifuð. Það rann upp fyrir mér eftir margra ára bras að það er búið að skrifa þá bók, ekk- ert hægt að gera það aftur. En það má segja að össur sé í rauninni Sansjó handa þessum Kíkóta þó þetta séu tvær bækur, Gaga og Heilagur andi og Englar vítis. Ek: En þetta með að skipta um plánetu og barnsmorðið sem þú hélst að allir myndu fatta? - Jú eins og ég sá það á þessum tíma: að svíkja jörðina, þar krystallast hið illa, og sé jörðinni býttað upp á þennan máta eins og þama er gert þá fylgir því það að kljúfa sig frá þeim reglum sem hún setur. Og afleiðingin af því er þetta morð. Gat: En er ekki barnsmorðið hápunktur lógískrar skynvillu geimfarans? - Jú það er alveg rétt líka. Hins vegar fór ég að hugsa um það seinna hvemig bókin væri ef maður hugsaði sem svo að mað- urinn væri ekki bilaður. Það er don Kíkóta-formúlan. Þegar don Kíkóti lem- ur í hjálminn sinn í fyrsta kafla, sér að hann dugar ekki - en setur hann samt upp. Þetta atriði hefur oft verið kallað lykillinn að þeirri bók. Ek: En það er eitt grundvallar element í don Kíkóta sem síðan hefur ríkt í sígild- um húmorbókum, gerir húmor don Kík- óta að litteratúr, og sama á við um góða dátann, og það er að maðurinn sem sagt er frá gerir sig að fífli hvar sem er, hann verður hiœgilegur vegna þess að hann trúir á einhver ídeöl sem eru orðin úrelt - en um leið rísa þessir menn hátt yfir samtíðina sem hlœr að þeim. Þetta á ekki við um Rögnvald? - Nei, hann er annarrar handar maður. Hann er gæi sem er að bjarga sjálfum sér. Hann læðist með veggjum. Hann er ekki don Kíkóta-týpan að þessu leyti til - kannski er hann það alls ekki neitt. Og þó! Gat: Þú meinar að hann hafi ekki aðra hugsjón en að bjarga eigin skinni og það sé hans glcepur? - Já. Gat: Varstu lengi að skrifa þessa bók? - Já ég var hryllilega lengi að því. Ég var byrjaður á henni ’78 á undan Ljóstolli. Þetta er það erfiðasta verk sem ég hef unnið. Ek: Þú sagðir einhvern tímann að þetta hefði verið kafli sem óx út úr miklu lengri bók. Hvaða bók var það? -Það er verk sem ég byrja að reyna að semja þegar Ljóstollur er nýkominn út, og hef bara Iauslegar hugmyndir um hvemig á að vera og það sem stendur eftir af því eru þessar tvær bækur, Gaga og Heilagur andi og englar vítis. En það er í rauninni ekki hægt að segja að það hafi verið nein sérstök bók sem ég var að semja - ekki þá - heldur hef ég hug- myndir. Ég veit hvað mér þykir vænst um í bókmenntum og ég veit hvar ég hef hengt minn hatt og veit hvað inspírerar mig, veit nokkum veginn hvað mig lang- ar að segja, og ég er hægt og rólega að komast að því hvemig þetta verður til. Ég get ekki sest niður og skrifað einhvern ákveðinn fyrsta kafla og svo haldið áfram. Enéghefþamahugmyndaðþess- um Össurar-karakter og að Rögnvaldi, og ég skrifa heila bók upp á 150 síður um listamannalíf í Reykjavík og sú bók klikkar. Ég var með aragrúa af ídeum en ég gat aldrei definerað þær eða sett þær saman. Og þegar ég er í einhverri gerð- inni að þeirri bók þá kemur allt í einu fyrsti kaflinn - allt í einu breytist karakt- erinn, sem var skyldur össuri, hann breytist hægt og hægt, klýfur sig frá og verður þessi - verður demón og þá lifnar sá hluti verksins sem er þessi næturhlið þess. Og verður að bók. Ek: Ég hef heyrt fólk kvarta yfir því að það kynnist ekki Rögnvaldi. Það fari á mis við svo mikið því það þekki ekki manninn, enda bókin óvenjulega stutt. - Ja þetta er ekki skáldsaga heldur nóvella-eðalöngsmásagakannski . . . Ek: Maður fœr á tilfinninguna að það sé miskunnarlaust skorið burt hvert einasta orð sem ekki á heima vegna grundvallar- hugmyndarinnar. - Já ég lenti einmitt í þrasi við Þorvald á Forlaginu vegna þess að hann vildi hafa söguna alla lengri og frjálslegri, en þessi hugmynd bókarinnar var fyrir mér það mikið mál að ég vildi frekar fóma atrið- um sem lágu í aðrar áttir. Hún er skrifuð eftir þessari formúlu: 1/10 af jakanum uppúr. Halló Emest. Ég skar burt úr henni manifestó til dæmis, ávarp til Marsbúa sem seinna varð gmndvöllur að gjörólíku ávarpi Össurar. Gaga er svarta bókin en hin er gula bókin. Mín ídea að don var Rögnvaldur - destrúktífur don - og Össur er Sansjó Pansa. Ek: Út úr þessu öllu má lesa eina skoðun Óli Gunn, og hún er sú að bókmenntir hafi absólútt mórölsku hlutverki að gegna. - Já. Ek: Og þér finnst þá að gildi verksins ráðist nokkuð mikið af því. - Nei það finnst mér ekki endilega, en mér finnst að hlutverk rithöfundar á okk- ar tímum sé að þeir eigi að vera fylgjandi lífinu, vera fullir af virðingu fyrir plánet- unni, mér finnst það vera tilgangur höf- unda. Vegna þess að við lifum á svo ægi- legum tímum þar sem öll jörðin nötrar af skelfingu. Höfundurinn á að fylgja lífinu þó að það kosti hann allt. Gat: Listamaðurinn á að starfa í þágu lífsins og Ijóssins. Hlýtur hann ekki að gera það með því einfaldlega að skapa 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Teningur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.