Teningur - 01.05.1987, Qupperneq 45

Teningur - 01.05.1987, Qupperneq 45
.y v Teikning Alfreðs Flóka afþeim félögum á Café Fremtiden. Þetta er bók um hugleysi og paranoíu, þetta eru paranoíd tímar, þetta er para- noíd karakter. Gat: í sambandi við síðustu bókina. Það er viss tvírœðni í hjálprœðisboðskapn- um. Þetta bréf hans Össurar er eins og heimskulegasta lesendabréf. - Það er af því hann er þessi Sansjó- týpa. Og bréfið er skaz! Gat: Þú ert að narrast að persónunni. - Jú að vissu leyti, en um leið þykir mér geysilega vænt um hana. Það er kannski annmarki þessa bréfs og tragedía hversu banalt það er, með öllum þessum feigð- arósum. Ég samdi það með hliðsjón af bútum sem ég klippti út úr blöðum. Ek: Hver er grundvöllurinn að þínum hugmyndum, hugmyndalegur bakgrunn- ur - með hverjum myndir þú samsama l>ig? - Ég er kristinn. Sumt af minni lífsskoð- un er í þessum Össuri, annað ekki. Ég er að meira eða minna leyti allar mínar per- sónur, en samt er ég þær alls ekki. Ég er enginn af þessum mönnum. Ég hef skap- að þá. En ég hef ekki skapað þá úr engu, heldur tekið mið af vissum hlutum sem á mér brunnu. Gat: Hvernig hefur leiðin legið í kristna trú? - Trúmál eru mikið einkamál. Maður á ekki að gefa miklar yfirlýsingar um þau - en ég hef skrifað bók sem heitir Hei- lagur andi og englar vítis. Guð er alls staðar fyrir mér. Það er engin stund dags- ins án Guðs, engin. Ég sé hann alls staðar. Áin héma niður frá, fjallið eða augað í hundinum, það er allt birting Guðdómsins. Ég hefði fyrir svona tíu ámm bara horft á mann sem talaði svona eins og ég tala núna og hugsað: sá er skrýtinn. En það sem gerist er að manni fer að þykja vænt um annað fólk. Og nú erþetta viðtal orðið nokkuð gott og ef ég má, væri þá ekki í lagi að ljúka því með ritn- ingarlestri sem á svo ansi vel við um mína æfi. Ek: Gjörðu svo vel. - „En er hann sá Jesúm, æpti hann, féll fram fyrir honum og sagði með hárri röddu: Hvað vilt þú mér, Jesú, sonur Guðs hins hæsta? Ég bið þig, kvel þú mig eigi! Því að hann hafði boðið óhreina andanum að fara út af manninum. Því að margsinnis hafði hann gripið hann; og hann hafði verið bundinn hlekkjum og fótfjötrum og hafður í gæzlu, en hann hafði kubbað sundur böndin og verið rek- inn af illa andanum í óbygða staði. En Jesús spurði hann: Hvað heitir þú? En hann sagði Hersing, því að margir illir andar höfðu farið inn í hann. Og þeir báðu hann að skipa sér ekki að fara í undirdjúpið. En þar var stór svínahjörð á beit í fjallinu, og þeir báðu hann að leyfa sér að fara í þau, og leyfði hann þeim það. En illu andamir fóru út af mannin- um og fóru í svínin, og hjörðin steyptist niður fyrir þvergnípið í vatnið og kafn- aði. En er hirðamir sáu það sem orðið var, flýðu þeir og fluttu fregnina til borg- arinnar og bygðanna. En menn fóm út að sjá það sem gjörst hafði, og komu til Jesú og fundu manninn, er illu andamir höfðu farið út af, sitjandi klæddan og heilvita við fætur Jesú. Og þeir urðu hræddir, en þeir sem séð höfðu, sögðu þeim frá, hvemig sá, er illu andamir vom í, hafði orðið heill.“ (Lúkas 8, 28-36) 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Teningur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.