Teningur - 01.05.1987, Side 57

Teningur - 01.05.1987, Side 57
Blaðsíða úr bókinni Drawings to Water- falls, Bruxelles 1975 (kjölur vinstra megin), 15 x 18 cm. ( viðleitni er bókin Once around the sun sem mun dingla umhverfis sólu með sitt tveggja tempo „beat“ meðan nokkurt ein- tak er til af henni. Náttúru konseptualist- ar hafa fengist mikið við ýmiskonar beislun á svona frumkröftum. Bretinn Richard Long finnst mér vera einn helsti snillingurinn á því sviði. Ameríkanamir ná þessu ekki alveg eins vel finnst mér. Svo er ein bók sem við höfum ekki minnst á, frá Frans Hals museum? Ja, það er nokkurs konar katalógur. Ég hef aldrei verið sérlega spenntur fyrir henni. Hún er kannski of flöt, ég veit það ekki. Það sem ég vildi var að gefa bókinni sem formi alveg nýtt inntak. Ráðast á hana frá öllum hliðum og virkja hana á kræfari og beinskeyttari hátt en áður hafði tíðkast. Bæta í hana fýsískum gildum, þunga, hraða o.s.frv., beina henni í nýjan ljóð- rænan farveg og fá þannig - einhvers konar „renaissance" í atómskáldskap. Þetta held ég sé inntakið í þessu bóka- stússi mínu. Hvenœr ferðu að gera tímaverkin, jafn- tímalínurnar? 55

x

Teningur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.