Teningur - 01.05.1987, Page 44

Teningur - 01.05.1987, Page 44
list, er það ekki fólgið í sjálfri athöfn- inni? - Nei, það held ég ekki. Ég held að það sé ákveðin alþjóðleg formúla fyrir viður- kenndri list - gáfumannaskáldskapur, sem í bund og grund endar alltaf í ein- hverju neikvæði. Ég get tekið stórkost- lega höfunda eins og skáldkonuna Flann- ery O’Connor. Ég var að analýsera henn- ar sögur um daginn og sá hvað hún er allt- af að gera. Metóðan er alltaf sú sama: Bölvun, bölvun, synd og bölvun. Allt er vonlaust. Ek: Tökum sem dœmi bók eins og Treas- ure Island eftir Stevenson. Þetta er nú aldeilis mikill óður til lífsins, einhver besta röksemd sem hægt er að veifa gegn því að jörðin sé lögð í rúst, en þetta er skrifað til þess að skemmtafólki. - Já en hún er skrifuð fyrir bombu. Hún er skrifuð á öðrum tímum en okkar tímum. Jú ég veit - vissulega er hægt að segja svona um hinar og þessar sögur, það er hægt að taka allt og útleggja upp á þennan máta, hins vegar eru okkar tímar slíkir að ég verð að bregðast við þeim eins og ég geri. Ég veit ekki hvort bók um mann sem væri að koma sér upp húsi eins og ég er að gera og um það hve vatnið flæddi fallega upp úr borholunni, hvort sú bók væri antí-bombu bók. Hún væri það kannski í eðli sínu. En það er mér ekki nóg. Ef ég ætla að skrifa antí-bombu bók þá skrifa ég antí-bombu bók. Er það ekki? Ek. Jú jú, einmitt. En eftilgangurþinn er Jyrst og fremst móralskur, er þá littera- túrinn besta vopnið? - Það er ég ekkert viss um, en þetta er það eina sem ég get gert. Og þetta hiut- verk skiptir mig meira máli heldur en rykti mitt sem höfundar. í sannleika sagt. Ég er últímatum skríbent, sama hvað ég er að semja. Minn texti er eins og hann er vegna þess að hann verður að vera þannig. Ef ég geri eitthvað annað en það, verður úr einhvers konar kleina, textinn verður dauður. Ég gæti ekki sest niður og samið ástarsögu, jafnvel ekki þó ég fengi ídeuna og plottið á borðið. Ég verð að hafa mjög sterka skoðun á því sem ég er að gera til þess að textinn fari í gang. En auðvitað á maður ekki að missa sjónar á listrænu gildi. Ek: Þannig að þessi skylda sem þérfinnst hvíla á herðum þínum sem höfundar hún á sér þá rœtur íþessari trú, að við verð- um með pennann að vopni að berjast fyr- ir lífi jarðarinnar? - Já. Það er satt. That’s about it man. Gat: Núer síðasta bókin þín full af sagna- gleði. Þú ert ekki allan tímann með vísi- fingurinn á lofii. - Nei nei. En stfllinn á henni markast af því að ég var svo hamingjusamur. Ég var í Kaupmannahöfn og tilveran þar er ótta- legt mölkúlulíf og er að vinna Gaga sem er svona hömruð og dökk. Ég er í ein- hverjum vítahring, en kem svo heim og fer að setja þetta hús í stand, smiðirkoma og ég hlusta á smiðina tala, fíflamir og baldursbrámar renna út úr þeim, orða- gleðin er svo mikil, og ég hef ekki heyrt þetta ámm saman nema sem túristi eða eitthvert innanfélags Köben-snakk, svo fer ég sjálfur að semja sögur - og allt þetta fer inn í stflinn, hann ákvarðast af því hvemig mér sjálfum líður vegna þess að ég er sögumaður þessarar bókar. Höfundur er að tala. Gat: ífyrsta sinn? - Já. Ek: Það er dálítill talmálsstíll á frásögn- inni. - Það kemur til af þessu. Og ég var í kreppu eftir Gaga og þetta var vænleg leið, að segja sögu eins og maður kjaftar og snakkar. Mér fannst eins og ég gæti leyft mér að gleðjast með orð eftir Gaga. Eftir hana og Ljóstoll áður fannst mér ég hafa það vald á stíl að ég gæti skrifað Englana svona án þess að hún yrði vit- leysa. Fyrir mér var hún hvítur galdur, sem tókst. Það hefði verið gaman að hafa hana sem neðanmálssögu, hún er byggð upp þannig. Hún er svo hreyfanleg í sam- setningu. Ek: Þú ert þá farinn að nálgast aftur Milljón prósent menn? - Að einhverju leyti já. Það er rétt. Gat: Hvernig kemur þetta sæens fiksjón inn í bœkurnar? - Ég hafði alltaf gaman að svona fanta- síu, las Tímavélina og fleira slíkt sem strákur. Svo þegar ég var einhvem tíma að lesa don Kíkóta fór ég að hugsa að gaman væri að búa til S.F. Don. Sem ekki er neitt nýtt, frumhugmyndin að don Kíkóta er ekki Cervantesar. Menn hafa verið að ærast af alls konar bókum gegn- um tíðina. Ek: Þú varst að tala um það áðan þegar ég spurði hvort að þú hefðir ekki efni í miklu lengri sögu eftir þennan sólarhring í lífi Rögnvaldar, að það væri búið að skrifa don Kíkóta og búið að skrifa hitt og þetta. Felur þessi afstaða ekki í sér upp- gjöf gagnvart stórum verkum bókmennt- anna, er eitthvað lítið eftirfyrir samtím- ann? - Þetta er nú kannski full stór spuming fyrir mig. En Gaga er alveg búin. Það er engin tilviljun að hún tekur sólarhring. Maðurinn hefur fullreynt það sem hann er að gera, hann hefur farið og skipt um plánetu, hann hefur mætt þar litlu betri viðtökum en hann átti að venjast heima, hann hefur snúist til varnar og hann hefur framið þetta morð og hann hefur snúið aftur heim. Ek: En væri þetta ekki ágætis efni: Rögn- valdur lendir, löggan handtekur hann, allt havaríið sem verður í bænum út af þessu fiugráni, réttarhöldin yfir mannin- um, þjóðin stekkur upp á nef sér og blöð- in æpa... - Heyrðu. Skrifa þú þá bók. Það var á einum stað í bókinni möguleiki að skrifa aðrar bækur. Hann þarf ekki að fara í kirkjugarðinn heldur getur Geimfarinn leitað uppi gamla vini og svo framvegis, en það er ekki hugmynd þessarar bókar. Af hverju fer gæinn í Frakkanum hjá Gogol ekki að heimsækja ömmu sína? 42

x

Teningur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.