Teningur - 01.05.1987, Page 51

Teningur - 01.05.1987, Page 51
Af sýningu Kristjáns Guðmundssonar í Gallerl Súm 1969. annan efnivið en á sama stað? Já, það var eiginlega skúlptúrsýning sem samanstóð af 26 keppum af súrum blóðmör. í hvem kepp var stungið jám- pinna með pappaspjaldi sem á var letruð tilvitnun eða einhvers konar gullkom eft- ir frægt fólk. Og ég man eftir nokkmm setningum úr þessari sýningu eins og t.d. „Ef nefið á Kleópötm hefði verið örlítið lengra væri veraldarsagan allt önnur“, eitthvað í þessum dúr, þú veist. „Setjirþú öm í búr mun hann bíta grindumar hvort sem þær em úr jámi eða gulli“. Og ein sem ég man líka: „Það sem í fyrstu virðist enn svartari þoka, kann að reynast skuggi leiðarvísisins". Voðalega heimspekileg- ar og fallegar setningar. Keppina setti ég svo beint á gólfið til að lofa fólki að beygja sig svolítið niður til listarinnar. Vorufleiri verk á þessari sýningu? Já, ég var líka með „Performables and other pieces". Það er multiple-verk eða fjölfeldi, trékassi með lOpappaspjöldum með mismunandi efni. Það verk varð til í Stykkishólmi, en þar var ég að vinna í mggustólaverksmiðju um tíma. Við ætl- uðum að skrifa bók eða gera eitthvað saman þar, við Einar Guðmundsson. En svo skildu leiðir mjög fljótlega. Ég gerði mitt verk og hann sitt. Hann skrifaði 49

x

Teningur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.