Teningur - 01.05.1987, Side 50

Teningur - 01.05.1987, Side 50
Rætt við Kristján Guðmundsson Fyrir skömmu hélt Kristján Guðmunds- son sýningu í Ásmundarsal. Af því tilefni lögðu Eggert Pétursson og Gunnar Harð- arson fyrir hann nokkrar spumingar varðandi list hans og lífsskoðanir. Ólíkt mörgum háfleygum listamanninum byrjaðir þú á jörðu niðri og lœrðir að fljúga. Var það kannski hugsað sem undirbúningurfyrir „ listflugið “ ? Ætli það. Ég fór í flugskólann Þyt af því ég vissi ekki hvað ég átti af mér að gera á tímabili. En kannski er ekki svo slæmt fyrir mann að læra flugeðlisfræði eða siglingarfræði í staðinn fyrir módelteikn- ingu, og svo stendur veðurfræðin náttúr- lega alltaf fyrir sínu. En hvernig lentirðu í myndlistinni? Vinir mínir, Sigurður bróðir, Hreinn Friðfmnsson, Þórður Ben og fleiri vom í Handíðaskólanum um eða uppúr 1960 og vom að gefast upp á honum held ég og einhvem veginn datt ég inn í þetta líka, enda hafði ég í rauninni aldrei ætlað að verða flugmaður og lauk aldrei námi. Þú sýndir á Mokka 1968. Eitthvað um það að segja? Já, á Mokka hjá Guðmundi. Ég hef það að segja, að mér fannst það nokkuð vel heppnuð sýning - svona passlega gáfuleg og passlega heimskuleg. Annars ber vin- ur minn Jón Gunnar eiginlega ábyrgð á þessari fyrstu sýningu minni, því hann lét bóka mig þama án þess að láta mig vita. Síðan er það Súm hópurinn? Já. Þú vilt kannski segja eitthvað um hann? Súm? Það er nafn á sýningu sem var haldin í Ásmundarsal 1965 og svo kom eitthvert fólk saman uppí Ásmundarsal aftur haustið 68, blandað lið, við þurftum að gera eitthvað og sumir höfðu meiri trú og aðrir minni trú á að eitthvað væri hægt að gera. Við áttum kannski ekkert sam- eiginlegt nema uppreisnarandann og hrakhólatilfinninguna, þetta endaði svo með því að við Þórður Ben vomm sendir út í bæ að leita að heppilegu húsnæði - húsnæði þar sem við gætum blásið út og verið alveg frjáls og þá fundum við þetta loft við Vatnsstíginn. Voru einhverjar ákveðnar og afmarkað- ar línur íþessu samstarfi? Nei, þetta var al lt mjög laustengt og fínt. Þú heldurfljótlega einkasýningu þar, er það ekki? Eftir að Gallerí Súm verður til? Já, um vorið eða sumarið 69. Gætirðu kannski sagt okkur eitthvað frá henni? Bœkur, tómar flöskur, pokar, nótnablöð, föt, strauborð með hœnsna- skít og Ijósi, - var þetta einhvers konar popp eða hvað? Ekki popp beint, kannski nær art povera, að nota það sem hendinni er næst. Já, það sem hendinni er næst líklega. Salatið og steinninn. Þetta dót hertist kannski á ein- um eða tveim stöðum uppí eitthvað sem gat staðið sem sjálfstætt verk, en svo rann það á rassinn á milli, var svona nokkurs konar umhverfisverk sem byggði mest á heildaráhrifum. Niðri í geymslu hjá mömmu fann ég t.d. tvo poka af gömlu fatadrasli og fannst tilval- ið að sturta úr þeim þama á mitt gólfið, svo fór ég og keypti þrjár sjálfsævisögur einhvers fólks, sem ég hafði aldrei heyrt getið og vissi engin deili á og vafði þessar bækur inn í tjömband, læsti þeim án þess að lesa orð í þessu. Hengdi þær svo upp á vegg og þá virkuðu þær á mig eins og einhvers konar sprengjuhleðslur - heim- ur heillrar ævi læstur inni. Kannski til að undirstrika þessa tilfinningu var svo rað- að tómum flöskum á gólfið fyrir neðan - því hvað er tómara og kraftlausara en tóm flaska? Hafðirðu kynnst svona hlutum íEvrópu? Ég veit aldrei hvar ég kynnist beint hlutunum - hvar kenndimar síast inn í mann. En að kynnast manni eins og Diet- er Roth var mikil hvatning á þessum tíma. Hann kom okkur í samband við Evrópu og Ameríku í vissum skilningi, Fluxus, konkret poetry og allt það. Hann var brautryðjandi og hafði miklu að miðla ef móttökuskilyrðin vom fyrir hendi. Magnús Pálsson var líka orðinn algjör bestía í myndlist á þessum ámm og hafði sín áhrif-vart.d. búinn að sýnasín „bestu“ stykki í Ásmundarsal. Jóhann Eyfells fannst mér líka oft skemmtilega fanatískur í sínum verkum. Svo þegar menn vinna mikið saman eins og við gerðum, Þórður Ben, Jón Gunnar, Hreinn, Sigurður og fleiri, þá em stöðug- ar þreifingar á kenndum í gangi og mikið hugmyndaspan. Þetta skeður alltaf eins. Svo hefur bara hver sinn sálameista og menn fá mismunandi fluglag í þessu eins og öðru. Mér finnst ég t.d. fljúga eins og skarfur - yfirleitt lágt og beint, Siggi bróðir flýgur hinsvegar í ýmsum hæðum og glettnislega eins og hrafn finnst mér. En nú er ég víst kominn út í aðra sálma. Sko, - svona getur listblaður leitt mann út í fuglafræði líka - það er kannski ekki svo slæmt. Gamli dadaistinn Kurt Schwitters talaði t.d. reiprennandi fugl- amál — mörg meira að segja. Ári seinna varstu með aðra sýningu og 48

x

Teningur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.