Teningur - 01.05.1987, Page 56

Teningur - 01.05.1987, Page 56
Blaðsíða úr bókinni Punktar, Silver Press, ReykjavlkJAmsterdam 1972, 15 x 18 cm. of létt í eðlisþunga þá þarf að skrapa svo- lítið burt af málningu. Þetta er nú ekki beint rómantísk vinnuaðferð. En svo gaf ég konunni minni myndina og þá varð hún rómantísk, fyrir mér. Það er líkiega mjög jarðbundin rómantík. Þú tekur hluti og dregur þá saman í eitthvað eitt? Já, það er einhvers konar árátta, viss prímitífismi kannski. Ég fæ mest út úr einformungum, punkti eða línu. Ein- hverju hlöðnu, hlaðinni línu. Drawings to waterfalls, hvað umþá bók? Hún er gerð þannig að fyrst fann ég þrjá heppilega fossa á íslandskorti, teiknaði svo ámar að þeim - í gegn eins og krakk- ar gera stundum. Straumurinn kemur frá kili og fossamir steypast allir út í sama punkti. Þeir sem eru mjög næmir segjast heyra daufan fossnið þama við bókar- kantinn. Mér finnst gott að láta svonaeilífðarvélar eins og árstraum, snúning jarðar eða eitthvað í þá vem knýja verk, - gefa því inntak og potens í senn. Þó notaði ég þetta kannski meira áður, geri það ekki eins mikið núorðið. Gott dæmi um þessa 54

x

Teningur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.